Pabbar markaskoraranna mættust í Trópídeildinni Sindri Sverrisson skrifar 12. október 2021 11:01 Albert Guðmundsson var glaðbeittur í Laugardalnum í gær þar sem hann skoraði tvö mörk með öruggum vítaspyrnum. vísir/vilhelm Landsliðsmennirnir þrír sem skoruðu fyrir Ísland í 4-0 sigrinum gegn Liechtenstein í undankeppni HM í fótbolta í gær eru allir af miklum fótboltaættum. Pabbar þeirra léku allir í Trópídeildinni á Íslandi sumarið 1994. Stefán Teitur Þórðarson, Albert Guðmundsson og Andri Lucas Guðjohnsen sáu um að skora mörk Íslands í gær. Stefán Teitur leikur með Silkeborg í Danmörku, Albert með AZ í Hollandi og Andri Lucas með varaliði Real Madrid á Spáni. Í Facebook-hópnum „Algjörlega óáhugaverðar fótboltastaðreyndir“ bendir blaðamaðurinn Ásgeir H Ingólfsson á þá staðreynd að pabbar markaskoraranna hafi spilað á sömu leiktíð í efstu deild Íslands árið 1994. Raunar léku pabbar sex leikmanna sem spiluðu fyrir Ísland í gærkvöld í Trópídeildinni þetta ár. Stefán Teitur Þórðarson skoraði fyrsta mark Íslands í gær, í sínum fyrsta mótsleik.vísir/vilhelm Stefán Teitur skoraði fyrsta markið í gær, í sínum fyrsta mótsleik fyrir Ísland. Foreldrar hans eru Íris Björg Þorvarðardóttir og Þórður Þórðarson sem bæði léku með ÍA. Þórður varð meðal annars Íslandsmeistari þrjú ár í röð, 1994-1996, og á að baki einn A-landsleik. Albert skoraði í gær í fyrsta sinn í mótsleik fyrir Ísland en hafði áður gert fjögur mörk í tveimur vináttulandsleikjum. Hann skoraði af öryggi úr tveimur vítaspyrnum gegn Liechtenstein. Albert er sonur Kristbjargar Helgu Ingadóttur og Guðmundar Benediktssonar sem líkt og sonurinn léku einnig bæði fyrir íslensku landsliðin. Albert á þó fleiri landsleiki að baki en foreldrarnir til samans og hefur nú skorað 6 mörk í 27 A-landsleikjum. Andri Lucas Guðjohnsen innsiglaði 4-0 sigur Íslands gegn Liechtenstein. Hann er sonur Eiðs Smára Guðjohnsen og Ragnhildar Sveinsdóttur.vísir/vilhelm Guðmundur lék með Þór í Trópídeildinni sumarið 1994 og þriðji markaskorarapabbinn er svo Eiður Smári Guðjohnsen sem lék þá með Val. Eiður og Ragnhildur Sveinsdóttir, sem á að baki unglingalandsleiki, eru foreldrar Andra Lucasar. Andri hefur þegar skorað tvö mörk á örskömmum tíma með landsliðinu en á langt í land með að jafna markametið sem Eiður og Kolbeinn Sigþórsson deila en það er 26 mörk. Öfugt við Þórð og Guðmund þá lék Eiður aðeins tvö tímabil á Íslandi. Það fyrra var 1994 þegar hann skoraði 7 mörk í 17 leikjum, öll áður en hann varð 16 ára. Fyrirliðinn og Jón Dagur áttu líka pabba í Trópídeildinni Þess má svo geta að þrír leikmenn til viðbótar, úr byrjunarliði Íslands í gær, eiga pabba sem að spiluðu í Trópídeildinni árið 1994. Bjarni Sveinbjörnsson, pabbi fyrirliðans Birkis, lék með Gumma Ben í liði Þórs. Þorsteinn Halldórsson, kvennalandsliðsþjálfari og pabbi Jóns Dags, lék í deildinni með liði FH. Sjötti sonur leikmanns úr Trópídeildinni 1994 er svo Sveinn Aron, bróðir Andra Lucasar, sem kom inn á sem varamaður og nældi í vítaspyrnu og lagði upp lokamark leiksins fyrir bróður sinn. HM 2022 í Katar Einu sinni var... Tengdar fréttir Enn mögulegt að Ísland komist á HM í Katar Eins ótrúlega og það kann að hljóma þá er enn mögulegt að íslenska karlalandsliðið í fótbolta komist á HM í Katar. Möguleikinn er vissulega mjög, mjög fjarlægur en riðillinn sem Ísland leikur í er einstaklega jafn. 12. október 2021 08:00 Arnar Þór: Traust og virðing virkar í báðar áttir Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari var spurður út í mál Jóhanns Bergs Guðmundssonar og Guðlaugs Victors Pálssonar eftir leikinn gegn Lichtenstein í kvöld. Hann sagði að traust og virðing virkaði í báðar áttir, það væri ekki bara bara hægt að gefa í aðra áttina. 11. október 2021 21:50 Guðjohnsen töfrar kláruðu fjögurra marka og þriggja stiga kvöld: Myndir Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann loksins heimaleik í undankeppni HM í Katar og er komið með átta stig í riðlinum eftir öruggan og sannfærandi 4-0 sigur á Liechtenstein á Laugardalsvellinum í kvöld. 11. október 2021 22:00 Bræðurnir mættu saman í viðtal: „Eitthvað sem mann dreymdi um þegar maður var yngri“ Bræðurnir Andri Lucas Guðjohnsen og Sveinn Aron Guðjohnsen mættu saman í viðtal eftir 4-0 sigur Íslands á Liechtenstein í undankeppni HM í kvöld. Báðir komu inn af bekknum og létu til sín taka. Andri Lucas skoraði eftir sendingu Sveins Arons sem fiskaði einnig víti. 11. október 2021 21:32 Albert: Hann þarf bara að setla það við sjálfan sig Albert Guðmundsson skoraði tvö af fjórum mörkum íslenska liðsins í kvöld í 4-0 sigri á Liechtenstein í undankeppni HM 2022. 11. október 2021 21:19 Twitter um sigur Íslands: „Kynslóðaskipti (staðfest) Vel gert drengir“ Ísland vann öruggan 4-0 sigur á Liechtenstein á Laugardalsvelli í kvöld í undankeppni HM 2022. Hér að neðan má sjá allt það helsta sem fór fram á Twitter á meðan leik stóð. 11. október 2021 21:07 Stefán Teitur: Geðveikt stoltur Stefán Teitur Þórðarson kom íslenska liðinu í gang með því að skora fyrsta mark leiksins í 4-0 sigri á Liechtenstein. Skagamaðurinn var að spila í fyrsta sinn í byrjunarliði í keppnisleik og nýtti tækifærið sitt vel. 11. október 2021 21:06 Arnar Þór: „Mjög gaman að heyra í stuðningsmönnum Íslands á nýjan leik“ „Alltaf jákvætt að vinna, gaman að skora mörk og gaman að halda hreinu. Fyrsta skipti sem við höldum hreinu í undankeppninni. Það er mjög jákvætt,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, eftir 4-0 sigur á Liechtenstein í undankeppni HM á Laugardalsvelli í kvöld. 11. október 2021 21:05 Einkunnir Íslands: Kantmennirnir í stuði og dúndur innkoma bræðranna Íslenska karlalandsliðið í fótbolta vann stórsigur á Liechtenstein, 4-0, í síðasta heimaleik sínum í undankeppni HM 2022 í kvöld. 11. október 2021 21:02 Umfjöllun: Ísland - Liechtenstein 4-0 | Lyklabörnin léku sér að Liechtenstein Ísland vann eins auðveldan og þægilegan sigur og hugsast getur í alþjóðlegum nútímafótbolta þegar liðið lagði Liechtenstein að velli, 4-0, í síðasta heimaleik sínum í undankeppni HM karla í Katar. 11. október 2021 21:15 Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Handbolti „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ Handbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Sjá meira
Stefán Teitur Þórðarson, Albert Guðmundsson og Andri Lucas Guðjohnsen sáu um að skora mörk Íslands í gær. Stefán Teitur leikur með Silkeborg í Danmörku, Albert með AZ í Hollandi og Andri Lucas með varaliði Real Madrid á Spáni. Í Facebook-hópnum „Algjörlega óáhugaverðar fótboltastaðreyndir“ bendir blaðamaðurinn Ásgeir H Ingólfsson á þá staðreynd að pabbar markaskoraranna hafi spilað á sömu leiktíð í efstu deild Íslands árið 1994. Raunar léku pabbar sex leikmanna sem spiluðu fyrir Ísland í gærkvöld í Trópídeildinni þetta ár. Stefán Teitur Þórðarson skoraði fyrsta mark Íslands í gær, í sínum fyrsta mótsleik.vísir/vilhelm Stefán Teitur skoraði fyrsta markið í gær, í sínum fyrsta mótsleik fyrir Ísland. Foreldrar hans eru Íris Björg Þorvarðardóttir og Þórður Þórðarson sem bæði léku með ÍA. Þórður varð meðal annars Íslandsmeistari þrjú ár í röð, 1994-1996, og á að baki einn A-landsleik. Albert skoraði í gær í fyrsta sinn í mótsleik fyrir Ísland en hafði áður gert fjögur mörk í tveimur vináttulandsleikjum. Hann skoraði af öryggi úr tveimur vítaspyrnum gegn Liechtenstein. Albert er sonur Kristbjargar Helgu Ingadóttur og Guðmundar Benediktssonar sem líkt og sonurinn léku einnig bæði fyrir íslensku landsliðin. Albert á þó fleiri landsleiki að baki en foreldrarnir til samans og hefur nú skorað 6 mörk í 27 A-landsleikjum. Andri Lucas Guðjohnsen innsiglaði 4-0 sigur Íslands gegn Liechtenstein. Hann er sonur Eiðs Smára Guðjohnsen og Ragnhildar Sveinsdóttur.vísir/vilhelm Guðmundur lék með Þór í Trópídeildinni sumarið 1994 og þriðji markaskorarapabbinn er svo Eiður Smári Guðjohnsen sem lék þá með Val. Eiður og Ragnhildur Sveinsdóttir, sem á að baki unglingalandsleiki, eru foreldrar Andra Lucasar. Andri hefur þegar skorað tvö mörk á örskömmum tíma með landsliðinu en á langt í land með að jafna markametið sem Eiður og Kolbeinn Sigþórsson deila en það er 26 mörk. Öfugt við Þórð og Guðmund þá lék Eiður aðeins tvö tímabil á Íslandi. Það fyrra var 1994 þegar hann skoraði 7 mörk í 17 leikjum, öll áður en hann varð 16 ára. Fyrirliðinn og Jón Dagur áttu líka pabba í Trópídeildinni Þess má svo geta að þrír leikmenn til viðbótar, úr byrjunarliði Íslands í gær, eiga pabba sem að spiluðu í Trópídeildinni árið 1994. Bjarni Sveinbjörnsson, pabbi fyrirliðans Birkis, lék með Gumma Ben í liði Þórs. Þorsteinn Halldórsson, kvennalandsliðsþjálfari og pabbi Jóns Dags, lék í deildinni með liði FH. Sjötti sonur leikmanns úr Trópídeildinni 1994 er svo Sveinn Aron, bróðir Andra Lucasar, sem kom inn á sem varamaður og nældi í vítaspyrnu og lagði upp lokamark leiksins fyrir bróður sinn.
HM 2022 í Katar Einu sinni var... Tengdar fréttir Enn mögulegt að Ísland komist á HM í Katar Eins ótrúlega og það kann að hljóma þá er enn mögulegt að íslenska karlalandsliðið í fótbolta komist á HM í Katar. Möguleikinn er vissulega mjög, mjög fjarlægur en riðillinn sem Ísland leikur í er einstaklega jafn. 12. október 2021 08:00 Arnar Þór: Traust og virðing virkar í báðar áttir Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari var spurður út í mál Jóhanns Bergs Guðmundssonar og Guðlaugs Victors Pálssonar eftir leikinn gegn Lichtenstein í kvöld. Hann sagði að traust og virðing virkaði í báðar áttir, það væri ekki bara bara hægt að gefa í aðra áttina. 11. október 2021 21:50 Guðjohnsen töfrar kláruðu fjögurra marka og þriggja stiga kvöld: Myndir Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann loksins heimaleik í undankeppni HM í Katar og er komið með átta stig í riðlinum eftir öruggan og sannfærandi 4-0 sigur á Liechtenstein á Laugardalsvellinum í kvöld. 11. október 2021 22:00 Bræðurnir mættu saman í viðtal: „Eitthvað sem mann dreymdi um þegar maður var yngri“ Bræðurnir Andri Lucas Guðjohnsen og Sveinn Aron Guðjohnsen mættu saman í viðtal eftir 4-0 sigur Íslands á Liechtenstein í undankeppni HM í kvöld. Báðir komu inn af bekknum og létu til sín taka. Andri Lucas skoraði eftir sendingu Sveins Arons sem fiskaði einnig víti. 11. október 2021 21:32 Albert: Hann þarf bara að setla það við sjálfan sig Albert Guðmundsson skoraði tvö af fjórum mörkum íslenska liðsins í kvöld í 4-0 sigri á Liechtenstein í undankeppni HM 2022. 11. október 2021 21:19 Twitter um sigur Íslands: „Kynslóðaskipti (staðfest) Vel gert drengir“ Ísland vann öruggan 4-0 sigur á Liechtenstein á Laugardalsvelli í kvöld í undankeppni HM 2022. Hér að neðan má sjá allt það helsta sem fór fram á Twitter á meðan leik stóð. 11. október 2021 21:07 Stefán Teitur: Geðveikt stoltur Stefán Teitur Þórðarson kom íslenska liðinu í gang með því að skora fyrsta mark leiksins í 4-0 sigri á Liechtenstein. Skagamaðurinn var að spila í fyrsta sinn í byrjunarliði í keppnisleik og nýtti tækifærið sitt vel. 11. október 2021 21:06 Arnar Þór: „Mjög gaman að heyra í stuðningsmönnum Íslands á nýjan leik“ „Alltaf jákvætt að vinna, gaman að skora mörk og gaman að halda hreinu. Fyrsta skipti sem við höldum hreinu í undankeppninni. Það er mjög jákvætt,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, eftir 4-0 sigur á Liechtenstein í undankeppni HM á Laugardalsvelli í kvöld. 11. október 2021 21:05 Einkunnir Íslands: Kantmennirnir í stuði og dúndur innkoma bræðranna Íslenska karlalandsliðið í fótbolta vann stórsigur á Liechtenstein, 4-0, í síðasta heimaleik sínum í undankeppni HM 2022 í kvöld. 11. október 2021 21:02 Umfjöllun: Ísland - Liechtenstein 4-0 | Lyklabörnin léku sér að Liechtenstein Ísland vann eins auðveldan og þægilegan sigur og hugsast getur í alþjóðlegum nútímafótbolta þegar liðið lagði Liechtenstein að velli, 4-0, í síðasta heimaleik sínum í undankeppni HM karla í Katar. 11. október 2021 21:15 Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Handbolti „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ Handbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Sjá meira
Enn mögulegt að Ísland komist á HM í Katar Eins ótrúlega og það kann að hljóma þá er enn mögulegt að íslenska karlalandsliðið í fótbolta komist á HM í Katar. Möguleikinn er vissulega mjög, mjög fjarlægur en riðillinn sem Ísland leikur í er einstaklega jafn. 12. október 2021 08:00
Arnar Þór: Traust og virðing virkar í báðar áttir Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari var spurður út í mál Jóhanns Bergs Guðmundssonar og Guðlaugs Victors Pálssonar eftir leikinn gegn Lichtenstein í kvöld. Hann sagði að traust og virðing virkaði í báðar áttir, það væri ekki bara bara hægt að gefa í aðra áttina. 11. október 2021 21:50
Guðjohnsen töfrar kláruðu fjögurra marka og þriggja stiga kvöld: Myndir Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann loksins heimaleik í undankeppni HM í Katar og er komið með átta stig í riðlinum eftir öruggan og sannfærandi 4-0 sigur á Liechtenstein á Laugardalsvellinum í kvöld. 11. október 2021 22:00
Bræðurnir mættu saman í viðtal: „Eitthvað sem mann dreymdi um þegar maður var yngri“ Bræðurnir Andri Lucas Guðjohnsen og Sveinn Aron Guðjohnsen mættu saman í viðtal eftir 4-0 sigur Íslands á Liechtenstein í undankeppni HM í kvöld. Báðir komu inn af bekknum og létu til sín taka. Andri Lucas skoraði eftir sendingu Sveins Arons sem fiskaði einnig víti. 11. október 2021 21:32
Albert: Hann þarf bara að setla það við sjálfan sig Albert Guðmundsson skoraði tvö af fjórum mörkum íslenska liðsins í kvöld í 4-0 sigri á Liechtenstein í undankeppni HM 2022. 11. október 2021 21:19
Twitter um sigur Íslands: „Kynslóðaskipti (staðfest) Vel gert drengir“ Ísland vann öruggan 4-0 sigur á Liechtenstein á Laugardalsvelli í kvöld í undankeppni HM 2022. Hér að neðan má sjá allt það helsta sem fór fram á Twitter á meðan leik stóð. 11. október 2021 21:07
Stefán Teitur: Geðveikt stoltur Stefán Teitur Þórðarson kom íslenska liðinu í gang með því að skora fyrsta mark leiksins í 4-0 sigri á Liechtenstein. Skagamaðurinn var að spila í fyrsta sinn í byrjunarliði í keppnisleik og nýtti tækifærið sitt vel. 11. október 2021 21:06
Arnar Þór: „Mjög gaman að heyra í stuðningsmönnum Íslands á nýjan leik“ „Alltaf jákvætt að vinna, gaman að skora mörk og gaman að halda hreinu. Fyrsta skipti sem við höldum hreinu í undankeppninni. Það er mjög jákvætt,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, eftir 4-0 sigur á Liechtenstein í undankeppni HM á Laugardalsvelli í kvöld. 11. október 2021 21:05
Einkunnir Íslands: Kantmennirnir í stuði og dúndur innkoma bræðranna Íslenska karlalandsliðið í fótbolta vann stórsigur á Liechtenstein, 4-0, í síðasta heimaleik sínum í undankeppni HM 2022 í kvöld. 11. október 2021 21:02
Umfjöllun: Ísland - Liechtenstein 4-0 | Lyklabörnin léku sér að Liechtenstein Ísland vann eins auðveldan og þægilegan sigur og hugsast getur í alþjóðlegum nútímafótbolta þegar liðið lagði Liechtenstein að velli, 4-0, í síðasta heimaleik sínum í undankeppni HM karla í Katar. 11. október 2021 21:15