Fótbolti

Twitter um sigur Ís­lands: „Kyn­slóða­skipti (stað­fest) Vel gert drengir“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Bræðurnir Sveinn Aron og Andri Lucas fagna saman.
Bræðurnir Sveinn Aron og Andri Lucas fagna saman. Vísir/Vilhelm

Ísland vann öruggan 4-0 sigur á Liechtenstein á Laugardalsvelli í kvöld í undankeppni HM 2022. Hér að neðan má sjá allt það helsta sem fór fram á Twitter á meðan leik stóð.

Sigurinn var síst of stór en gestirnir höfðu lítinn sem engan áhuga á því að spila fótbolta í kvöld. Lágu þeir vörn frá upphafi til enda og ógnuðu marki Íslands í raun aldrei. 

Fyrir leik voru þeir Kári Árnason og Hannes Þór Halldórsson heiðraðir fyrir framlag sitt en þeir hafa lagt landsliðsskóna og hanskana á hilluna. Báðir áttu stóran þátt í uppgangi íslenska landsliðsins undanfarinn áratug.

Stefán Teitur Þórðarson byrjaði sinn fyrsta mótsleik í kvöld. Mikill munur var á fjölda landsleikja leikmanna í byrjunarliði Íslands en fyrirliðinn Birkir Bjarnason bar af í reynslu.

Skagamaðurinn Stefán Teitur skoraði svo sitt fyrsta mark fyrir íslenska A-landsliðið í kvöld.

Albert Guðmundsson kom Íslandi í 2-0 og svo 3-0 með mörkum af af vítapunktinum.

Fleiri tíst um leik kvöldsins.

Andri Lucas Guðjohnsen skoraði fjórða mark Íslands eftir að bróðir hans Sveinn Aron lagði boltann upp á hann.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.