Fótbolti

Bræðurnir mættu saman í við­tal: „Eitt­hvað sem mann dreymdi um þegar maður var yngri“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Andri Lucas og Sveinn Aron (ásamt Alberti Guðmundssyni) í leik kvöldsins.
Andri Lucas og Sveinn Aron (ásamt Alberti Guðmundssyni) í leik kvöldsins. Vísir/Vilhelm

Bræðurnir Andri Lucas Guðjohnsen og Sveinn Aron Guðjohnsen mættu saman í viðtal eftir 4-0 sigur Íslands á Liechtenstein í undankeppni HM í kvöld. Báðir komu inn af bekknum og létu til sín taka. Andri Lucas skoraði eftir sendingu Sveins Arons sem fiskaði einnig víti.

„Það var frábært,“ sagði Sveinn Aron og glotti aðspurður hvernig það hefði verið að spila með litla bróður sínum.

„Þetta er sérstök upplifun en maður hefur nú eitthvað spilað með honum á sparkvöllum og svona þegar maður var yngri,“ sagði Andri Lucas.

„Jú,“ sögðu þeir báðir í kór varðandi hvort það hefði ekki verið stór stund að spila saman A-landsleik.

„Þetta var það, bara geggjuð upplifun,“ sagði Andri um stundina sem þeir bræður upplifðu saman í kvöld. 

„Þetta er eitthvað sem mann dreymdi um þegar maður var yngri,“ bætti Sveinn Aron við.

Klippa: Bræðurnir Andri Lucas og Sveinn Aron eftir sigur á Liechtenstein

„Ég fagnaði þessu eins og ég hefði skorað sjálfur,“ sagði Sveinn Aron um stoðsendinguna á litla bróður.

„Ég gleymdi mér smá en svo þurfti ég auðvitað að fara og fagna með stóra bróðir. Geggjuð stoðsending og 50 prósent markið hans,“ sagði Andri Lucas hlæjandi eftir að hafa hlaupið í áttina frá bróður sínum eftir að hann skoraði.

„60 prósent,“ skaut Sveinn Aron inn í.

„Það er það en það er líka rosalega skemmtilegt að sjá hvernig liðsheildin er að verða betri og þessi tengsl á milli leikmanna eru að verða mjög góð og þetta er gott lið sem við erum að búa til,“ sagði Andri Lucas að lokum um tilfinninguna að skora í hvert skipti sem hann mætir á Laugardalsvöll.


Tengdar fréttir

Stefán Teitur: Geðveikt stoltur

Stefán Teitur Þórðarson kom íslenska liðinu í gang með því að skora fyrsta mark leiksins í 4-0 sigri á Liechtenstein. Skagamaðurinn var að spila í fyrsta sinn í byrjunarliði í keppnisleik og nýtti tækifærið sitt vel.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.