Arnar Þór: „Mjög gaman að heyra í stuðningsmönnum Íslands á nýjan leik“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. október 2021 21:05 Arnar Þór var sáttur með stuðningsfólk Íslands í kvöld. Vísir/Vilhelm „Alltaf jákvætt að vinna, gaman að skora mörk og gaman að halda hreinu. Fyrsta skipti sem við höldum hreinu í undankeppninni. Það er mjög jákvætt,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, eftir 4-0 sigur á Liechtenstein í undankeppni HM á Laugardalsvelli í kvöld. „Við vissum að við þyrftum að stjórna leiknum og gerðum það vel. Það voru vissulega kaflar í seinni hálfleik þar sem við urðum smá kærulausir. Heilt yfir er ég mjög sáttur með sigurinn og stuðninginn. Fyrsta skipti í langan tíma sem við fáum svona stuðning og það var mjög gaman á vellinum í kvöld.“ Arnar Þór Viðarsson, þjálfari Íslands.Vísir/Jónína Guðbjörg „Heilt yfir er ég mjög ánægður. Við vissum hvernig við vildum reyna brjóta þá á bak aftur en við vissum að það gæti samt tekið smá tíma. Ég var ánægður með að við skoruðum snemma. Leikirnir hjá Liechtenstein eru að spilast eins, leikurinn gegn Þýskalandi endaði til dæmis 2-0 þar sem Þjóðverjar voru að fá færi á svipaðan hátt og við í kvöld.“ „Ég er ánægður með að drengirnir hafi getað stjórnað leiknum, það virkar einfalt en einbeitingin þarf að vera til staðar í 90 mínútur. Það eru samt auðvitað hlutir sem við þurfum að bæta.“ „Ég er ekkert öðruvísi en aðrir þjálfarar, ég er með fiðring í maganum fyrir leiki og maður veit aldrei hvað getur gerst í fótbolta. Leikur Armeníu og Liechtenstein fór 1-1 og hann spilaðist mjög svipað og leikurinn hér í kvöld. Maður er alltaf með smá fiðring og smá stressaður en strákarnir skiluðu sínu í dag. Það var mjög gaman að heyra í stuðningsmönnum Íslands á nýjan leik, það er alveg nýtt fyrir mér, “ sagði Arnar Þór aðspurður hvort hann hefði verið stressaður fyrir leik þar sem um „skyldusigur“ væri að ræða. „Ég er mjög ánægður með þá leikmenn sem komu inn af bekknum. Svenni (Sveinn Aron Guðjohnsen) kemur inn á og leggur upp mark fyrir bróðir sinn (Andra Lucas Guðjohnsen) og nær vítinu. Þetta er mjög skemmtilegt fyrir okkur sem þjóð því jú þetta er smá rómantík,“ sagði Arnar Þór að endingu um síðasta mark Íslands í kvöld en það skoraði Andri Lucas eftir að Sveinn Aron lagði boltann fyrir fætur hans. Klippa: Arnar Þór eftir Liechtenstein leik Fótbolti HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Liechtenstein 4-0 | Lyklabörnin léku sér að Liechtenstein Ísland vann eins auðveldan og þægilegan sigur og hugsast getur í alþjóðlegum nútímafótbolta þegar liðið lagði Liechtenstein að velli, 4-0, í síðasta heimaleik sínum í undankeppni HM karla í Katar. 11. október 2021 21:15 Einkunnir Íslands: Kantmennirnir í stuði og dúndur innkoma bræðranna Íslenska karlalandsliðið í fótbolta vann stórsigur á Liechtenstein, 4-0, í síðasta heimaleik sínum í undankeppni HM 2022 í kvöld. 11. október 2021 21:02 Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Fleiri fréttir Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Sjá meira
„Við vissum að við þyrftum að stjórna leiknum og gerðum það vel. Það voru vissulega kaflar í seinni hálfleik þar sem við urðum smá kærulausir. Heilt yfir er ég mjög sáttur með sigurinn og stuðninginn. Fyrsta skipti í langan tíma sem við fáum svona stuðning og það var mjög gaman á vellinum í kvöld.“ Arnar Þór Viðarsson, þjálfari Íslands.Vísir/Jónína Guðbjörg „Heilt yfir er ég mjög ánægður. Við vissum hvernig við vildum reyna brjóta þá á bak aftur en við vissum að það gæti samt tekið smá tíma. Ég var ánægður með að við skoruðum snemma. Leikirnir hjá Liechtenstein eru að spilast eins, leikurinn gegn Þýskalandi endaði til dæmis 2-0 þar sem Þjóðverjar voru að fá færi á svipaðan hátt og við í kvöld.“ „Ég er ánægður með að drengirnir hafi getað stjórnað leiknum, það virkar einfalt en einbeitingin þarf að vera til staðar í 90 mínútur. Það eru samt auðvitað hlutir sem við þurfum að bæta.“ „Ég er ekkert öðruvísi en aðrir þjálfarar, ég er með fiðring í maganum fyrir leiki og maður veit aldrei hvað getur gerst í fótbolta. Leikur Armeníu og Liechtenstein fór 1-1 og hann spilaðist mjög svipað og leikurinn hér í kvöld. Maður er alltaf með smá fiðring og smá stressaður en strákarnir skiluðu sínu í dag. Það var mjög gaman að heyra í stuðningsmönnum Íslands á nýjan leik, það er alveg nýtt fyrir mér, “ sagði Arnar Þór aðspurður hvort hann hefði verið stressaður fyrir leik þar sem um „skyldusigur“ væri að ræða. „Ég er mjög ánægður með þá leikmenn sem komu inn af bekknum. Svenni (Sveinn Aron Guðjohnsen) kemur inn á og leggur upp mark fyrir bróðir sinn (Andra Lucas Guðjohnsen) og nær vítinu. Þetta er mjög skemmtilegt fyrir okkur sem þjóð því jú þetta er smá rómantík,“ sagði Arnar Þór að endingu um síðasta mark Íslands í kvöld en það skoraði Andri Lucas eftir að Sveinn Aron lagði boltann fyrir fætur hans. Klippa: Arnar Þór eftir Liechtenstein leik
Fótbolti HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Liechtenstein 4-0 | Lyklabörnin léku sér að Liechtenstein Ísland vann eins auðveldan og þægilegan sigur og hugsast getur í alþjóðlegum nútímafótbolta þegar liðið lagði Liechtenstein að velli, 4-0, í síðasta heimaleik sínum í undankeppni HM karla í Katar. 11. október 2021 21:15 Einkunnir Íslands: Kantmennirnir í stuði og dúndur innkoma bræðranna Íslenska karlalandsliðið í fótbolta vann stórsigur á Liechtenstein, 4-0, í síðasta heimaleik sínum í undankeppni HM 2022 í kvöld. 11. október 2021 21:02 Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Fleiri fréttir Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Liechtenstein 4-0 | Lyklabörnin léku sér að Liechtenstein Ísland vann eins auðveldan og þægilegan sigur og hugsast getur í alþjóðlegum nútímafótbolta þegar liðið lagði Liechtenstein að velli, 4-0, í síðasta heimaleik sínum í undankeppni HM karla í Katar. 11. október 2021 21:15
Einkunnir Íslands: Kantmennirnir í stuði og dúndur innkoma bræðranna Íslenska karlalandsliðið í fótbolta vann stórsigur á Liechtenstein, 4-0, í síðasta heimaleik sínum í undankeppni HM 2022 í kvöld. 11. október 2021 21:02