Arnar Þór: „Mjög gaman að heyra í stuðningsmönnum Íslands á nýjan leik“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. október 2021 21:05 Arnar Þór var sáttur með stuðningsfólk Íslands í kvöld. Vísir/Vilhelm „Alltaf jákvætt að vinna, gaman að skora mörk og gaman að halda hreinu. Fyrsta skipti sem við höldum hreinu í undankeppninni. Það er mjög jákvætt,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, eftir 4-0 sigur á Liechtenstein í undankeppni HM á Laugardalsvelli í kvöld. „Við vissum að við þyrftum að stjórna leiknum og gerðum það vel. Það voru vissulega kaflar í seinni hálfleik þar sem við urðum smá kærulausir. Heilt yfir er ég mjög sáttur með sigurinn og stuðninginn. Fyrsta skipti í langan tíma sem við fáum svona stuðning og það var mjög gaman á vellinum í kvöld.“ Arnar Þór Viðarsson, þjálfari Íslands.Vísir/Jónína Guðbjörg „Heilt yfir er ég mjög ánægður. Við vissum hvernig við vildum reyna brjóta þá á bak aftur en við vissum að það gæti samt tekið smá tíma. Ég var ánægður með að við skoruðum snemma. Leikirnir hjá Liechtenstein eru að spilast eins, leikurinn gegn Þýskalandi endaði til dæmis 2-0 þar sem Þjóðverjar voru að fá færi á svipaðan hátt og við í kvöld.“ „Ég er ánægður með að drengirnir hafi getað stjórnað leiknum, það virkar einfalt en einbeitingin þarf að vera til staðar í 90 mínútur. Það eru samt auðvitað hlutir sem við þurfum að bæta.“ „Ég er ekkert öðruvísi en aðrir þjálfarar, ég er með fiðring í maganum fyrir leiki og maður veit aldrei hvað getur gerst í fótbolta. Leikur Armeníu og Liechtenstein fór 1-1 og hann spilaðist mjög svipað og leikurinn hér í kvöld. Maður er alltaf með smá fiðring og smá stressaður en strákarnir skiluðu sínu í dag. Það var mjög gaman að heyra í stuðningsmönnum Íslands á nýjan leik, það er alveg nýtt fyrir mér, “ sagði Arnar Þór aðspurður hvort hann hefði verið stressaður fyrir leik þar sem um „skyldusigur“ væri að ræða. „Ég er mjög ánægður með þá leikmenn sem komu inn af bekknum. Svenni (Sveinn Aron Guðjohnsen) kemur inn á og leggur upp mark fyrir bróðir sinn (Andra Lucas Guðjohnsen) og nær vítinu. Þetta er mjög skemmtilegt fyrir okkur sem þjóð því jú þetta er smá rómantík,“ sagði Arnar Þór að endingu um síðasta mark Íslands í kvöld en það skoraði Andri Lucas eftir að Sveinn Aron lagði boltann fyrir fætur hans. Klippa: Arnar Þór eftir Liechtenstein leik Fótbolti HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Liechtenstein 4-0 | Lyklabörnin léku sér að Liechtenstein Ísland vann eins auðveldan og þægilegan sigur og hugsast getur í alþjóðlegum nútímafótbolta þegar liðið lagði Liechtenstein að velli, 4-0, í síðasta heimaleik sínum í undankeppni HM karla í Katar. 11. október 2021 21:15 Einkunnir Íslands: Kantmennirnir í stuði og dúndur innkoma bræðranna Íslenska karlalandsliðið í fótbolta vann stórsigur á Liechtenstein, 4-0, í síðasta heimaleik sínum í undankeppni HM 2022 í kvöld. 11. október 2021 21:02 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Sjá meira
„Við vissum að við þyrftum að stjórna leiknum og gerðum það vel. Það voru vissulega kaflar í seinni hálfleik þar sem við urðum smá kærulausir. Heilt yfir er ég mjög sáttur með sigurinn og stuðninginn. Fyrsta skipti í langan tíma sem við fáum svona stuðning og það var mjög gaman á vellinum í kvöld.“ Arnar Þór Viðarsson, þjálfari Íslands.Vísir/Jónína Guðbjörg „Heilt yfir er ég mjög ánægður. Við vissum hvernig við vildum reyna brjóta þá á bak aftur en við vissum að það gæti samt tekið smá tíma. Ég var ánægður með að við skoruðum snemma. Leikirnir hjá Liechtenstein eru að spilast eins, leikurinn gegn Þýskalandi endaði til dæmis 2-0 þar sem Þjóðverjar voru að fá færi á svipaðan hátt og við í kvöld.“ „Ég er ánægður með að drengirnir hafi getað stjórnað leiknum, það virkar einfalt en einbeitingin þarf að vera til staðar í 90 mínútur. Það eru samt auðvitað hlutir sem við þurfum að bæta.“ „Ég er ekkert öðruvísi en aðrir þjálfarar, ég er með fiðring í maganum fyrir leiki og maður veit aldrei hvað getur gerst í fótbolta. Leikur Armeníu og Liechtenstein fór 1-1 og hann spilaðist mjög svipað og leikurinn hér í kvöld. Maður er alltaf með smá fiðring og smá stressaður en strákarnir skiluðu sínu í dag. Það var mjög gaman að heyra í stuðningsmönnum Íslands á nýjan leik, það er alveg nýtt fyrir mér, “ sagði Arnar Þór aðspurður hvort hann hefði verið stressaður fyrir leik þar sem um „skyldusigur“ væri að ræða. „Ég er mjög ánægður með þá leikmenn sem komu inn af bekknum. Svenni (Sveinn Aron Guðjohnsen) kemur inn á og leggur upp mark fyrir bróðir sinn (Andra Lucas Guðjohnsen) og nær vítinu. Þetta er mjög skemmtilegt fyrir okkur sem þjóð því jú þetta er smá rómantík,“ sagði Arnar Þór að endingu um síðasta mark Íslands í kvöld en það skoraði Andri Lucas eftir að Sveinn Aron lagði boltann fyrir fætur hans. Klippa: Arnar Þór eftir Liechtenstein leik
Fótbolti HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Liechtenstein 4-0 | Lyklabörnin léku sér að Liechtenstein Ísland vann eins auðveldan og þægilegan sigur og hugsast getur í alþjóðlegum nútímafótbolta þegar liðið lagði Liechtenstein að velli, 4-0, í síðasta heimaleik sínum í undankeppni HM karla í Katar. 11. október 2021 21:15 Einkunnir Íslands: Kantmennirnir í stuði og dúndur innkoma bræðranna Íslenska karlalandsliðið í fótbolta vann stórsigur á Liechtenstein, 4-0, í síðasta heimaleik sínum í undankeppni HM 2022 í kvöld. 11. október 2021 21:02 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Liechtenstein 4-0 | Lyklabörnin léku sér að Liechtenstein Ísland vann eins auðveldan og þægilegan sigur og hugsast getur í alþjóðlegum nútímafótbolta þegar liðið lagði Liechtenstein að velli, 4-0, í síðasta heimaleik sínum í undankeppni HM karla í Katar. 11. október 2021 21:15
Einkunnir Íslands: Kantmennirnir í stuði og dúndur innkoma bræðranna Íslenska karlalandsliðið í fótbolta vann stórsigur á Liechtenstein, 4-0, í síðasta heimaleik sínum í undankeppni HM 2022 í kvöld. 11. október 2021 21:02