Erlent

Hætta rann­sókn á máli Andrésar prins

Atli Ísleifsson skrifar
Virginia Giuffre segir prinsinn hafa brotið gegn sér kynferðislega þegar hún var táningur.
Virginia Giuffre segir prinsinn hafa brotið gegn sér kynferðislega þegar hún var táningur.

Lögregla í London hefur hætt rannsókn vegna ásakana á hendur hinum 61 árs Andrési prins vegna ásakana um kynferðisbrot. Andrés hefur neitað sök í málinu.

BBC segir frá þessu en málið sneri að ásökunum hinnar 38 ára Virginiu Giuffre semsakar prinsinn um að hafa brotið gegn sér kynferðislega þegar hún var táningur. Lögreglustjóri Lundúnaborgar, Cressida Dick, sagði í ágúst að enginn væri hafinn yfir lög og að lögregla myndi rannsaka málið.

Í yfirlýsingu frá lögreglunni í morgun kemur fram að gögn sem voru opinber í ágúst og leiddu til höfðunar einkamáls í Bandaríkjunum, hafi nú verið rannsökuð af bresku lögreglunni. Niðurstaðan sé að ekki verði ákært í málinu og rannsókn hætt.

Virginia Giuffre er sögð hafa rætt við bresku lögregluna um Andrés Bretaprins og meint kynferðisofbeldi sem hann hafi beitt hana.EPA-EFE/ALBA VIGARAY

Hin 38 ára Giuffre fullyrðir að bandaríski viðskiptamaðurinn Jeffrey Epstein hafi reglulega brotið gegn henni og sömuleiðis leyft „valdamiklum mönnum“ að brjóta gegn henni. Sagði hún að Andrés prins hafi brotið gegn sér kynferðislega í íbúð Ghislaine Maxwell, náinnar samstarfskonu Epsteins, í London.

Maxwell er nú í fangelsi í New York á meðan hún bíður þess að réttarhöld yfir henni hefjist. Hún er ákærð fyrir mansal og að aðild að skipulögðum kynferðisbrotum.

Epstein svipti sig lífi í fangaklefa 2019.


Tengdar fréttir

Búið að birta Andrési stefnu með lögmætum hætti

Lögmenn Andrésar Bretaprins í Bandaríkjunum hafa gengist við því að honum hafi nú verið birt stefna með réttum hætti, í máli sem Virginia Giuffre hefur höfðað gegn honum. Giuffre sakar hertogann af Jórvík um kynferðisbrot og aðild að mansali.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×