Erlent

Gríðar­leg flóð í norður­hluta Kína

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Rúmlega 120 þúsund hafa neyðst til að yfirgefa heimili sín og um 17 þúsund heimili hafa þegar eyðilagst í vatnsveðrinu.
Rúmlega 120 þúsund hafa neyðst til að yfirgefa heimili sín og um 17 þúsund heimili hafa þegar eyðilagst í vatnsveðrinu. Getty

Gríðarleg flóð í norðurhluta Kína hafa haft áhrif á 1,8 milljónir manna á svæðinu eftir að látlausar rigningar í síðustu viku urðu til þess að hús hrundu til grunna og aurskriður fóru af stað í rúmlega sjötíu sýslum og borgum í Shanxhi-héraði.

Rúmlega 120 þúsund hafa neyðst til að yfirgefa heimili sín og um 17 þúsund heimili hafa þegar eyðilagst í vatnsveðrinu að því er ríkismiðillinn Xinhua segir.

Fjórir lögreglumenn létu lífið þegar þeir lentu undir aurskriðu en nánari fregnir af manntjóni hafa ekki borist. Rigningarnar hafa einnig gert björgunarfólki afar erfitt fyrir.

Meðalúrkoma í síðustu viku í héraðshöfuðborginni Taiyan var rúmir 185 millimetrar, en meðalúrkoma októbermánaðar á svæðinu er yfirleitt um 25 millimetrar.

Tæpir þrír mánuðir eru síðan svipað ástand var í Henan-héraði þar sem þrjú hundruð létu lífið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×