Erlent

Loks slakað á sótt­varna­reglum eftir 107 daga gildis­tíma

Atli Ísleifsson og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa
Sydney fór í hinar hörðu aðgerðir í júní þegar Delta-afbrigði veirunnar breiddist þar hratt út.
Sydney fór í hinar hörðu aðgerðir í júní þegar Delta-afbrigði veirunnar breiddist þar hratt út. Getty

Ástralska borgin Sydney hefur nú loks slakað á hörðum sóttvarnareglum sem voru í gildi í heila 107 daga vegna kórónuveirufaraldursins. Á miðnætti stóð fólk í biðröðum fyrir utan verslanir og veitingastaði sem opnuðu loks dyr sínar fyrir gestum.

Aðrir heimsóttu ættingja sem þeir hafa ekki mátt sjá í allan þennan tíma en reglurnar í Sydney voru á þá leið að heimsóknir vina og ættingja voru bannaðar og ferðalög voru takmörkuð við fimm kílómetra radíus frá heimili fólks. Nú hefur flestum höftum verið aflétt, fyrir þá sem eru fullbólusettir, það er að segja.

Reglurnar voru afnumdar um leið og bólusetningarhlutfall í Nýja-Suður Wales náði sjötíu prósentum.

Frá Sydney í Ástralíu.Getty

Ríkisstjórinn Dominic Perrottet varaði fólk þó við því að sleppa alveg fram af sér beislinu og segist óttast uppsveiflu í útbreiðslu kórónuveirufaraldursins á næstu dögum. Heilbrigðiskerfi ríkisins hafi hinsvegar undirbúið sig vel fyrir slíka uppsveiflu.

Sydney fór í hinar hörðu aðgerðir í júní þegar Delta-afbrigði veirunnar breiddist þar hratt út. Um fimmtíu þúsund manns hafa greinst og 439 látist af völdum vegna Covid-19 síðan smitið kom upp.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.