Erlent

Gengið til kosninga eftir sleitulaus mótmæli

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
NAJAF, IRAQ - OCTOBER 10: Iraqis arrive to cast their vote at a polling station during the Iraqi early general elections in Najaf, Iraq on October 10, 2021. (Photo by Karar Essa/Anadolu Agency via Getty Images)
NAJAF, IRAQ - OCTOBER 10: Iraqis arrive to cast their vote at a polling station during the Iraqi early general elections in Najaf, Iraq on October 10, 2021. (Photo by Karar Essa/Anadolu Agency via Getty Images) Getty

Kjörstaðir voru opnaðir í Írak í morgun eftir háværa kröfu mótmælenda um að flýta þingkosningum vegna spillingar í landinu. Kosningar áttu að fara fram á næsta ári en eftir sleitulaus og ofbeldisfull fjöldamótmæli allt frá árinu 2019 var þeim flýtt um sex mánuði.

Forsætisráðherra landsins sagði af sér embætti en mótmælendur fóru fram á gagngerar breytingar í stjórnkerfinu og vildu ríkisstjórnina alla burt. Yfir 550 manns hafa týnt lífi í átökum í mótmælunum. 

Ríflega þrjú þúsund manns eru í framboði um 329 þingsæti í landinu og er fjórðungur þingsæta eyrnarmerktur konum. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.