Félög úrvalsdeildarinnar heimta krísufund vegna yfirtöku Newcastle Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. október 2021 09:00 Allan Saint-Maximin og liðsfélagar í Newcastle United eru komnir með nýja eigendur. Ian MacNicol/Getty Images Félög ensku úrvalsdeildarinnar eru vægast sagt ósátt með yfirtöku Newcastle United en Mike Ashley seldi félagið á dögunum. Hin 19 félög deildarinnar vilja krísufund með forráðamönnum deildarinnar þar sem þau telja að nýir eigendur geti haft slæm áhrif á ímynd deildarinnar. Samkvæmt frétt The Guardian um málið vilja félög deildarinnar fá að vita af hverju yfirtaka Sádanna fékk allt í einu að ganga í gegn og það svo auðveldlega. Í mars á síðasta ári fóru orðrómar á kreik að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu hefði áhuga á að kaupa Newcastle United. Það gekk ekki eftir og var tilboðið dregið til baka fjórum mánuðum síðar. Nú hafa kaup Opinbera fjárfestingasjóðsins (PIF), sádiarabísks sjóðs sem krónprinsinn stýrir, á Newcastle verið staðfest. Á PIF nú 80 prósent hlut í félaginu. Félög ensku úrvalsdeildarinnar telja að nýir eigendur Newcastle geti skaðað ímynd deildarinnar en áðurnefndur krónprins, Mohammed bin Salman, stóð að baki morði blaðamannsins Jamals Khashoggi fyrir þremur árum síðan en lík hans hefur aldrei fundist. Forráðamenn annarra liða í deildinni eru ósátt með að hafa ekki fengið að vita að möguleg yfirtaka á Newcastle yrði leyfð. Málið var ekki tekið upp á fundi deildarinnar með forráðamönnum liðanna fyrir tveimur vikum síðar. Á fimmtudaginn voru kaupin hins vegar staðfest og Newcastle United á nú ríkustu eigendur í heimsfótbolta. Þó svo að forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar hafi fengið loforð þess efnis að ríkisstjórn Sádi-Arabíu muni ekki skipta sér af liðinu má reikna með að hún muni dæla peningum í félagið. Það mun að öllum líkindum koma í ljós um leið og félagaskiptaglugginn í janúar opnar. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Bruce býst við að vera rekinn Næsti leikur Steves Bruce verður hans þúsundasti á stjóraferlinum. Hann er ekkert endilega viss um að hann nái þeim áfanga sem stjóri Newcastle United. 8. október 2021 11:01 Newcastle komið í eigu Sádi-Araba Yfirtöku sádi-arabíska sjóðsins PIF á enska knattspyrnufélaginu Newcastle er nú lokið. Sjóðurinn hefur keypt 80% hlut í félaginu sem verið hafði í eigu Mike Ashley síðastliðin 14 ár. 7. október 2021 16:51 Sádi-arabísk yfirtaka að ganga í gegn hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Átján mánaða arabískt vor virðist loksins að enda hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Newcastle United. Eigandinn Mike Ashley er búinn að ná samkomulagi um að selja félagið við mikinn fögnuð stuðningsmanna þess. 7. október 2021 08:31 Átök á æfingu Newcastle og fyrirliðinn þurfti að skakka leikinn Leikmanni og aðstoðarþjálfara Newcastle United lenti saman á æfingasvæði liðsins í vikunni. Fyrirliði liðsins þurfti að skerast í leikinn. 17. september 2021 08:00 Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Handbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Fótbolti Fleiri fréttir Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Sjá meira
Samkvæmt frétt The Guardian um málið vilja félög deildarinnar fá að vita af hverju yfirtaka Sádanna fékk allt í einu að ganga í gegn og það svo auðveldlega. Í mars á síðasta ári fóru orðrómar á kreik að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu hefði áhuga á að kaupa Newcastle United. Það gekk ekki eftir og var tilboðið dregið til baka fjórum mánuðum síðar. Nú hafa kaup Opinbera fjárfestingasjóðsins (PIF), sádiarabísks sjóðs sem krónprinsinn stýrir, á Newcastle verið staðfest. Á PIF nú 80 prósent hlut í félaginu. Félög ensku úrvalsdeildarinnar telja að nýir eigendur Newcastle geti skaðað ímynd deildarinnar en áðurnefndur krónprins, Mohammed bin Salman, stóð að baki morði blaðamannsins Jamals Khashoggi fyrir þremur árum síðan en lík hans hefur aldrei fundist. Forráðamenn annarra liða í deildinni eru ósátt með að hafa ekki fengið að vita að möguleg yfirtaka á Newcastle yrði leyfð. Málið var ekki tekið upp á fundi deildarinnar með forráðamönnum liðanna fyrir tveimur vikum síðar. Á fimmtudaginn voru kaupin hins vegar staðfest og Newcastle United á nú ríkustu eigendur í heimsfótbolta. Þó svo að forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar hafi fengið loforð þess efnis að ríkisstjórn Sádi-Arabíu muni ekki skipta sér af liðinu má reikna með að hún muni dæla peningum í félagið. Það mun að öllum líkindum koma í ljós um leið og félagaskiptaglugginn í janúar opnar.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Bruce býst við að vera rekinn Næsti leikur Steves Bruce verður hans þúsundasti á stjóraferlinum. Hann er ekkert endilega viss um að hann nái þeim áfanga sem stjóri Newcastle United. 8. október 2021 11:01 Newcastle komið í eigu Sádi-Araba Yfirtöku sádi-arabíska sjóðsins PIF á enska knattspyrnufélaginu Newcastle er nú lokið. Sjóðurinn hefur keypt 80% hlut í félaginu sem verið hafði í eigu Mike Ashley síðastliðin 14 ár. 7. október 2021 16:51 Sádi-arabísk yfirtaka að ganga í gegn hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Átján mánaða arabískt vor virðist loksins að enda hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Newcastle United. Eigandinn Mike Ashley er búinn að ná samkomulagi um að selja félagið við mikinn fögnuð stuðningsmanna þess. 7. október 2021 08:31 Átök á æfingu Newcastle og fyrirliðinn þurfti að skakka leikinn Leikmanni og aðstoðarþjálfara Newcastle United lenti saman á æfingasvæði liðsins í vikunni. Fyrirliði liðsins þurfti að skerast í leikinn. 17. september 2021 08:00 Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Handbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Fótbolti Fleiri fréttir Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Sjá meira
Bruce býst við að vera rekinn Næsti leikur Steves Bruce verður hans þúsundasti á stjóraferlinum. Hann er ekkert endilega viss um að hann nái þeim áfanga sem stjóri Newcastle United. 8. október 2021 11:01
Newcastle komið í eigu Sádi-Araba Yfirtöku sádi-arabíska sjóðsins PIF á enska knattspyrnufélaginu Newcastle er nú lokið. Sjóðurinn hefur keypt 80% hlut í félaginu sem verið hafði í eigu Mike Ashley síðastliðin 14 ár. 7. október 2021 16:51
Sádi-arabísk yfirtaka að ganga í gegn hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Átján mánaða arabískt vor virðist loksins að enda hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Newcastle United. Eigandinn Mike Ashley er búinn að ná samkomulagi um að selja félagið við mikinn fögnuð stuðningsmanna þess. 7. október 2021 08:31
Átök á æfingu Newcastle og fyrirliðinn þurfti að skakka leikinn Leikmanni og aðstoðarþjálfara Newcastle United lenti saman á æfingasvæði liðsins í vikunni. Fyrirliði liðsins þurfti að skerast í leikinn. 17. september 2021 08:00