Unnusta Khashoggi „harmi lostin“ vegna yfirtöku Sáda á Newcastle Kjartan Kjartansson skrifar 8. október 2021 11:30 Stuðningsmenn Newcastle hafa ekki miklar áhyggjur af því að nýir eigendur liðsins láti myrða andófsfólks og fangelsa fólk sem berst fyrir mannréttindum í konungsríkinu. Vísir/EPA Hatice Cengiz, unnusta Jamals Khashoggi, segist harmi lostin vegna yfirtöku Sádi-Araba á enska knattspyrnuliðinu Newcastle. Útsendarar krónprins konungsríkisins myrtu Khashoggi og bútuðu niður lík hans fyrir þremur árum. Enska úrvalsdeildin lagði blessun sína yfir að Opinberi fjárfestingarsjóðurinn (PIF), sádiarabískur sjóður sem Mohammed bin Salman, krónprins og raunverulegur leiðtogi Sádi-Arabíu, stýrir festi kaup á Newcastle í gær. Hún komst að þeirri niðurstöðu að sjóðurinn væri ekki armur af sádiarabísku ríkisstjórninni. Yfirtakan er umdeild enda hafa Salman krónprins og sádiarabísk stjórnvöld verið sökuð um stórfelld mannréttindabrot. Eitt það hrottalegasta var morðið á Khashoggi, sádiarabískum blaðamanni, á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í október árið 2018. Khashoggi, sem hafði verið gagnrýninn á stjórnvöld í heimalandinu, ætlaði að sækja sér gögn fyrir brúðkaup sitt og Cengiz. Á ræðisskrifstofunni beið hans aftökulið frá Sádi-Arabíu sem myrti hann, bútaði niður líkið og lét það hverfa. Vestrænar leyniþjónustustofnanir telja að Salman krónprins hafi skipað fyrir um morðið, hvað sem neitunum sádiarabískra stjórnvalda líður. Aðrir hlutir skipti meira máli en fjárhagsleg framtíð „Ég er mjög vonsvikin,“ segir Cengiz um að Salman og Sádum hafi verið leyft að kaupa Newcastle. Frá því að Khashoggi var myrtur hafi hún eytt öllum sínum kröftum í að leita réttlætis. „Síðan sé ég skyndilega fréttirnar og fólk var að tala um yfirtökuna og ég sagði „gerið það, ekki gera þetta, gerið það, berið virðingu fyrir sjálfum ykkur“,“ segir hún við breska ríkisútvarpið BBC. Þrátt fyrir að með yfirtökunni verði Newcastle auðugasta knattspyrnufélag í heimi minnir Cengiz stuðningsmenn liðsins á að aðrir hlutir skipti meira máli. „Svo virðist sem að þeim standi á sama um það sem kom fyrir Jamal, þeim er bara annt um fjárhagslega framtíð sína,“ sagði hún. Aðrir gagnrýnendur yfirtöku Sáda á liðinu segja að henni sé fyrst og fremst ætlað að hvítþvo ímynd olíuríkisins. Keir Starmer, leiðtogi Verkamannaflokksins, segist með böggum hildar yfir henni. Hann vill að sjálfstæður eftirlitsaðili meti hæfi hugsanlegra kaupenda knattspyrnuliða. Þá hafa margir spurt sig hvernig enska úrvalsdeildin gat komist að þeirri niðurstöðu að sádiarabíski fjárfestingasjóðurinn væri óháður stjórnvöldum í Ríad. Úrvalsdeildin hafði raunar áður hafnað yfirtöku hans, meðal annars á þeim forsendum að sjóðurinn væri undir stjórn stjórnvalda. Í yfirlýsingu í gær sagðist deildin hafa fengið „lagalegar tryggingar“ um að sádiarabíska ríkið muni ekki stjórna Newcastle. I am very interested to know how the Saudi sovereign wealth fund proved they are not a state-run entity. https://t.co/31dPimDsX5— southpaw (@nycsouthpaw) October 7, 2021 Sádi-Arabía Enski boltinn Morðið á Khashoggi Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Fleiri fréttir Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Sjá meira
Enska úrvalsdeildin lagði blessun sína yfir að Opinberi fjárfestingarsjóðurinn (PIF), sádiarabískur sjóður sem Mohammed bin Salman, krónprins og raunverulegur leiðtogi Sádi-Arabíu, stýrir festi kaup á Newcastle í gær. Hún komst að þeirri niðurstöðu að sjóðurinn væri ekki armur af sádiarabísku ríkisstjórninni. Yfirtakan er umdeild enda hafa Salman krónprins og sádiarabísk stjórnvöld verið sökuð um stórfelld mannréttindabrot. Eitt það hrottalegasta var morðið á Khashoggi, sádiarabískum blaðamanni, á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í október árið 2018. Khashoggi, sem hafði verið gagnrýninn á stjórnvöld í heimalandinu, ætlaði að sækja sér gögn fyrir brúðkaup sitt og Cengiz. Á ræðisskrifstofunni beið hans aftökulið frá Sádi-Arabíu sem myrti hann, bútaði niður líkið og lét það hverfa. Vestrænar leyniþjónustustofnanir telja að Salman krónprins hafi skipað fyrir um morðið, hvað sem neitunum sádiarabískra stjórnvalda líður. Aðrir hlutir skipti meira máli en fjárhagsleg framtíð „Ég er mjög vonsvikin,“ segir Cengiz um að Salman og Sádum hafi verið leyft að kaupa Newcastle. Frá því að Khashoggi var myrtur hafi hún eytt öllum sínum kröftum í að leita réttlætis. „Síðan sé ég skyndilega fréttirnar og fólk var að tala um yfirtökuna og ég sagði „gerið það, ekki gera þetta, gerið það, berið virðingu fyrir sjálfum ykkur“,“ segir hún við breska ríkisútvarpið BBC. Þrátt fyrir að með yfirtökunni verði Newcastle auðugasta knattspyrnufélag í heimi minnir Cengiz stuðningsmenn liðsins á að aðrir hlutir skipti meira máli. „Svo virðist sem að þeim standi á sama um það sem kom fyrir Jamal, þeim er bara annt um fjárhagslega framtíð sína,“ sagði hún. Aðrir gagnrýnendur yfirtöku Sáda á liðinu segja að henni sé fyrst og fremst ætlað að hvítþvo ímynd olíuríkisins. Keir Starmer, leiðtogi Verkamannaflokksins, segist með böggum hildar yfir henni. Hann vill að sjálfstæður eftirlitsaðili meti hæfi hugsanlegra kaupenda knattspyrnuliða. Þá hafa margir spurt sig hvernig enska úrvalsdeildin gat komist að þeirri niðurstöðu að sádiarabíski fjárfestingasjóðurinn væri óháður stjórnvöldum í Ríad. Úrvalsdeildin hafði raunar áður hafnað yfirtöku hans, meðal annars á þeim forsendum að sjóðurinn væri undir stjórn stjórnvalda. Í yfirlýsingu í gær sagðist deildin hafa fengið „lagalegar tryggingar“ um að sádiarabíska ríkið muni ekki stjórna Newcastle. I am very interested to know how the Saudi sovereign wealth fund proved they are not a state-run entity. https://t.co/31dPimDsX5— southpaw (@nycsouthpaw) October 7, 2021
Sádi-Arabía Enski boltinn Morðið á Khashoggi Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Fleiri fréttir Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Sjá meira