Erlent

Flug­vellinum á La Palma lokað vegna ösku­falls

Atli Ísleifsson skrifar
Eldgosið á eynni hefur nú staðið í tvær og hálfa viku.
Eldgosið á eynni hefur nú staðið í tvær og hálfa viku. EPA

Flugmálayfirvöld á Spáni hafa ákveðið að loka flugvellinum á La Palma vegna öskufalls. Eldgosið á eynni hefur nú staðið í tvær og hálfa viku.

„Flugvöllurinn á La Palma er óstarfhæfur vegna ösku. Unnið er eftir fyrirfram ákveðnum reglum. Að tryggja öryggi er forgangsmál,“ segir í yfirlýsingu frá spænskum flugmálayfirvöldum.

Ekki er ljóst hvenær hægt verður að opna flugvöllinn að nýju, en þó þurfi að hreinsa flugbrautirnar áður en til þess kemur.

Aðrir flugvellir á Kanaríeyjum eru þó áfram opnir.

Eldgos hófst á La Palma þann 19. september síðastliðinn og leiddi til þess að sex þúsund hafa neyðst til að flýja heimili sín. Þá hafa nokkur hundruð bygginga farið undir hraun og stór hluti ræktarlands.


Tengdar fréttir

Aukinn kraftur í eldgosinu á La Palma

Tvær vikur eru frá því eldgosið hófst á La Palma á Kanaríeyjum en aukinn kraftur er í eldgosinu og er útlit fyrir að tvo ný gosop hafi opnast. Þá hefur jarðskjálftum einnig fjölgað.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.