Erlent

Aukinn kraftur í eldgosinu á La Palma

Samúel Karl Ólason skrifar
Cumbre Vieja eldgosið á La Palma. Mikla mengun hefur borið frá eldgosinu.
Cumbre Vieja eldgosið á La Palma. Mikla mengun hefur borið frá eldgosinu. EPA/MIGUEL CALERO

Tvær vikur eru frá því eldgosið hófst á La Palma á Kanaríeyjum en aukinn kraftur er í eldgosinu og er útlit fyrir að tvo ný gosop hafi opnast. Þá hefur jarðskjálftum einnig fjölgað.

Skjálftavirknin er þó ekki orðin jafn mikil og hún var þegar mest var í síðustu viku.

Héraðsmiðillinn Diario de Avisos hefur eftir spænskum vísindamönnum að fjölgun gosopa innan stærsta gígsins að mögulegt sé að gígurinn gæti hrunið.

Yfirvöld á La Palma ráðlögðu fólki í bæjum nærri eldgosinu að halda sig heima vegna mikillar mengunar frá því. Auk gastegunda barst þykk aska frá eldgosinu. Andrúmsloftið mun þó hafa skánað í morgun.

Samkvæmt Diario de Avisos hefur vísindamönnum og viðbragðsaðilum þó verið gert að vera ekki í miklu návígi við eldgosið.

Mikil mengun hefur borist til Afríku.

Frá því eldgosið hófst hefur hraunið farið yfir rúmlega átta hundruð byggingar. Um sex þúsund manns hafa þurft að flýja heimili sín, samkvæmt frétt Reuters.

Hér að neðan má sjá sex klukkustunda langt streymi Reuters frá eldgosinu í gærkvöldi.


Tengdar fréttir

Hraunstraumurinn vellur út í sjó

Hraun úr eldgosinu á La Palma á Kanaríeyjum hefur nú náð í sjó fram. Óttast er að það geti valdið gasmengun og sprengingum þegar glóandi hraunið kemst í snertingu við kalt Atlantshafið.

Flúðu eiturgas frá eldgosinu

Ekkert lát virðist á eldgosinu á La Palma á Kanaríeyjum þó hægt hafi á virkni í nokkra klukkutíma í gær. Um helgina barst mikið magn ösku frá eldgosinu svo loka þurfti flugvelli eyjunnar. Í gær dró einnig úr öskumyndun og sprengingum í eldgosinu en þar hefur sömuleiðis bætt í aftur.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.