Íslenski boltinn

Frá Kristianstad til Selfoss

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Björn Sigurbjörnsson er væntanlegur á Selfoss.
Björn Sigurbjörnsson er væntanlegur á Selfoss. vísir/hulda margrét

Björn Sigurbjörnsson hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Selfoss í fótbolta. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við félagið.

Björn hefur verið aðstoðarmaður Elísabetar Gunnarsdóttur hjá Kristianstad í Svíþjóð undanfarin tíu ár. Eiginkona Björns, Sif Atladóttir, leikur með liðinu.

Auk þess að vera aðstoðarþjálfari Kristianstad hefur Björn starfað við þjálfun yngri flokka hjá félaginu.

„Ég er rosalega spenntur fyrir því að koma á Selfoss og hefja störf þar. Selfoss er félag sem passar vel við mínar hugmyndir sem þjálfari, félagið hefur metnað fyrir því að koma eins mörgum uppöldum leikmönnum og hægt er upp í meistaraflokkinn og búa til góða blöndu af uppöldum leikmönnum og aðkomuleikmönnum. Það er mikil gróska í bæjarlífinu og íþróttalífinu á Selfossi, þannig að það eru vonandi mjög spennandi tímar framundan,“ segir Björn í fréttatilkynningu frá Selfossi.

Björn tekur við Selfossi af Alfreð Elíasi Jóhannssyni sem hætti hjá félaginu í haust eftir fimm ára starf. Selfoss endaði í 4. sæti Pepsi Max-deildar kvenna á síðasta tímabili.


Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×