Íslenski boltinn

Guy Smit semur við Val

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Guy Smit í leik með Leikni í sumar.
Guy Smit í leik með Leikni í sumar. Vísir/Hulda Margrét

Hollenski markvörðurinn Guy Smit er búinn að skrifa undir tveggja ára samning við Val, en hann lék með Leikni seinustu tvö tímabil.

Frá þessu er greint á samfélagsmiðlum Vals, en Smit hjálpaði Leiknismönnum að komast upp í Pepsi Max deildina á seinasta tímabili, og átti svo gott tímabil með liðinu í sumar þegar Leiknir hafnaði í áttunda sæti deildarinnar. 

Hann var sá markvörður í deildinni sem bjargaði flestum mörkum á tímabilinu þegar horft er á tölfræðiþáttinn XG, eða markalíkur.Þessi hollenski markvörður er 25 ára gamall, en hann hefur einnig leikið með NEC og FC Eindhoven í heimalandinu. Eins og fram hefur komið skrifaði Smit undir tveggja ára samning við Valsmenn, en framtíð Hannesar Þórs Halldórssonar, er enn í óvissu.
Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.