Pepsi Max tölur: Guy Smit bjargaði tvöfalt fleiri mörkum en sá næstbesti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. september 2021 13:30 Guy Smit ver skot í lokaleiknum á móti Víkingi. Vísir/Hulda Margrét Nýliðar Leiknis héldu sæti sínu í Pepsi Max deild karla í sumar og það er ekki síst þökk sé hetjudáðum hollenska markvarðarins Guy Smit. Tölfræðin sýnir þetta svart á hvítu. Vísir ætlar að kafa aðeins í tölfræði Wyscout frá nýloknu tímabili í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu en þar má finna margt áhugavert nú þegar síðasti leikurinn hefur verið spilaður í Pepsi Max deild karla 2021. Guy Smit var sá markvörður í deildinni sem bjargaði flestum mörkum með markvörslum sínum samkvæmt úttekt Wyscout. Alls sá Smit til þess að Leiknisliðið fékk á sig 11,8 færri mörk en liðið hefði að öllu eðlilegu átt að fá á sig þegar kemur að markalíkum eða XG eins og það er skammstafað á ensku. Guy Smit fékk á sig 30 mörk í leikjunum 22 en hann varði alls 91 skot eða fleiri en allir markmenn deildarinnar. Smit kom í veg fyrir hálft mark á hverjum níutíu mínútum sem hann spilaði. Sá sem kom í fyrir næstflest mörk var markvörður Keflvíkinga, Sindri Kristinn Ólafsson, sem bjargaði 5,34 mörkum. Þriðji var síðan KA-markvörðurinn Steinþór Már Auðunsson sem bjargaði 5,26 mörkum. Víkingurinn Ingvar Jónsson lék bara sjö leiki en náði samt sjötta sæti listans. Það var aðeins Guy Smit sem bjargaði fleiri mörkum á hverjar níutíu spilaðar mínútur. Á hinum enda töflunnar var síðan HK-markvörðurinn Arnar Freyr Ólafsson sem fékk á sig 8,91 fleiri mörk en hann átti að fá á sig. Á undan honum var Fylkismarkvörðurinn Ólafur Kristófer Helgason sem fékk á sig 4,83 fleiri mörk en markalíkur gáfu tilefni til. Ólafur Kristófer spilaði hins vegar aðeins fimm leiki og kom því ekki vel út á hverjar níutíu spilaðar mínútur. Flestum mörkum bjargað af markvörðum Pepsi Max deildar karla 2021: 1. Guy Smit, Leikni R. 11,75 2. Sindri Kristinn Ólafsson, Keflavík 5,34 3. Steinþór Már Auðunsson, KA 5,26 4. Beitir Ólafsson, KR 3,29 5. Hannes Þór Halldórsson, Val 2,35 6. Ingvar Jónsson, Víkingi 1,74 - Flest varin skot í Pepsi Max deild karla 2021: 1. Guy Smit, Leikni R. 91 2. Sindri Kristinn Ólafsson, Keflavík 90 3. Steinþór Már Auðunsson, KA 79 4. Aron Snær Friðriksson, Fylki 77 5. Beitir Ólafsson, KR 70 5. Hannes Þór Halldórsson, Val 70 Pepsi Max-deild karla Leiknir Reykjavík Tengdar fréttir Pepsi Max tölur: KR-ingar spiluðu 150 mínútur af uppbótatíma í sumar KR-ingar áttu þann leikmann í Pepsi Max deild karla sem spilaði flestar mínútur í sumar og voru það lið sem spilaði flestar mínútur í deildinni af viðbættum þeim tíma sem dómarnir bættu við. 28. september 2021 15:00 Mest lesið Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslag en missir Oumar út Íslenski boltinn Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Fótbolti Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Fleiri fréttir Í beinni: HK - Þróttur | Fyrri leikur í umspili Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslag en missir Oumar út Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Sjá meira
Vísir ætlar að kafa aðeins í tölfræði Wyscout frá nýloknu tímabili í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu en þar má finna margt áhugavert nú þegar síðasti leikurinn hefur verið spilaður í Pepsi Max deild karla 2021. Guy Smit var sá markvörður í deildinni sem bjargaði flestum mörkum með markvörslum sínum samkvæmt úttekt Wyscout. Alls sá Smit til þess að Leiknisliðið fékk á sig 11,8 færri mörk en liðið hefði að öllu eðlilegu átt að fá á sig þegar kemur að markalíkum eða XG eins og það er skammstafað á ensku. Guy Smit fékk á sig 30 mörk í leikjunum 22 en hann varði alls 91 skot eða fleiri en allir markmenn deildarinnar. Smit kom í veg fyrir hálft mark á hverjum níutíu mínútum sem hann spilaði. Sá sem kom í fyrir næstflest mörk var markvörður Keflvíkinga, Sindri Kristinn Ólafsson, sem bjargaði 5,34 mörkum. Þriðji var síðan KA-markvörðurinn Steinþór Már Auðunsson sem bjargaði 5,26 mörkum. Víkingurinn Ingvar Jónsson lék bara sjö leiki en náði samt sjötta sæti listans. Það var aðeins Guy Smit sem bjargaði fleiri mörkum á hverjar níutíu spilaðar mínútur. Á hinum enda töflunnar var síðan HK-markvörðurinn Arnar Freyr Ólafsson sem fékk á sig 8,91 fleiri mörk en hann átti að fá á sig. Á undan honum var Fylkismarkvörðurinn Ólafur Kristófer Helgason sem fékk á sig 4,83 fleiri mörk en markalíkur gáfu tilefni til. Ólafur Kristófer spilaði hins vegar aðeins fimm leiki og kom því ekki vel út á hverjar níutíu spilaðar mínútur. Flestum mörkum bjargað af markvörðum Pepsi Max deildar karla 2021: 1. Guy Smit, Leikni R. 11,75 2. Sindri Kristinn Ólafsson, Keflavík 5,34 3. Steinþór Már Auðunsson, KA 5,26 4. Beitir Ólafsson, KR 3,29 5. Hannes Þór Halldórsson, Val 2,35 6. Ingvar Jónsson, Víkingi 1,74 - Flest varin skot í Pepsi Max deild karla 2021: 1. Guy Smit, Leikni R. 91 2. Sindri Kristinn Ólafsson, Keflavík 90 3. Steinþór Már Auðunsson, KA 79 4. Aron Snær Friðriksson, Fylki 77 5. Beitir Ólafsson, KR 70 5. Hannes Þór Halldórsson, Val 70
Flestum mörkum bjargað af markvörðum Pepsi Max deildar karla 2021: 1. Guy Smit, Leikni R. 11,75 2. Sindri Kristinn Ólafsson, Keflavík 5,34 3. Steinþór Már Auðunsson, KA 5,26 4. Beitir Ólafsson, KR 3,29 5. Hannes Þór Halldórsson, Val 2,35 6. Ingvar Jónsson, Víkingi 1,74 - Flest varin skot í Pepsi Max deild karla 2021: 1. Guy Smit, Leikni R. 91 2. Sindri Kristinn Ólafsson, Keflavík 90 3. Steinþór Már Auðunsson, KA 79 4. Aron Snær Friðriksson, Fylki 77 5. Beitir Ólafsson, KR 70 5. Hannes Þór Halldórsson, Val 70
Pepsi Max-deild karla Leiknir Reykjavík Tengdar fréttir Pepsi Max tölur: KR-ingar spiluðu 150 mínútur af uppbótatíma í sumar KR-ingar áttu þann leikmann í Pepsi Max deild karla sem spilaði flestar mínútur í sumar og voru það lið sem spilaði flestar mínútur í deildinni af viðbættum þeim tíma sem dómarnir bættu við. 28. september 2021 15:00 Mest lesið Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslag en missir Oumar út Íslenski boltinn Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Fótbolti Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Fleiri fréttir Í beinni: HK - Þróttur | Fyrri leikur í umspili Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslag en missir Oumar út Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Sjá meira
Pepsi Max tölur: KR-ingar spiluðu 150 mínútur af uppbótatíma í sumar KR-ingar áttu þann leikmann í Pepsi Max deild karla sem spilaði flestar mínútur í sumar og voru það lið sem spilaði flestar mínútur í deildinni af viðbættum þeim tíma sem dómarnir bættu við. 28. september 2021 15:00
Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslag en missir Oumar út Íslenski boltinn
Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslag en missir Oumar út Íslenski boltinn