Íslenski boltinn

Hetjan úr hverfinu fram­lengir við Fram

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Jón Þórir Sveinsson (t.v.) ásamt Ásgrími Helga Einarssyni, formanni knattspyrnudeildar Fram.
Jón Þórir Sveinsson (t.v.) ásamt Ásgrími Helga Einarssyni, formanni knattspyrnudeildar Fram. Fram

Jón Þórir Sveinsson, þjálfari karlaliðs Fram í fótbolta, hefur framlengt samning sinn við félagið til ársins 2024. Frá þessu er greint á vefsíðu félagsins.

Jón tók við stjórnartaumunum hjá Fram haustið 2018 og hefur liðið verið í stöðugri uppsveiflu síðan þá. Náði það hápunkti í sumar er liðið fór taplaust í gegnum Lengjudeildina og setti í leiðinni stigamet.

Fram mun því leika í Pepsi Max deild karla sumarið 2022 í fyrsta sinn frá árinu 2014.

„Framundan eru spennandi tímar í efstu deild á nýjum og glæsilegum heimavelli í Úlfarsárdal og það er mikið ánægjuefni að Jón verði áfram við stjórnvölinn á þessum tímamótum í sögu félagsins,“ segir á vef Fram um nýjan samning Jóns.

Jón lék með liðinu við góðan orðstír á sínum tíma og hefur nú náð eftirtektarverðum árangri sem þjálfari liðsins. Hann fær nú traust stjórnar félagsins til að halda áfram því góða verki sem hann hefur unnið frá árinu 2018.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.