Íslenski boltinn

Guð­laugur hættur eftir fall Þróttar úr Lengju­deildinni

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Guðlaugur var ráðinn seint á síðasta ári. Hann hefur nú látið af störfum.
Guðlaugur var ráðinn seint á síðasta ári. Hann hefur nú látið af störfum. Þróttur

Guðlaugur Baldursson mun ekki stýra Þrótti Reykjavík í 2. deild karla í knattspyrnu á næstu leiktíð. Hann tók við liðinu síðasta haust en tókst ekki að afstýra hinu óumflýjanlega, eftir tvö ár þar sem Þróttur lifði á lyginni þá féll liðið niður um deild.

Kemur þetta fram í yfirlýsingu á vef Þróttar. Þar segir að Guðlaugur hafi óskað eftir að láta að störfum.

„Stjórn deildarinnar hefur orðið við þeirri ósk þó hún hefði gjarna vilja vinna með Guðlaugi áfram. Stjórn knattspyrnudeildar vill af þessu tilefni þakka Guðlaugi fyrir afar gott samstarf sem aldrei hefur borið skugga á, góð kynni og mikilvægt framlag til Þróttar,“ segir í yfirlýsingu félagsins.

Þá er Guðlaugi óskað „velfarnaðar í leik og starfi í framtíðinni.“

Einnig segir að Þróttur hafi nú þegar hafið leit að þjálfara til að leiða félagið upp úr 2. deild sumarið 2022.

Þróttur endaði í 11. sæti Lengjudeildar karla í knattspyrnu með 14 stig eftir 22 leiki. Liðið vann fjóra leiki, gerði tvö jafntefli og tapaði 16. Liðið skoraði 39 mörk en fékk á sig 53.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×