Veður

Hvöss norðan­átt með slyddu eða snjó­komu fylgir krappri lægð

Atli Ísleifsson skrifar
Seint í dag dregur þó úr vindi og úrkomu.
Seint í dag dregur þó úr vindi og úrkomu. Vísir/Vilhelm

Kröpp lægð þokast nú til vesturs fyrir norðan land og fylgir henni hvöss norðanátt með slyddu eða snjókomu norðvestantil á landinu. Gular viðvaranir eru í gildi Á Breiðafjarðarsvæðinu, Vestfjörðum og Ströndum og Norðurlandi vestra. Seint í dag dregur þó úr vindi og úrkomu.

Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að norðanáttin verði einnig stíf á Suðvesturlandi, en í öðrum landshlutum verði hægari vindur og þurrt að mestu. Seinnipartinn fer þó að rigna suðaustantil á landinu. Hiti verður á bilinu núll til átta stig, svalast á Vestfjörðum.

„Á morgun gengur svo önnur djúp lægð til vesturs fyrir norðan land. Þá er útlit fyrir norðvestan og vestan 15-23 m/s á norður- og norðvesturlandi með talsverðri snjókomu eða slyddu, og á Vestfjörðum hvessir enn frekar þegar líður á daginn. Á þessum slóðum er því útlit fyrir þunga færð og slæmt ferðaveður. Síðdegis á morgun dregur úr ofankomunni, og úr vindi annað kvöld.

Sunnan- og austanlands verður hins og vegar hægari vindur og rigning eða slydda með köflum,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Spákortið fyrir kl 14 í dag. Hvasst verður á vestan- og norðvestanverðu landinu.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag: Norðvestan og vestan 15-23 m/s og slydda eða snjókoma á N- og NV-landi, og hvessir enn frekar á Vestfjörðum seinnipartinn. Hægari vindur og rigning eða slydda með köflum S- og A-lands. Hiti 0 til 7 stig, mildast SA-til. Dregur úr vindi og úrkomu um kvöldið.

Á miðvikudag: Suðlæg eða breytileg átt 3-10, en 8-15 vestast á landinu fyrri part dags. Skúrir eða slydduél, en úrkomulítið N-lands. Hiti 2 til 7 stig yfir daginn.

Á fimmtudag: Gengur í norðaustan 8-13. Dálítil rigning eða slydda með köflum N- og A-lands, en þurrt um landið SV-vert. Hiti breytist lítið.

Á föstudag, laugardag og sunnudag: Norðan- og norðaustanátt og rigning með köflum um landið N- og A-vert, en úrkomulítið SV-lands. Hiti 4 til 9 stig.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×