Trump stefnir frænku sinni og New York Times Kjartan Kjartansson skrifar 22. september 2021 09:07 Trump hefur um árabil gert allt sem hann getur til að koma í veg fyrir að upplýsingar um fjármál sín verði opinber. AP/LM Otero Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur stefnt bróðurdóttur sinni og New York Times vegna umfjöllunar blaðsins um hvernig Trump-fjölskyldan kom sér undan erfðaskatti. Umfjöllunin byggðist á gögnum sem frænka þáverandi forsetans lét blaðamenn fá. Í frétt New York Times sem birtist árið 2018 var því lýst hvernig Fred Trump, faðir Donalds, hefði gefið honum hundruð milljónir dollara í gegnum tíðina þrátt fyrir að þáverandi forsetinn hefði ítrekað stært sig að því að hafa byggt upp viðskiptaveldi á eigin spýtur. Trump virðist hafa komið sér undan að þurfa að greiða skatt af þeim gjöfum. Þá kom fram að fjölskyldan hefði beitt brögðum til að koma sér hjá því að greiða erfðaskatt þegar auðæfi foreldra Trump færðust til hans og systkina hans. Mary Trump, bróðurdóttir Trump, greindi sjálf frá því að hún hefði veitt New York Times upplýsingarnar í bók sem hún skrifaði um föðurbróður sinn í fyrra. „Lævíslegt ráðabrugg“ frænkunnar og fjölmiðilsins Í stefnu sem lögmenn Donalds Trump lögðu fram í New York saka þeir Mary Trump um að hafa brotið gegn sáttagerð við systkini föður síns með því að birta skattagögn sem hún fékk í tengslum við deilur um auðæfi Freds Trump. Þrír blaðamenn New York Times og blaðið sjálft er sakað um að hafa elt Mary Trump á röndum til að fá hana til að afhenda gögnin þrátt fyrir að blaðamennirnir vissu af því að henni væri það óheimilt samkvæmt sáttagerðinni við Trump-fjölskylduna. Heldur Trump fyrrverandi forseti því ennfremur fram að Mary Trump, blaðamennirnir og dagblaðið hafi verið knúið áfram af „persónulegri andúð“ á sér auk pólitíkur. Saman hafi þau átt í „lævíslegu ráðabruggi“ til að komast yfir leynilegar og afar viðkvæmar upplýsingar sem þau hafi notað til eigin ábata og veita fréttum þeirra „falskt lögmæti“. Trump krefst hundrað milljón dollara í skaðabætur, jafnvirði rúmra þrettán milljarða íslenskra króna. Segir frænda sinn „minnipokamann“ Mary Trump gefur lítið fyrir stefnuna. Byrjað sé að þrengja að honum og hann reyni hvað sem er til þess að beina athyglinni annað. „Ég held að hann sé minnipokamaður [e. loser] og að hann reynir hvað sem er. Þetta er örvænting,“ segir í yfirlýsingu hennar. Talsmaður New York Times lýsti stefnunni sem tilraun til þess að þagga niður í sjálfstæðum fjölmiðlum. Blaðið ætli að taka til öflugra varna í málinu. Lækkuðu skattbyrði sína um hundruð milljóna Gögnin sem Mary Trump afhenti New York Times bentu til að Donald Trump hefði fengið að minnsta kosti 413 milljónir dollara að núvirði frá fasteignaveldi föður síns frá því að hann var ungbarn. Þeir fjármunir hafi að miklu leyti komið til vegna þess að Trump hafi hjálpað foreldrum sínum að skjóta fé undan skatti. Hann og systkini hans hafi stofnað skúffufyrirtæki til að láta milljóna dollara gjafir frá foreldrunum líta úr eins og lögmætir viðskiptagjörningar. Trump hafi hjálpað föður sínum að skjóta milljónum til viðbótar undan skatti og tekið þátt í ráðabruggi til að vanmeta fasteignir foreldra sinna til að draga úr þeim skatti sem greiða þurfti af þeim þegar þær voru færðar í eigu hans og systkina hans. Í staðinn fyrir að greiða 55% erfðaskatt í New York hafi systkinin greitt 5% skatt. Fjölskyldan hafi þannig sparað sér hundruð milljóna dollara skattgreiðslur. Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Sjá meira
Í frétt New York Times sem birtist árið 2018 var því lýst hvernig Fred Trump, faðir Donalds, hefði gefið honum hundruð milljónir dollara í gegnum tíðina þrátt fyrir að þáverandi forsetinn hefði ítrekað stært sig að því að hafa byggt upp viðskiptaveldi á eigin spýtur. Trump virðist hafa komið sér undan að þurfa að greiða skatt af þeim gjöfum. Þá kom fram að fjölskyldan hefði beitt brögðum til að koma sér hjá því að greiða erfðaskatt þegar auðæfi foreldra Trump færðust til hans og systkina hans. Mary Trump, bróðurdóttir Trump, greindi sjálf frá því að hún hefði veitt New York Times upplýsingarnar í bók sem hún skrifaði um föðurbróður sinn í fyrra. „Lævíslegt ráðabrugg“ frænkunnar og fjölmiðilsins Í stefnu sem lögmenn Donalds Trump lögðu fram í New York saka þeir Mary Trump um að hafa brotið gegn sáttagerð við systkini föður síns með því að birta skattagögn sem hún fékk í tengslum við deilur um auðæfi Freds Trump. Þrír blaðamenn New York Times og blaðið sjálft er sakað um að hafa elt Mary Trump á röndum til að fá hana til að afhenda gögnin þrátt fyrir að blaðamennirnir vissu af því að henni væri það óheimilt samkvæmt sáttagerðinni við Trump-fjölskylduna. Heldur Trump fyrrverandi forseti því ennfremur fram að Mary Trump, blaðamennirnir og dagblaðið hafi verið knúið áfram af „persónulegri andúð“ á sér auk pólitíkur. Saman hafi þau átt í „lævíslegu ráðabruggi“ til að komast yfir leynilegar og afar viðkvæmar upplýsingar sem þau hafi notað til eigin ábata og veita fréttum þeirra „falskt lögmæti“. Trump krefst hundrað milljón dollara í skaðabætur, jafnvirði rúmra þrettán milljarða íslenskra króna. Segir frænda sinn „minnipokamann“ Mary Trump gefur lítið fyrir stefnuna. Byrjað sé að þrengja að honum og hann reyni hvað sem er til þess að beina athyglinni annað. „Ég held að hann sé minnipokamaður [e. loser] og að hann reynir hvað sem er. Þetta er örvænting,“ segir í yfirlýsingu hennar. Talsmaður New York Times lýsti stefnunni sem tilraun til þess að þagga niður í sjálfstæðum fjölmiðlum. Blaðið ætli að taka til öflugra varna í málinu. Lækkuðu skattbyrði sína um hundruð milljóna Gögnin sem Mary Trump afhenti New York Times bentu til að Donald Trump hefði fengið að minnsta kosti 413 milljónir dollara að núvirði frá fasteignaveldi föður síns frá því að hann var ungbarn. Þeir fjármunir hafi að miklu leyti komið til vegna þess að Trump hafi hjálpað foreldrum sínum að skjóta fé undan skatti. Hann og systkini hans hafi stofnað skúffufyrirtæki til að láta milljóna dollara gjafir frá foreldrunum líta úr eins og lögmætir viðskiptagjörningar. Trump hafi hjálpað föður sínum að skjóta milljónum til viðbótar undan skatti og tekið þátt í ráðabruggi til að vanmeta fasteignir foreldra sinna til að draga úr þeim skatti sem greiða þurfti af þeim þegar þær voru færðar í eigu hans og systkina hans. Í staðinn fyrir að greiða 55% erfðaskatt í New York hafi systkinin greitt 5% skatt. Fjölskyldan hafi þannig sparað sér hundruð milljóna dollara skattgreiðslur.
Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Sjá meira