Bandaríkin slaka á ferðabanni til landsins Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. september 2021 14:55 Frá JFK-flugvellinum í New York. Spencer Platt/Getty Images) Yfirvöld í Bandaríkjunum munu frá og með nóvember næstkomandi slaka á ferðabanni til landsins sem verið hefur í gildi frá því í mars á síðasta ári. Fullbólusettir íslenskir ferðamenn munu því að öllum líkindum geta ferðast til Bandaríkjanna á ný eftir langt hlé. Reuters greinir frá og hefur eftir Jeff Zients, embættismanni sem heldur utan um viðbrögð yfirvalda í Bandaríkjunum við kórónuveirufaraldrinum. Hvíta húsið hefur einnig staðfest tíðindin. Í frétt Reuters segir að Bandaríkin munu opna á ferðir fullbólusettra ríkisborgara Kína, Indlands, Bretlands og fjölda ríkja Evrópu. Fastlega má gera ráð fyrir að Ísland sé þar á meðal. Munu tilslakanirnar taka gildi snemma í nóvember. Zients segir að ekki sé búið að taka ákvörðun um hvaða bóluefni verði tekin gild í Bandaríkjunum, Sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna muni ákveða það. Þeir sem ferðast til Bandaríkjanna og eru ekki bandarískir ríkisborgarar þurfa að sýna fram á bólusetningu áður en ferðast er til landsins, auk neikvæðrar niðurstöðu úr Covid-19 prófi sem ekki er eldri en þriggja daga. Fullbólusettir farþegar þurfa ekki að fara í sóttkví við komuna til Bandaríkjanna. „Nýja kerfið miðast við einstaklinga, fremur en frá hvaða löndum þeir koma og er þar af leiðandi sterkara kerfi,“ hefur fréttaveitan AP eftir Zients. Ferðabann, með ákveðnum undantekningum þó, hefur verið í gildi fyrir ríkisborgara þessara landa og fleiri, frá og með í mars á síðasta ári þegar Donald Trump, þáverandi forseti Bandaríkjanna, kynnti þrjátíu daga ferðabann í upphafi kórónuveirufaraldursins, svo hefta mætti útbreiðslu veirunnar. Ferðabannið sem er í gildi nú tekur fyrir að nær allir ríkisborgarar annarra landa en Bandaríkjanna sem dvalið hafa í tvær vikur í Bretlandi, hinum 26 Schengen ríkjum (þar með talið Íslandi), Írlandi, Kína, Indlandi, Suður-Afríku, Íran og Brasilíu ferðist til Bandaríkjanna. Bandaríkin Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Joe Biden Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Fleiri fréttir Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Sjá meira
Reuters greinir frá og hefur eftir Jeff Zients, embættismanni sem heldur utan um viðbrögð yfirvalda í Bandaríkjunum við kórónuveirufaraldrinum. Hvíta húsið hefur einnig staðfest tíðindin. Í frétt Reuters segir að Bandaríkin munu opna á ferðir fullbólusettra ríkisborgara Kína, Indlands, Bretlands og fjölda ríkja Evrópu. Fastlega má gera ráð fyrir að Ísland sé þar á meðal. Munu tilslakanirnar taka gildi snemma í nóvember. Zients segir að ekki sé búið að taka ákvörðun um hvaða bóluefni verði tekin gild í Bandaríkjunum, Sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna muni ákveða það. Þeir sem ferðast til Bandaríkjanna og eru ekki bandarískir ríkisborgarar þurfa að sýna fram á bólusetningu áður en ferðast er til landsins, auk neikvæðrar niðurstöðu úr Covid-19 prófi sem ekki er eldri en þriggja daga. Fullbólusettir farþegar þurfa ekki að fara í sóttkví við komuna til Bandaríkjanna. „Nýja kerfið miðast við einstaklinga, fremur en frá hvaða löndum þeir koma og er þar af leiðandi sterkara kerfi,“ hefur fréttaveitan AP eftir Zients. Ferðabann, með ákveðnum undantekningum þó, hefur verið í gildi fyrir ríkisborgara þessara landa og fleiri, frá og með í mars á síðasta ári þegar Donald Trump, þáverandi forseti Bandaríkjanna, kynnti þrjátíu daga ferðabann í upphafi kórónuveirufaraldursins, svo hefta mætti útbreiðslu veirunnar. Ferðabannið sem er í gildi nú tekur fyrir að nær allir ríkisborgarar annarra landa en Bandaríkjanna sem dvalið hafa í tvær vikur í Bretlandi, hinum 26 Schengen ríkjum (þar með talið Íslandi), Írlandi, Kína, Indlandi, Suður-Afríku, Íran og Brasilíu ferðist til Bandaríkjanna.
Bandaríkin Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Joe Biden Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Fleiri fréttir Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Sjá meira