Réttarhöld hafin í milljóna króna skaðabótamáli vegna Ischgl Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. september 2021 14:09 Frá Ischgl í Austurríki sem iðaði af lífi þegar kórónuveirufaraldurinn fór á fullt. Fólk frá öllum hornum Evrópu skemmti sér saman og hélt svo heim, margir hverjir smitaðir af kórónuveirunni. Vísir/EPA Réttarhöld hófust í dag í Vín þar sem til skoðunar er hve seint austurrísk yfirvöld brögðust við útbreiðslu kórónuveirunnar í skíðabæjum á borð við Ischgl. Málshefjendur segja hæg viðbrögð hafa orðið til þess að fjöldi fólks fékk Covid-19 og lét í sumum tilfellum lífið. Ekkja og sonur 72 ára gamals Austurríkismanns krefjast eitt hundrað þúsund evra í skaðabætur, jafnvirði 15 milljóna íslenskra króna, í skaðabætur frá austurríska ríkinu. Um er að ræða prófmál fyrir hópmálsókn þar sem fleiri hundruð manns tilheyra sem veiktust eftir að hafa sýkst í kjölfar skíðaferðar til Ischgl í febrúar og mars 2020. Neytendasamtökin í Austurríki styðja málið og segjast opin fyrir því að semja um skaðabæturnar. Útbreiðsla veirunnar í Ischgl, sem er vinsæll skíðabær í Austurríki, og hæg viðbrögð eru talin ein helsta ástæða þess hve hratt veiran breiddist út um heim allan. Sjálfstæð rannsókn sem ráðist var í í fyrra komst að þeirri niðurstöðu að yfirvöld í Týrol hefðu lokað skíðasvæðinu of seint eftir að ljóst mátti vera að hve alvarleg staðan var. Rannsakendur fundu þó ekki sönnunargögn þess efnis að þrýstingur pólitísks eða efnahagslegs eðlis hefðu spilað rullu. Talið er að sextán Íslendingar hafi smitast af veirunni í bænum í upphafi faraldursins. Sumir þeirra eru hluti af hópmálsókninni. Fram hefur komið að íslensk sóttvarnayfirvöld vöruðu yfirvöld í Austurríki við stöðunni eftir að smit á Íslandi sýndu tengsl við skíðasvæðið. „Yfirvöld brugðust með því að stöðva ekki fólk frá því að heimsækja eða yfirgefa Paznaun-dalinn, eða í það minnsta gefa út viðvörun,“ sagði Alexander Klauser, lögmaður stefnenda. Þannig hafi þúsundir yfirgefið svæðið óhindrað á meðan annar eins fjöldi mætti á svæðið ómeðvitað hvað gengi á. „Apre-skíðakrárnar gátu haft opið dálítið lengur. Meira að segja þegar þeim var sagt að loka þá var ekki gengið á eftir þeim skipunum.“ Lögreglan hafi fylgst með mannlífinu á börunum án þess að grípa inn í. Austurríki Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Flauta barþjóns sögð ástæða mikillar útbreiðslu veirunnar í Ischgl Flauta sem gekk manna í millum á vinsælum apres ski bar í austurríska skíðabænum Ischgl er sögð skýra mikinn fjölda kórónuveirusmita sem rakin eru til bæjarins. 15. mars 2020 19:41 Stefna austurrísku ríkisstjórninni vegna smitanna í Ischgl Neytendasamtök í Austurríki hafa stefnt þarlendum stjórnvöldum fyrir að hafa brugðist of hægt við hópsýkingu kórónuveiru sem kom upp í skíðabænum Ischgl í vetur. 23. september 2020 16:30 Sennilega orðin „gegnsýrð af veirunni“ í lok rútuferðarinnar Ferðamenn sem dvöldu í skíðabænum Ischgl í Austurríki í mars síðastliðnum bera sóttvarnayfirvöldum á svæðinu afar illa söguna. 5. september 2020 22:33 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Sjá meira
Ekkja og sonur 72 ára gamals Austurríkismanns krefjast eitt hundrað þúsund evra í skaðabætur, jafnvirði 15 milljóna íslenskra króna, í skaðabætur frá austurríska ríkinu. Um er að ræða prófmál fyrir hópmálsókn þar sem fleiri hundruð manns tilheyra sem veiktust eftir að hafa sýkst í kjölfar skíðaferðar til Ischgl í febrúar og mars 2020. Neytendasamtökin í Austurríki styðja málið og segjast opin fyrir því að semja um skaðabæturnar. Útbreiðsla veirunnar í Ischgl, sem er vinsæll skíðabær í Austurríki, og hæg viðbrögð eru talin ein helsta ástæða þess hve hratt veiran breiddist út um heim allan. Sjálfstæð rannsókn sem ráðist var í í fyrra komst að þeirri niðurstöðu að yfirvöld í Týrol hefðu lokað skíðasvæðinu of seint eftir að ljóst mátti vera að hve alvarleg staðan var. Rannsakendur fundu þó ekki sönnunargögn þess efnis að þrýstingur pólitísks eða efnahagslegs eðlis hefðu spilað rullu. Talið er að sextán Íslendingar hafi smitast af veirunni í bænum í upphafi faraldursins. Sumir þeirra eru hluti af hópmálsókninni. Fram hefur komið að íslensk sóttvarnayfirvöld vöruðu yfirvöld í Austurríki við stöðunni eftir að smit á Íslandi sýndu tengsl við skíðasvæðið. „Yfirvöld brugðust með því að stöðva ekki fólk frá því að heimsækja eða yfirgefa Paznaun-dalinn, eða í það minnsta gefa út viðvörun,“ sagði Alexander Klauser, lögmaður stefnenda. Þannig hafi þúsundir yfirgefið svæðið óhindrað á meðan annar eins fjöldi mætti á svæðið ómeðvitað hvað gengi á. „Apre-skíðakrárnar gátu haft opið dálítið lengur. Meira að segja þegar þeim var sagt að loka þá var ekki gengið á eftir þeim skipunum.“ Lögreglan hafi fylgst með mannlífinu á börunum án þess að grípa inn í.
Austurríki Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Flauta barþjóns sögð ástæða mikillar útbreiðslu veirunnar í Ischgl Flauta sem gekk manna í millum á vinsælum apres ski bar í austurríska skíðabænum Ischgl er sögð skýra mikinn fjölda kórónuveirusmita sem rakin eru til bæjarins. 15. mars 2020 19:41 Stefna austurrísku ríkisstjórninni vegna smitanna í Ischgl Neytendasamtök í Austurríki hafa stefnt þarlendum stjórnvöldum fyrir að hafa brugðist of hægt við hópsýkingu kórónuveiru sem kom upp í skíðabænum Ischgl í vetur. 23. september 2020 16:30 Sennilega orðin „gegnsýrð af veirunni“ í lok rútuferðarinnar Ferðamenn sem dvöldu í skíðabænum Ischgl í Austurríki í mars síðastliðnum bera sóttvarnayfirvöldum á svæðinu afar illa söguna. 5. september 2020 22:33 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Sjá meira
Flauta barþjóns sögð ástæða mikillar útbreiðslu veirunnar í Ischgl Flauta sem gekk manna í millum á vinsælum apres ski bar í austurríska skíðabænum Ischgl er sögð skýra mikinn fjölda kórónuveirusmita sem rakin eru til bæjarins. 15. mars 2020 19:41
Stefna austurrísku ríkisstjórninni vegna smitanna í Ischgl Neytendasamtök í Austurríki hafa stefnt þarlendum stjórnvöldum fyrir að hafa brugðist of hægt við hópsýkingu kórónuveiru sem kom upp í skíðabænum Ischgl í vetur. 23. september 2020 16:30
Sennilega orðin „gegnsýrð af veirunni“ í lok rútuferðarinnar Ferðamenn sem dvöldu í skíðabænum Ischgl í Austurríki í mars síðastliðnum bera sóttvarnayfirvöldum á svæðinu afar illa söguna. 5. september 2020 22:33