Íslenski boltinn

Sjáðu bragðgóða markasúpu sumarsins

Sindri Sverrisson skrifar
Agla María Albertsdóttir skoraði glæsileg mörk í sumar og Blikakonur skoruðu flest mörk allra liða á tímabilinu.
Agla María Albertsdóttir skoraði glæsileg mörk í sumar og Blikakonur skoruðu flest mörk allra liða á tímabilinu. vísir/Hulda Margrét

Snilldarvippur, þrumuskot og snyrtilegar afgreiðslur eru meðal þess sem sjá má í syrpu með mörgum af bestu mörkunum úr Pepsi Max-deild kvenna árið 2021.

Tímabilinu lauk á sunnudaginn og í Pepsi Max mörkunum á Stöð 2 Sport var búið að taka saman markasyrpu sumarsins sem sjá má hér að neðan.

Klippa: Markasyrpa sumarsins í Pepsi Max-deild kvenna

Selfyssingurinn Brenna Lovera skoraði flest mörk í Pepsi Max-deildinni í sumar eða alls 13 og vann því gullskóinn, eftir harða baráttu við Öglu Maríu Albertsdóttur úr Breiðabliki og Valskonuna Elínu Mettu Jensen.

Agla María skoraði 12 mörk og Elín Metta 11 en hvorugri þeirra tókst að nýta sér það að Lovera næði ekki að skora í síðustu tveimur umferðunum, til að krækja í gullskóinn.

Silfurlið Breiðabliks skoraði flest mörk í sumar eða 59 talsins í 18 umferðum. Íslandsmeistarar Vals skoruðu 52 mörk og Þróttur, sem endaði í 3. sæti, skoraði 36 mörk á leiktíðinni.


Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.