Íslenski boltinn

Byrjaði bara tvo deildarleiki í sumar en bjó samt til tíu Valsmörk

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fanndís Friðriksdóttir er jafnan hrókur alls fagnaðar í sínum liðum utan vallar og innan vallar sýndi hún styrk sinn seinni hluta sumar.
Fanndís Friðriksdóttir er jafnan hrókur alls fagnaðar í sínum liðum utan vallar og innan vallar sýndi hún styrk sinn seinni hluta sumar. Vísir/Hulda Margrét

Fanndís Friðriksdóttir þurfti ekki margar mínútur í Pepsi Max deildinni í fótbolta í sumar til að brjóta tíu marka múrinn.

Fanndís eignaðist dótturina Elísu í febrúarmánuði en kom svo inn í Valsliðið um mitt sumar. Hún átti mikinn þátt í því að Valsliðið endurheimti Íslandsmeistararatitilinn og skoraði mögulega eitt mikilvægasta mark sumarsins.

Markið mikilega kom á móti ÍBV í 13. umferð í byrjun ágúst en fyrir vikið náðu Valskonur fjögurra stiga forystu á Blika fyrir seinni „úrslitaleik“ liðanna í sumar. Pressan var fyrir vikið öll á Blikunum sem urðu að vinna leikinn.

Fanndís tók reyndar þátt í tólf af átján deildarleikjum Valsliðsins en spilaði samt aðeins í samtals 147 mínútur í þeim fyrstu tíu. Fanndís byrjaði síðan inn á í tveimur lokaleikjum Valsliðsins.

Alls spilaði Fanndís 354 mínútur í Pepsi deildinni í sumar en á þessum tíma tókst henni að búa til tíu mörk. Hún skoraði fjögur sjálf og átti að auki sex stoðsendingar.

Fanndís skoraði eitt mark og gaf tvær stoðsendingar í lokaumferðinni og komast þar yfir tíu marka múrinn.

Þetta þýðir jafnframt að hún var að búa til mark fyrir Valsliðið í sumar á 35,4 mínútna fresti og að þrátt fyrir að spila aðeins 22 prósent leiktímans náð náði hún að koma með beinum hætti að rétt tæplega fimmtungi marka Valsliðsins í deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×