Ronaldo „busaður“ kvöldið fyrir fyrsta leikinn með Man. United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. september 2021 11:00 Cristiano Ronaldo fagnar marki fyrir Manchester United á móti Newcastle United um helgina. AP/Rui Vieira Það þarf ekki að kynna neinn fyrir Cristiano Ronaldo en hann þurfti þó að kynna sjálfan sig fyrir nýju liðsfélögunum í Manchester United. Ronaldo snéri aftur á Old Trafford um helgina og skoraði tvívegis í sínum fyrsta leik með United liðinu síðan 2009. Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, henti honum beint inn í byrjunarliðið og portúgalska goðsögnin launaði honum með tveimur mörkum. Solskjær var kátur eftir leik og sagði frá því að Ronaldo var í raun „busaður“ af nýju liðsfélögunum sínum kvöldið fyrir fyrsta leikinn með United. Ole Gunnar Solskjaer reveals what Cristiano Ronaldo said during Man Utd initiationhttps://t.co/woOu0AD0ys pic.twitter.com/ySRPKx6paU— Mirror Football (@MirrorFootball) September 11, 2021 Liðsfélagar létu Ronaldo nefnilega standa upp fyrir framan allt liðið og kynna sig fyrir öllum hópnum sem er náttúrulega mjög fyndið enda þarna á ferðinni einn frægasti íþróttamaður heims. „Allir sem koma inn í liðið okkar þurfa að standa upp, kynna sig og segja frá sjálfum sér. Það þekktu kannski ekki allir nafnið hans en þeir gera það örugglega núna,“ sagði Ole Gunnar mjög léttur eftir Newcastle leikinn. ESPN segir frá. „Hann sagðist heita Cristiano og þar með er það upptalið sem ég er tilbúinn að gefa upp af ræðunni hans,“ sagði Solskjær. „Andrúmsloftið í kringum félagið hefur verið rafmagnað og stuðningsmennirnir hafa notið síðustu tíu daga. Það voru miklar væntingar gerðar til liðsins í dag og hann olli ekki vonbrigðum,“ sagði Solskjær. „Cristiano lyftir öllum upp. Hann fær alla til að einbeita sér og setur kröfur á sjálfan sig sem síðan setur pressu á liðsfélaga hans og okkur sem stjórna. Það er þessa vegna sem hann hefur afrekað svona mikið á sínum ferli,“ sagði Solskjær. He s too old.""The Premier League is too fast.""He's not what Man United need. Never write off Ronaldo pic.twitter.com/tYejE1DglK— ESPN FC (@ESPNFC) September 11, 2021 „Hann hefur vissulega þróast sem leikmaður og er allt annar leikmaður en þegar hann var hér síðast. Hann er samt miskunnarlaus og magnaður markaskorari. Hann er mun betri fótboltamaður en þegar hann var hér. Hann þefar uppi stóru stundirnar í leikjum og veit hvenær á að mæta í vítateiginn. Mér fannst hann spila mjög þroskaðan leik,“ sagði Solskjær. „Ronaldo viðurkenndi í viðtölum að hann hafi verið stressaður fyrir leikinn. Þetta var ótrúlegt. Ég var svo stressaður í byrjun leiks. Ég bjóst ekki við að þeir myndu syngja nafnið mitt allan tímann. Það sást kannski ekki að ég var stressaður en ég sver að svo var raunin. Þetta voru ótrúlegar móttökur en ég er mættur hingað til að vinna leiki og hjálpa liðinu,“ sagði Cristiano Ronaldo. „Þetta var lygileg stund. Ég vildi spila vel og sýna að ég gæti hjálpað liðinu. Þessi klúbbur er magnaður og ég er svo stoltur. Ég ætla að gera allt til að gera alla stolta af mér,“ sagði Ronaldo. Enski boltinn Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjá meira
Ronaldo snéri aftur á Old Trafford um helgina og skoraði tvívegis í sínum fyrsta leik með United liðinu síðan 2009. Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, henti honum beint inn í byrjunarliðið og portúgalska goðsögnin launaði honum með tveimur mörkum. Solskjær var kátur eftir leik og sagði frá því að Ronaldo var í raun „busaður“ af nýju liðsfélögunum sínum kvöldið fyrir fyrsta leikinn með United. Ole Gunnar Solskjaer reveals what Cristiano Ronaldo said during Man Utd initiationhttps://t.co/woOu0AD0ys pic.twitter.com/ySRPKx6paU— Mirror Football (@MirrorFootball) September 11, 2021 Liðsfélagar létu Ronaldo nefnilega standa upp fyrir framan allt liðið og kynna sig fyrir öllum hópnum sem er náttúrulega mjög fyndið enda þarna á ferðinni einn frægasti íþróttamaður heims. „Allir sem koma inn í liðið okkar þurfa að standa upp, kynna sig og segja frá sjálfum sér. Það þekktu kannski ekki allir nafnið hans en þeir gera það örugglega núna,“ sagði Ole Gunnar mjög léttur eftir Newcastle leikinn. ESPN segir frá. „Hann sagðist heita Cristiano og þar með er það upptalið sem ég er tilbúinn að gefa upp af ræðunni hans,“ sagði Solskjær. „Andrúmsloftið í kringum félagið hefur verið rafmagnað og stuðningsmennirnir hafa notið síðustu tíu daga. Það voru miklar væntingar gerðar til liðsins í dag og hann olli ekki vonbrigðum,“ sagði Solskjær. „Cristiano lyftir öllum upp. Hann fær alla til að einbeita sér og setur kröfur á sjálfan sig sem síðan setur pressu á liðsfélaga hans og okkur sem stjórna. Það er þessa vegna sem hann hefur afrekað svona mikið á sínum ferli,“ sagði Solskjær. He s too old.""The Premier League is too fast.""He's not what Man United need. Never write off Ronaldo pic.twitter.com/tYejE1DglK— ESPN FC (@ESPNFC) September 11, 2021 „Hann hefur vissulega þróast sem leikmaður og er allt annar leikmaður en þegar hann var hér síðast. Hann er samt miskunnarlaus og magnaður markaskorari. Hann er mun betri fótboltamaður en þegar hann var hér. Hann þefar uppi stóru stundirnar í leikjum og veit hvenær á að mæta í vítateiginn. Mér fannst hann spila mjög þroskaðan leik,“ sagði Solskjær. „Ronaldo viðurkenndi í viðtölum að hann hafi verið stressaður fyrir leikinn. Þetta var ótrúlegt. Ég var svo stressaður í byrjun leiks. Ég bjóst ekki við að þeir myndu syngja nafnið mitt allan tímann. Það sást kannski ekki að ég var stressaður en ég sver að svo var raunin. Þetta voru ótrúlegar móttökur en ég er mættur hingað til að vinna leiki og hjálpa liðinu,“ sagði Cristiano Ronaldo. „Þetta var lygileg stund. Ég vildi spila vel og sýna að ég gæti hjálpað liðinu. Þessi klúbbur er magnaður og ég er svo stoltur. Ég ætla að gera allt til að gera alla stolta af mér,“ sagði Ronaldo.
Enski boltinn Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjá meira