Þær eru miklu sterkari en þær sýndu í dag Sverrir Mar Smárason skrifar 12. september 2021 17:00 Vilhjálmur Kári var sáttur með 6-1 sigur í dag. Vísir/Hulda Margrét Vilhjálmur Kári, þjálfari Breiðabliks, var að vonum sáttur með 6-1 sinna stelpna á öflugu liði Þróttar R. í lokaumferð Pepsi-Max deild kvenna í dag. „Mér fannst þetta bara flottur leikur hjá stelpunum. Fannst þær spila bara nokkuð vel miðað við erfiðar aðstæður. Það er ekkert auðvelt að spila í svona veðri en mér fannst við bara ná fínu spili, góðum mörkum og fínum leik. Gott að enda þetta svona,“ sagði Vilhjálmur. Agla María Albertsdóttur átti frábæran leik í dag, lagði upp þrjú mörk og skoraði eitt. Með fleiri mörkum í dag hefði hún getað nælt sér í gullskóinn. „Agla María er náttúrulega búin að vera frábær í sumar og það sem mér finnst kannski einkenna hennar leik er að hún er mikið að leggja upp og mikið að búa til. Það er ekki allt bara fengið með því að vera markadrottning. Hún er náttúrulega bæði búin að skora mikið og hún er búin að leggja upp mörg mörk þannig að það er bara frábær eiginleiki að gera hvoru tveggja og það gerir hana að þessum leikmanni sem hún er. Hún er einn besti leikmaðurinn í deildinni,“ sagði Vilhjálmur um Öglu Maríu. Nýlega tilkynnti Vilhjálmur að hann myndi hætta sem þjálfari Breiðabliks eftir tímabilið en það er ekki búið enn. Næst á dagskrá er úrslitaleikur í Mjólkurbikarnum og í kjölfarið fyrsta riðlakeppnin í Meistaradeild kvenna. „Lýst bara mjög vel á þetta. Það er frábært að fara í bikarúrslitin en það verður mjög erfiður leikur á móti sterku Þróttaraliði. Þær áttu ekki mjög góðan leik í dag fannst mér, þær eru miklu sterkari en þær sýndu í dag. Það verður mjög erfiður og spennandi leikur reikna ég með,“ sagði Vilhjálmur um bikarúrslitin og bætti svo við „það verður mjög spennandi (drátturinn í Meistaradeildinni á morgun), maður verður við skjáinn. Við erum með okkar fulltrúa, Úlla Hinriks, á staðnum en við fylgjumst bara með hér og verður mjög spennandi að sjá á móti hvaða liðum við erum að fara að spila,“ sagði Vilhjálmur að lokum um Meistaradeildina. Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Þróttur Reykjavík Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum Sport „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Fleiri fréttir Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Sjá meira
„Mér fannst þetta bara flottur leikur hjá stelpunum. Fannst þær spila bara nokkuð vel miðað við erfiðar aðstæður. Það er ekkert auðvelt að spila í svona veðri en mér fannst við bara ná fínu spili, góðum mörkum og fínum leik. Gott að enda þetta svona,“ sagði Vilhjálmur. Agla María Albertsdóttur átti frábæran leik í dag, lagði upp þrjú mörk og skoraði eitt. Með fleiri mörkum í dag hefði hún getað nælt sér í gullskóinn. „Agla María er náttúrulega búin að vera frábær í sumar og það sem mér finnst kannski einkenna hennar leik er að hún er mikið að leggja upp og mikið að búa til. Það er ekki allt bara fengið með því að vera markadrottning. Hún er náttúrulega bæði búin að skora mikið og hún er búin að leggja upp mörg mörk þannig að það er bara frábær eiginleiki að gera hvoru tveggja og það gerir hana að þessum leikmanni sem hún er. Hún er einn besti leikmaðurinn í deildinni,“ sagði Vilhjálmur um Öglu Maríu. Nýlega tilkynnti Vilhjálmur að hann myndi hætta sem þjálfari Breiðabliks eftir tímabilið en það er ekki búið enn. Næst á dagskrá er úrslitaleikur í Mjólkurbikarnum og í kjölfarið fyrsta riðlakeppnin í Meistaradeild kvenna. „Lýst bara mjög vel á þetta. Það er frábært að fara í bikarúrslitin en það verður mjög erfiður leikur á móti sterku Þróttaraliði. Þær áttu ekki mjög góðan leik í dag fannst mér, þær eru miklu sterkari en þær sýndu í dag. Það verður mjög erfiður og spennandi leikur reikna ég með,“ sagði Vilhjálmur um bikarúrslitin og bætti svo við „það verður mjög spennandi (drátturinn í Meistaradeildinni á morgun), maður verður við skjáinn. Við erum með okkar fulltrúa, Úlla Hinriks, á staðnum en við fylgjumst bara með hér og verður mjög spennandi að sjá á móti hvaða liðum við erum að fara að spila,“ sagði Vilhjálmur að lokum um Meistaradeildina. Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Þróttur Reykjavík Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum Sport „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Fleiri fréttir Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Sjá meira