Engin myndbandsdómgæsla í úrvalsdeild kvenna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. september 2021 16:01 Emma Hayes, þjálfari Englandsmeistara Chelsea, vill sjá myndbandsdómgæslu í ensku úrvalsdeildinni. Catherine Ivill/Getty Images Emma Hayes, þjálfari Englandsmeistara Chelsea, vill sjá myndbandsdómgæslu tekna upp í úrvalsdeild kvenna í fótbolta á Englandi eftir umdeild mark Arsenal í 3-2 sigri gegn hennar liði um liðna helgi. Enska úrvalsdeildin hófst á stórleik Chelsea og Arsenal. Leikurinn var frábær skemmtun en Englandsmeistarar Chelsea lutu í gras, lokatölur 3-2 Arsenal í vil. Hayes var ekki sátt með markið sem Beth Mead skoraði fyrir Arsenal í leiknum og taldi að það hefði ekki fengið að standa ef myndbandsdómgæsla, VAR, væri notuð í úrvalsdeild kvenna líkt og úrvalsdeild karla á Englandi. Samkvæmt frétt Sky Sports er enska knattspyrnusambandið ekki á þeim buxunum að setja upp samskonar kerfi og þekkist karla megin. Hayes finnst það skrítið sökum þess að umfjöllun um deildina hefur aldrei verið meiri. „Með því að setja leikina okkar á Sky fær það fólk til að spyrja sig af hverju það er ekki VAR á þessum leikjum. Við erum að gera lítið úr leiknum okkar.“ „Við erum orðin vön VAR og marklínutækni, að það sé ekki til staðar í kvennaboltanum lætur mér líða eins og annars flokks þjóðfélagsþegn,“ sagði Hayes í viðtali eftir leik. There are no plans for the introduction of VAR in the Women's Super League despite criticism from Chelsea boss Emma Hayes.— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 6, 2021 Ástæðan sem gefin er fyrir því að ekki sé hægt að setja upp VAR í úrvalsdeild kvenna sé sú að þar spili liðin flest á heimavöllum karlaliða sem eru í National-deildinni, fimmtu efstu deild Englands. Þar sé einfaldlega ekki aðstaða til að setja VAR upp. Samkvæmt Sky telja félögin og deildin sjálf að kostnaður við uppsetningu VAR of mikill á þessu stigi þróunar kvennaboltans í Englandi. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Enski boltinn Fyrrum hlaupastjarna ákærð fyrir morð Sport Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Fótbolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Sjá meira
Enska úrvalsdeildin hófst á stórleik Chelsea og Arsenal. Leikurinn var frábær skemmtun en Englandsmeistarar Chelsea lutu í gras, lokatölur 3-2 Arsenal í vil. Hayes var ekki sátt með markið sem Beth Mead skoraði fyrir Arsenal í leiknum og taldi að það hefði ekki fengið að standa ef myndbandsdómgæsla, VAR, væri notuð í úrvalsdeild kvenna líkt og úrvalsdeild karla á Englandi. Samkvæmt frétt Sky Sports er enska knattspyrnusambandið ekki á þeim buxunum að setja upp samskonar kerfi og þekkist karla megin. Hayes finnst það skrítið sökum þess að umfjöllun um deildina hefur aldrei verið meiri. „Með því að setja leikina okkar á Sky fær það fólk til að spyrja sig af hverju það er ekki VAR á þessum leikjum. Við erum að gera lítið úr leiknum okkar.“ „Við erum orðin vön VAR og marklínutækni, að það sé ekki til staðar í kvennaboltanum lætur mér líða eins og annars flokks þjóðfélagsþegn,“ sagði Hayes í viðtali eftir leik. There are no plans for the introduction of VAR in the Women's Super League despite criticism from Chelsea boss Emma Hayes.— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 6, 2021 Ástæðan sem gefin er fyrir því að ekki sé hægt að setja upp VAR í úrvalsdeild kvenna sé sú að þar spili liðin flest á heimavöllum karlaliða sem eru í National-deildinni, fimmtu efstu deild Englands. Þar sé einfaldlega ekki aðstaða til að setja VAR upp. Samkvæmt Sky telja félögin og deildin sjálf að kostnaður við uppsetningu VAR of mikill á þessu stigi þróunar kvennaboltans í Englandi.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Enski boltinn Fyrrum hlaupastjarna ákærð fyrir morð Sport Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Fótbolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Sjá meira