Guðni Þór: Með þennan vilja er hægt að gera allt Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. september 2021 16:38 Guðni Þór Einarsson, þjálfari Tindastóls, segir að sigur liðsins á Selfossi í dag hafi verið verðskuldaður.. Vísir/Hulda Margrét Guðni Þór Einarsson, þjálfari Tindastóls, var eðlilega sáttur með 3-1 sigur liðsins gegn Selfyssingum á Jáverk-vellinum í dag. Liðið heldur enn í veika von um að halda sæti sínu í Pepsi Max deildinni á næsta tímabili, en Guðni segir sigurinn í dag hafa verið verðskuldaðan. „Tilfinningin eftir leik er bara ofboðslega góð og ég er bara virkilega, virkilega stoltur af mínu liði í dag,“ sagði Guðni að leik loknum. „Við lögðum mikla vinnu í leikinn og stelpurnar skildu allt eftir úti á velli og við lögðum öll spilin á borðið. Þetta var verðskuldaður sigur.“ Önnur úrslit í dag þýða það að Tindastóll þarf að vinna lokaleik tímabilsins og treysta á önnur úrslit til að eiga möguleika á að halda sér í Pepsi Max deildinni á markatölunni einni. Guðni segir að liðið muni berjast fram á síðustu stundu. „Við munum allavega selja okkur dýrt. Við berjumst til síðasta lokaflauts og munum gera okkar besta og sjáum svo hverju það skilar okkur í næsta leik. Við mætum til leiks og gerum okkar besta.“ Seinasti leikur tímabilsins hjá Tindastól er heimaleikur gegn Stjörnunni. Guðni segir að undirbúningurinn fyrir þann leik verði svipaður og fyrir leikinn í dag. „Það er bara sama og í dag. Við þurfum bara að mæta með sömu stemningu og sama hugarfar og í þennan leik. Með þennan vilja er hægt að gera allt.“ Nokkuð var um tafir í seinni hálfleik í leik dagsins og sigurmark Tindastóls kom ekki fyrr en á níundu mínútu uppbótartíma. Fram að því höfðu Selfyssingar þjarmað að gestunum og voru líklegar til að jafna leikinn, en Guðni segist hafa verið nokkuð rólegur. „Við bjuggumst við að Selfyssingar myndu koma dýrvitlausar inn í seinni hálfleikinn. Þær færðu sig framar á völlinn sem þýddi það að það opnaðist pláss á bakvið sem við nýttum okkur frábærlega og Aldís gerði góð mörk hérna í lokin.“ „Við vorum þéttar en Selfossliðið er gott. Þær voru til alls líklegar til að jafna hérna en við náðum að loka vel fyrir sem ég er ánægður með og þetta var verðskuldaður sigur að mínu mati,“ sagði Guðni að lokum. Fótbolti Pepsi Max-deild kvenna Tindastóll Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - Tindastóll 1-3 | Tindastóll heldur í veika von um að bjarga sér frá falli Tindastóll vann gríðarlega mikilvægan 2-1 sigur gegn Selfyssingum í Pepsi Max deild kvenna í dag. Liðið heldur nú í veika von um að halda sæti sínu í deild þeirra bestu þegar aðeins ein umferð er eftir. 4. september 2021 13:16 Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Fleiri fréttir Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Sjá meira
„Tilfinningin eftir leik er bara ofboðslega góð og ég er bara virkilega, virkilega stoltur af mínu liði í dag,“ sagði Guðni að leik loknum. „Við lögðum mikla vinnu í leikinn og stelpurnar skildu allt eftir úti á velli og við lögðum öll spilin á borðið. Þetta var verðskuldaður sigur.“ Önnur úrslit í dag þýða það að Tindastóll þarf að vinna lokaleik tímabilsins og treysta á önnur úrslit til að eiga möguleika á að halda sér í Pepsi Max deildinni á markatölunni einni. Guðni segir að liðið muni berjast fram á síðustu stundu. „Við munum allavega selja okkur dýrt. Við berjumst til síðasta lokaflauts og munum gera okkar besta og sjáum svo hverju það skilar okkur í næsta leik. Við mætum til leiks og gerum okkar besta.“ Seinasti leikur tímabilsins hjá Tindastól er heimaleikur gegn Stjörnunni. Guðni segir að undirbúningurinn fyrir þann leik verði svipaður og fyrir leikinn í dag. „Það er bara sama og í dag. Við þurfum bara að mæta með sömu stemningu og sama hugarfar og í þennan leik. Með þennan vilja er hægt að gera allt.“ Nokkuð var um tafir í seinni hálfleik í leik dagsins og sigurmark Tindastóls kom ekki fyrr en á níundu mínútu uppbótartíma. Fram að því höfðu Selfyssingar þjarmað að gestunum og voru líklegar til að jafna leikinn, en Guðni segist hafa verið nokkuð rólegur. „Við bjuggumst við að Selfyssingar myndu koma dýrvitlausar inn í seinni hálfleikinn. Þær færðu sig framar á völlinn sem þýddi það að það opnaðist pláss á bakvið sem við nýttum okkur frábærlega og Aldís gerði góð mörk hérna í lokin.“ „Við vorum þéttar en Selfossliðið er gott. Þær voru til alls líklegar til að jafna hérna en við náðum að loka vel fyrir sem ég er ánægður með og þetta var verðskuldaður sigur að mínu mati,“ sagði Guðni að lokum.
Fótbolti Pepsi Max-deild kvenna Tindastóll Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - Tindastóll 1-3 | Tindastóll heldur í veika von um að bjarga sér frá falli Tindastóll vann gríðarlega mikilvægan 2-1 sigur gegn Selfyssingum í Pepsi Max deild kvenna í dag. Liðið heldur nú í veika von um að halda sæti sínu í deild þeirra bestu þegar aðeins ein umferð er eftir. 4. september 2021 13:16 Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Fleiri fréttir Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Sjá meira
Leik lokið: Selfoss - Tindastóll 1-3 | Tindastóll heldur í veika von um að bjarga sér frá falli Tindastóll vann gríðarlega mikilvægan 2-1 sigur gegn Selfyssingum í Pepsi Max deild kvenna í dag. Liðið heldur nú í veika von um að halda sæti sínu í deild þeirra bestu þegar aðeins ein umferð er eftir. 4. september 2021 13:16
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn