Enski boltinn

Var drullusama um sjöuna hjá Man. Utd. og kennir Van Gaal um allt

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ángel Di María og „vandamálið“ Louis van Gaal með treyju númer sjö hjá Manchester United sem hafði litla þýðingu fyrir Argentínumanninn.
Ángel Di María og „vandamálið“ Louis van Gaal með treyju númer sjö hjá Manchester United sem hafði litla þýðingu fyrir Argentínumanninn. getty/John Peters

Ángel Di María segir að sér hafi verið drullusama um hina frægu treyju númer sjö hjá Manchester United sem hann klæddist á eina tímabilinu sem hann lék með liðinu. Þá kennir Argentínumaðurinn Louis van Gaal um ófarir sínar hjá United.

United keypti Di María frá Real Madrid sumarið 2014 fyrir tæpar sextíu milljónir punda. Hann fékk treyju númer sjö sem kappar á borð við Eric Cantona, Cristiano Ronaldo, George Best, Bryan Robson og David Beckham klæddust hjá félaginu. Di María segir hins vegar að sjöan hafi ekki skipt hann neinu máli.

„Mér var drullusama um treyju númer sjö. Fyrst um sinn töluðu þeir mikið um hana en þetta var bara treyja,“ sagði Di María.

Stjóri United á eina tímabili Di Marías hjá félaginu var Van Gaal. Argentínumaðurinn ber Hollendingnum ekki vel söguna.

„Vandamálið mitt hjá United var stjórinn. Hann er versti stjóri sem ég hef haft á ferlinum. Ég skoraði kannski eða lagði upp en daginn eftir sýndi hann mér myndbönd af lélegum sendingum,“ sagði Di María.

Hann lék 32 leiki fyrir United í öllum keppnum og skoraði fjögur mörk. Sumarið 2015 var hann svo seldur til Paris Saint-Germain þar sem hann hefur unnið fjölda titla.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.