Stofnandi Theranos segist hafa verið beittur andlegu ofbeldi Kjartan Kjartansson skrifar 31. ágúst 2021 08:46 Elizabeth Holmes í alríkisdómshúsi í Kaliforníu árið 2019. Hún er sökuð um að blekkja fjárfesta, lækna og sjúklinga með loforðum sem engin innistæða var fyrir. Vísir/Getty Elizabeth Holmes, stofnandi blóðrannsóknafyrirtækisins Theranos, heldur því fram að forseti fyrirtækisins og þáverandi kærasti hennar hafi beitt hana andlegu ofbeldi. Þau eru bæði ákærð fyrir stórfelld svik og blekkingar. Theranos og Holmes voru hafin upp til skýja þegar hún boðaði byltingu í blóðprufum og rannsóknum. Holmes hélt því fram að tækni sem fyrirtækið þróaði gerði mögulegt að gera hundruð mismunandi rannsókna með aðeins einum blóðdropa. Varð hún að stjörnu í Sílikondal í Bandaríkjunum og var henni jafnvel líkt við Steve Jobs, stofnanda tæknirisans Apple. Tæknin stóð þó aldrei undir digurbarkalegum yfirlýsingum Holmes sem hætti í Stanford-háskóla til að stofna sprotafyrirtækið þegar hún var nítján ára gömul. Theranos dó drottni sínum þegar hún og Ramesh „Sunny“ Balwani, forseti fyrirtækisins, voru bæði ákærð fyrir að blekkja fjárfesta, lækna og sjúklinga með fölskum loforðum. Holmes og Balwani voru par á sínum tíma. Nú segir Reuters-fréttastofan að í greinargerð sem lögmenn Holmes lögðu fram í máli hennar haldi hún því fram að Balwani hafi beitt sig andlegu ofbeldi á tímabilinu sem svikin fóru fram. Það skipti máli varðandi spurningar um hvort að Holmes hafi vitað af því að upplýsingar um fjárhag Theranos sem fjárfestar og aðrir fengu í hendur væru rangar. Holmes er sögð ætla að saka Balwani um að hafa stjórnað sér með ofbeldinu. Balwani hafnaði ásökununum í greinargerð sem lögmenn hans lögðu fyrir. Réttar verður yfir Holmes og Balwani hvort í sínu lagi. Lögmenn Holmes hafa sagt að þeir ætli að kalla til sérfræðing í sálfræðilegum afleiðingum ofbeldis og áfalla sem vitni þegar réttarhöldin yfir henni hefjast. Bandaríkin Erlend sakamál Elizabeth Holmes og Theranos Tengdar fréttir Hluti af ákærum á hendur stofnanda Theranos felldur niður Stjórnendur nýsköpunarfyrirtækisins umdeilda sæta enn ákæra fyrir svik í tengslum við blóðprufubúnað. 12. febrúar 2020 14:00 Lögmenn stofnanda Theranos vilja losna við hann Holmes var stjórstjarna í nýsköpunarbransanum á sínum tíma en stjarna hennar féll í skugga ásakana um meiriháttar svik og pretti hjá Theranos. 7. október 2019 09:14 Sú sem var sögð næsti Steve Jobs greiðir sekt vegna blekkinga Frumkvöðlar sem ætla sér að breyta iðnaði verða að segja fjárfestum sannleikann, segir sú sem fór fyrir málinu gegn þessum frumkvöðli. 14. mars 2018 23:57 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Sjá meira
Theranos og Holmes voru hafin upp til skýja þegar hún boðaði byltingu í blóðprufum og rannsóknum. Holmes hélt því fram að tækni sem fyrirtækið þróaði gerði mögulegt að gera hundruð mismunandi rannsókna með aðeins einum blóðdropa. Varð hún að stjörnu í Sílikondal í Bandaríkjunum og var henni jafnvel líkt við Steve Jobs, stofnanda tæknirisans Apple. Tæknin stóð þó aldrei undir digurbarkalegum yfirlýsingum Holmes sem hætti í Stanford-háskóla til að stofna sprotafyrirtækið þegar hún var nítján ára gömul. Theranos dó drottni sínum þegar hún og Ramesh „Sunny“ Balwani, forseti fyrirtækisins, voru bæði ákærð fyrir að blekkja fjárfesta, lækna og sjúklinga með fölskum loforðum. Holmes og Balwani voru par á sínum tíma. Nú segir Reuters-fréttastofan að í greinargerð sem lögmenn Holmes lögðu fram í máli hennar haldi hún því fram að Balwani hafi beitt sig andlegu ofbeldi á tímabilinu sem svikin fóru fram. Það skipti máli varðandi spurningar um hvort að Holmes hafi vitað af því að upplýsingar um fjárhag Theranos sem fjárfestar og aðrir fengu í hendur væru rangar. Holmes er sögð ætla að saka Balwani um að hafa stjórnað sér með ofbeldinu. Balwani hafnaði ásökununum í greinargerð sem lögmenn hans lögðu fyrir. Réttar verður yfir Holmes og Balwani hvort í sínu lagi. Lögmenn Holmes hafa sagt að þeir ætli að kalla til sérfræðing í sálfræðilegum afleiðingum ofbeldis og áfalla sem vitni þegar réttarhöldin yfir henni hefjast.
Bandaríkin Erlend sakamál Elizabeth Holmes og Theranos Tengdar fréttir Hluti af ákærum á hendur stofnanda Theranos felldur niður Stjórnendur nýsköpunarfyrirtækisins umdeilda sæta enn ákæra fyrir svik í tengslum við blóðprufubúnað. 12. febrúar 2020 14:00 Lögmenn stofnanda Theranos vilja losna við hann Holmes var stjórstjarna í nýsköpunarbransanum á sínum tíma en stjarna hennar féll í skugga ásakana um meiriháttar svik og pretti hjá Theranos. 7. október 2019 09:14 Sú sem var sögð næsti Steve Jobs greiðir sekt vegna blekkinga Frumkvöðlar sem ætla sér að breyta iðnaði verða að segja fjárfestum sannleikann, segir sú sem fór fyrir málinu gegn þessum frumkvöðli. 14. mars 2018 23:57 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Sjá meira
Hluti af ákærum á hendur stofnanda Theranos felldur niður Stjórnendur nýsköpunarfyrirtækisins umdeilda sæta enn ákæra fyrir svik í tengslum við blóðprufubúnað. 12. febrúar 2020 14:00
Lögmenn stofnanda Theranos vilja losna við hann Holmes var stjórstjarna í nýsköpunarbransanum á sínum tíma en stjarna hennar féll í skugga ásakana um meiriháttar svik og pretti hjá Theranos. 7. október 2019 09:14
Sú sem var sögð næsti Steve Jobs greiðir sekt vegna blekkinga Frumkvöðlar sem ætla sér að breyta iðnaði verða að segja fjárfestum sannleikann, segir sú sem fór fyrir málinu gegn þessum frumkvöðli. 14. mars 2018 23:57