Viðskipti erlent

Lögmenn stofnanda Theranos vilja losna við hann

Kjartan Kjartansson skrifar
Holmes var stjórstjarna í nýsköpunarbransanum á sínum tíma en stjarna hennar féll í skugga ásakana um meiriháttar svik og pretti hjá Theranos.
Holmes var stjórstjarna í nýsköpunarbransanum á sínum tíma en stjarna hennar féll í skugga ásakana um meiriháttar svik og pretti hjá Theranos. Vísir/Getty

Þrír lögmenn sem hafa varið Elizabeth Holmes, stofnanda nýsköpunarfyrirtækisins Theranos, hafa farið fram á að vera leystir frá máli hennar vegna þess að hún hafi ekki greitt þeim í heilt ár. Holmes, sem eitt sinn var sögð yngsta konan til að verða milljarðamæringur, er sökuð um meiriháttar svik.Holmes og Theranos fóru með himinskautum á tímabili þegar hún hét því að fyrirtækið myndi umbylta blóðprufum þannig að hægt yrði að gera þær á örskömmum tíma með aðeins einum blóðdropa. Lítil innistæða reyndist þó fyrir fullyrðingum Holmes og Theranos um ágæti vöru þeirra.Eftir að ásakanir komu fram á hendur Theranos árið 2015 fjaraði hratt undan því sem leiddi til þess að fyrirtækinu var lokað í fyrra. Holmes var jafnframt ákærð fyrir fjársvik og gæti átt yfir höfði sér allt að tuttugu ára fangelsisvist.Lögfræðingarnir þrír sem nú vilja segja skilið við Holmes hafa varið hana fyrir hópmálsókn neytenda sem saka hana, Theranos og lyfjaverslanarisann Walgreens um meiriháttar svik, að sögn Washington Post. Holmes og Theranos gerðu milljarða dollara samning við Walgreens um að bjóða upp á blóðprufur þrátt fyrir að tækni fyrirtækisins virkaði ekki.Þá eru Holmes og fyrirtækin tvö sökuð um að hafa beitt neytendur ofbeldi með því að taka blóð úr þeim á „fölskum forsendum“.Í beiðni sem lögfræðingarnir sendu dómara í málinu til að krefjast þess að vera leystir undan skyldum sínum segja þeir að Holmes hafi ekki greitt þeim í meira en ár. Í ljósi fjárhagsstöðu hennar búist þeir ekki við að Holmes geti nokkru sinni greitt þeim fyrir störf þeirra.


Tengdar fréttir

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.