Erlent

Fyrsta dauðsfallið á Nýja-Sjálandi sem tengt er bóluefninu frá Pfizer

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Stjórnvöld á Nýja-Sjálandi hafa verið lofuð fyrir aðgerðir sínar en engu að síður eru aðeins 23 prósent þjóðarinnar fullbólusett.
Stjórnvöld á Nýja-Sjálandi hafa verið lofuð fyrir aðgerðir sínar en engu að síður eru aðeins 23 prósent þjóðarinnar fullbólusett. epa/Bianca de Marchi

Yfirvöld á Nýja-Sjálandi hafa tilkynnt um fyrsta dauðsfallið sem er talið tengjast bólusetningu með Covid-19 bóluefninu frá Pfizer. Eftirlitsnefnd segir konuna líklega hafa látist af völdum hjartavöðvabólgu í kjölfar bólusetningar.

Nefndin segir aðra undirliggjandi þætti mögulega hafa átt þátt í dauða konunnar og ekki hefur verið gefinn út formlegur úrskurður um dánarorsök. Nefndin segir hins vegar líklegt að dauðsfallið megi rekja til bólusetningarinnar.

Aldur konunnar hefur ekki verið gefinn upp.

Evrópskir eftirlitsaðilar segja hjartavöðvabólgu afar sjaldgæfa aukaverkun bólusetningar gegn Covid-19 og að ávinningurinn af bólusetningu sé mun meiri en áhættan.

Meðal einkenna hjartavöðvabólgu eru nýtilkominn brjóstverkur, mæði og óeðlilegur hjartsláttur. Þeim sem upplifa þessi einkenni í kjölfar bólusetningar er ráðlagt að leita tafarlaust til læknis.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.