Telja miklar líkur á annarri hryðjuverkaárás Kjartan Kjartansson skrifar 29. ágúst 2021 07:13 Afganskur faðir réttir breskum hermanni barnið sitt við flugvöllinn í Kabúl. Þúsundir Afgana hafa reynt að flýja land undan stjórn talibana en ljóst er að ekki komast allir burt sem vilja. AP/Bandaríkjaher Joe Biden Bandaríkjaforseti segir mjög líklegt að reynt verði að fremja aðra hryðjuverkaárás í Kabúl á næstu sólarhringum. Hann boðar áframhaldandi loftárásir á Ríki íslams sem lýsti yfir ábyrgð á sjálfsmorðssprengjuárásinni sem felldi á annað hundrað manns á fimmtudag. Bandarískt herlið á að fara farið frá Afganistan eftir tuttugu ára veru á þriðjudag. Enn er verið að flytja burt erlenda ríkisborgara og Afgana sem eru taldir í sérstakri hættu nú þegar talibanar hafa tekið völdin í landinu. Liðsmenn hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams í Afganistan notfærðu sér örvæntingu Afgana að komast úr landi og gerðu sjálfsmorðssprengjuárás í mannþröng sem reyndi að komast inn á alþjóðaflugvöllinn í Kabúl á fimmtudag. Talið er að allt að 170 manns hafi fallið, langflestir Afganar en einnig þrettán bandarískir hermenn. Þegar Biden ræddi við fréttamenn í Washington-borg í gær sagði miklar líkur á annarri hryðjuverkaárás. Utanríkisráðuneyti hans segir sértækar og trúverðugar upplýsingar um ógnina til staðar, að sögn AP-fréttastofunnar. Það gaf út öryggisviðvörun snemma í morgun og ráðlagði fólki að yfirgefa flugvallarsvæðið strax. Bandaríkjaher gerði drónaárás á liðsmenn ISIS-K, eins og deild hryðjuverkasamtakanna í Afganistan kallast, á aðfaranótt laugardags. Fullyrti hann að tveir liðsmenn samtakanna hefðu fallið. Biden sagði að árásin yrði ekki sú síðasta. „Við ætlum að halda áfram að elta uppi hverja þá sem áttu þátt í þessari svívirðilegu árás og láta þá gjalda þess,“ sagði forsetinn í yfirlýsingu. Afganistan Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir Óvíst hvað staðan í Kabúl þýðir fyrir flóttafólk frá Afganistan Vonir milljóna manna í Afganistan um að komast úr landinu dvína hratt, nú þegar loftbrúin er að lokast og Talíbanar náð tökum á stærstum hluta flugvallarins. Stjórnvöld víða um heim segjast miður sín yfir að þurfa að skilja fólk eftir. 28. ágúst 2021 16:31 Tvær afganskar fjölskyldur komnar og fleiri á leiðinni Tvær afganskar konur sem stunduðu nám í Jafnréttisskólanum Gró á Íslandi eru komnar til landsins með fjölskyldum sínum. Utanríkisráðuneytið veit af fjórum Afgönum til viðbótar sem eru á leiðinni til landsins. 28. ágúst 2021 13:16 Svöruðu hryðjuverkunum í Kabúl með drónaárás á Ríki íslams Bandaríkjaher gerði drónaárás á hryðjuverkasamtökin Ríki íslams í Afganistan í nótt til þess að hefna fyrir hryðjuverkaárásina sem var gerð við flugvöllinn í Kabúl á fimmtudag. Vestrænt herlið býr sig undir möguleikanna á frekari hryðjuverkum. 28. ágúst 2021 07:55 Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Fleiri fréttir Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Sjá meira
Bandarískt herlið á að fara farið frá Afganistan eftir tuttugu ára veru á þriðjudag. Enn er verið að flytja burt erlenda ríkisborgara og Afgana sem eru taldir í sérstakri hættu nú þegar talibanar hafa tekið völdin í landinu. Liðsmenn hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams í Afganistan notfærðu sér örvæntingu Afgana að komast úr landi og gerðu sjálfsmorðssprengjuárás í mannþröng sem reyndi að komast inn á alþjóðaflugvöllinn í Kabúl á fimmtudag. Talið er að allt að 170 manns hafi fallið, langflestir Afganar en einnig þrettán bandarískir hermenn. Þegar Biden ræddi við fréttamenn í Washington-borg í gær sagði miklar líkur á annarri hryðjuverkaárás. Utanríkisráðuneyti hans segir sértækar og trúverðugar upplýsingar um ógnina til staðar, að sögn AP-fréttastofunnar. Það gaf út öryggisviðvörun snemma í morgun og ráðlagði fólki að yfirgefa flugvallarsvæðið strax. Bandaríkjaher gerði drónaárás á liðsmenn ISIS-K, eins og deild hryðjuverkasamtakanna í Afganistan kallast, á aðfaranótt laugardags. Fullyrti hann að tveir liðsmenn samtakanna hefðu fallið. Biden sagði að árásin yrði ekki sú síðasta. „Við ætlum að halda áfram að elta uppi hverja þá sem áttu þátt í þessari svívirðilegu árás og láta þá gjalda þess,“ sagði forsetinn í yfirlýsingu.
Afganistan Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir Óvíst hvað staðan í Kabúl þýðir fyrir flóttafólk frá Afganistan Vonir milljóna manna í Afganistan um að komast úr landinu dvína hratt, nú þegar loftbrúin er að lokast og Talíbanar náð tökum á stærstum hluta flugvallarins. Stjórnvöld víða um heim segjast miður sín yfir að þurfa að skilja fólk eftir. 28. ágúst 2021 16:31 Tvær afganskar fjölskyldur komnar og fleiri á leiðinni Tvær afganskar konur sem stunduðu nám í Jafnréttisskólanum Gró á Íslandi eru komnar til landsins með fjölskyldum sínum. Utanríkisráðuneytið veit af fjórum Afgönum til viðbótar sem eru á leiðinni til landsins. 28. ágúst 2021 13:16 Svöruðu hryðjuverkunum í Kabúl með drónaárás á Ríki íslams Bandaríkjaher gerði drónaárás á hryðjuverkasamtökin Ríki íslams í Afganistan í nótt til þess að hefna fyrir hryðjuverkaárásina sem var gerð við flugvöllinn í Kabúl á fimmtudag. Vestrænt herlið býr sig undir möguleikanna á frekari hryðjuverkum. 28. ágúst 2021 07:55 Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Fleiri fréttir Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Sjá meira
Óvíst hvað staðan í Kabúl þýðir fyrir flóttafólk frá Afganistan Vonir milljóna manna í Afganistan um að komast úr landinu dvína hratt, nú þegar loftbrúin er að lokast og Talíbanar náð tökum á stærstum hluta flugvallarins. Stjórnvöld víða um heim segjast miður sín yfir að þurfa að skilja fólk eftir. 28. ágúst 2021 16:31
Tvær afganskar fjölskyldur komnar og fleiri á leiðinni Tvær afganskar konur sem stunduðu nám í Jafnréttisskólanum Gró á Íslandi eru komnar til landsins með fjölskyldum sínum. Utanríkisráðuneytið veit af fjórum Afgönum til viðbótar sem eru á leiðinni til landsins. 28. ágúst 2021 13:16
Svöruðu hryðjuverkunum í Kabúl með drónaárás á Ríki íslams Bandaríkjaher gerði drónaárás á hryðjuverkasamtökin Ríki íslams í Afganistan í nótt til þess að hefna fyrir hryðjuverkaárásina sem var gerð við flugvöllinn í Kabúl á fimmtudag. Vestrænt herlið býr sig undir möguleikanna á frekari hryðjuverkum. 28. ágúst 2021 07:55