Telur Chelsea sigurstranglegt en Liverpool stefna á alla titla Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. ágúst 2021 16:31 Alisson segir Liverpool stefna á að vinna allt galleríið, Catherine Ivill/Getty Images Alisson, markvörður Liverpool, telur Chelsea eitt sigurstranglegasta lið ensku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir. Hann segir Liverpool samt sem áður stefna á að vinna alla bikara sem í boði eru. Markvörðurinn var til tals á Sky Sport þar sem hann fór yfir stórleik helgarinnar en seinni partinn á laugardag tekur Liverpool á móti Chelsea á Anfield. Bæði lið hafa unnið tvo fyrstu leiki sína í ensku úrvalsdeildinni og má reikna með hörkuleik. #LFC goalkeeper Alisson Becker thinks Saturday's match with #CFC is an early showdown between two of the leading contenders for the Premier League title. — Sky Sports News (@SkySportsNews) August 26, 2021 Alisson segir meiri ógn stafa af Chelsea í ár en á síðustu leiktíð þar sem Romelu Lukaku er genginn í raðir Chelsea á nýjan leik. Markvörðurinn segir hins vegar að Liverpool-liðið sé einnig sterkara þar sem Virgil van Dijk er snúinn aftur eftir erfið meiðsli. „Hann gefur okkur sjálfstraust með gæðum sínum og áhrifum innan vallar. Hann gefur okkur mjög mikið varnar- og sóknarlega. Í síðasta leik (gegn Burnley) átti hann frábæra sendingu á Harvey Elliott sem bjó til seinna mark leiksins.“ „Ég trúi því að Chelsea sé eitt sigurstranglegasta lið deildarinnar í dag. Þeir sýndu hvað þeir geta með því að sigra Meistaradeild Evrópu á síðustu leiktíð,“ sagði Alisson við Sky. „Við vitum hversu sterkir þeir eru en við erum ekki að einblína of mikið á mótherja okkar. Við verðum að einbeita okkur að okkar spilamennsku og gefa allt sem við eigum.“ Liverpool v Chelsea is going to be SOME game #LIVCHE pic.twitter.com/N8A5NG4wEU— NOW Sport (@NOWSport) August 26, 2021 „Auðvitað viljum við vinna allar keppnir sem við tökum þátt í. Við viljum vinna Meistaradeild Evrópu, ensku úrvalsdeildina, FA bikarin og deildarbikarinn. Það ætti að vera markmið fyrir lið eins og okkur,“ sagði Alisson að lokum. Enski boltinn Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Enski boltinn Fyrrum hlaupastjarna ákærð fyrir morð Sport Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Fótbolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Sjá meira
Markvörðurinn var til tals á Sky Sport þar sem hann fór yfir stórleik helgarinnar en seinni partinn á laugardag tekur Liverpool á móti Chelsea á Anfield. Bæði lið hafa unnið tvo fyrstu leiki sína í ensku úrvalsdeildinni og má reikna með hörkuleik. #LFC goalkeeper Alisson Becker thinks Saturday's match with #CFC is an early showdown between two of the leading contenders for the Premier League title. — Sky Sports News (@SkySportsNews) August 26, 2021 Alisson segir meiri ógn stafa af Chelsea í ár en á síðustu leiktíð þar sem Romelu Lukaku er genginn í raðir Chelsea á nýjan leik. Markvörðurinn segir hins vegar að Liverpool-liðið sé einnig sterkara þar sem Virgil van Dijk er snúinn aftur eftir erfið meiðsli. „Hann gefur okkur sjálfstraust með gæðum sínum og áhrifum innan vallar. Hann gefur okkur mjög mikið varnar- og sóknarlega. Í síðasta leik (gegn Burnley) átti hann frábæra sendingu á Harvey Elliott sem bjó til seinna mark leiksins.“ „Ég trúi því að Chelsea sé eitt sigurstranglegasta lið deildarinnar í dag. Þeir sýndu hvað þeir geta með því að sigra Meistaradeild Evrópu á síðustu leiktíð,“ sagði Alisson við Sky. „Við vitum hversu sterkir þeir eru en við erum ekki að einblína of mikið á mótherja okkar. Við verðum að einbeita okkur að okkar spilamennsku og gefa allt sem við eigum.“ Liverpool v Chelsea is going to be SOME game #LIVCHE pic.twitter.com/N8A5NG4wEU— NOW Sport (@NOWSport) August 26, 2021 „Auðvitað viljum við vinna allar keppnir sem við tökum þátt í. Við viljum vinna Meistaradeild Evrópu, ensku úrvalsdeildina, FA bikarin og deildarbikarinn. Það ætti að vera markmið fyrir lið eins og okkur,“ sagði Alisson að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Enski boltinn Fyrrum hlaupastjarna ákærð fyrir morð Sport Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Fótbolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Sjá meira