Danir mynda bandalag til að stöðva olíu- og gasvinnslu Kjartan Kjartansson skrifar 26. ágúst 2021 12:50 Danir eru sjálfir stórtækir olíuframleiðendur. Þeir hafa þó ákveðið að leyfa ekki frekari vinnslu í Norðursjó og hætta núverandi vinnslu fyrir 2050. Vísir/EPA Stjórnvöld í Danmörku og Kosta Ríka vinna nú saman að því að mynda bandalag þjóða sem eru viljug til að hætta olíu- og gasvinnslu og hætta að gefa út ný leyfi til leitar. Ekki er hægt að ráðast í ný verkefni í jarðefnaeldsneyti ef markmið Parísarsamkomulagsins eiga að nást. Bandalagið sem Danmörk og Kosta Ríka vilja koma á koppinn á að nefnast BOGA (Beyond Oil and Gas Alliance) samkvæmt drögum að stofnskjölum sem Reuters-fréttastofan hefur séð. Meginmarkmið bandalagsins verður að takmarka olíu- og gasframleiðslu í samræmi við það sem þarf til að uppfylla markmið Parísarsamkomulagsins. Ætlunin er að leggja til tímasetningu fyrir bæði þróuð ríki og þróunarríki til að taka úr notkun núverandi olíu- og gasframleiðslu sína. Þá þurfa ríki að skuldbinda sig til þess að hætta við leyfisveitingar fyrir ný olíu- og gasvinnsluverkefni í sinni lögsögu til að vera gjaldgeng í bandalagið. Ríki gætu fengið hálfa aðild að bandalaginu með því að takmarka olíu- og gasframleiðslu, þar á meðal með því að hætta fjármögnun á henni erlendis eða með því að hætta niðurgreiðslum á jarðefnaeldsneyti. Til stendur að kynna bandalagið á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow í Skotlandi í nóvember. Dan Jørgensen, loftslags-og orkumálaráðherra Danmerkur, segir Reuters að viðræður stand yfir við mörg ríki en of snemmt sé að segja hversu mörg þeirra ætli að ganga í bandalagið. Banna frekari vinnslu í Norðursjó Dönsk stjórnvöld ákváðu að banna frekar olíu- og gasvinnslu í Norðursjó og hætta núverandi vinnslu fyrir árið 2050. Olía hefur aldrei verið unnin í Kosta Ríka en þarlend stjórnvöld ætla að leggja til frumvarp um að það verði aldrei gert. Bruni á jarðefnaeldsneyti er aðaluppspretta gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Varað var við því að hnattræn hlýnun gæti náð 1,5°C strax á næsta áratug jafnvel þó að dregið yrði hratt úr losun í nýrri skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar sem kom út fyrr í þessum mánuði. Alþjóðaorkumálastofnunin segir að til þess að markmið Parísarsamkomulagsins um halda hlýnun innan við 1,5-2°C á þessari öld náist megi ekki ráðast í nein ný jarðefnaeldsneytisverkefni neins staðar á jörðinni. Loftslagsmál Danmörk Kosta Ríka Bensín og olía Tengdar fréttir Sæjum árangur róttækra aðgerða fljótt en sumt væri breytt um ókomnar aldir Árangur af því að draga hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda yrði strax merkjanlegur í meðalhita jarðar innan tuttugu ára. Sumar loftslagsbreytingar héldu þó áfram í áratugi og jafnvel árþúsundir jafnvel þó að menn byrjuðu að fjarlægja gróðurhúsalofttegundir úr lofthjúpnum. 15. ágúst 2021 07:00 „Sturlun“ að halda óbreyttum takti í losun Jafnvel þó að losun gróðurhúsalofttegunda nái toppi fyrir miðja öldina og dragist saman um helming fyrir lok hennar færi hnattræn hlýnun vel umfram mörk Parísarsamkomulagsins. Íslenskur loftslagsfræðingur segir það „sturlun“ að halda óbreyttum takti í losun. 11. ágúst 2021 10:24 Megum engan tíma missa Við verðum að stöðva hlýnun Jarðar. Það eru svo sem ekki neinar nýjar fréttir, en skýrsla milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) rennir enn sterkari vísindalegum stoðum undir afleiðingar loftslagsbreytinga og alvarleika þeirra. 9. ágúst 2021 12:30 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Fleiri fréttir Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Sjá meira
Bandalagið sem Danmörk og Kosta Ríka vilja koma á koppinn á að nefnast BOGA (Beyond Oil and Gas Alliance) samkvæmt drögum að stofnskjölum sem Reuters-fréttastofan hefur séð. Meginmarkmið bandalagsins verður að takmarka olíu- og gasframleiðslu í samræmi við það sem þarf til að uppfylla markmið Parísarsamkomulagsins. Ætlunin er að leggja til tímasetningu fyrir bæði þróuð ríki og þróunarríki til að taka úr notkun núverandi olíu- og gasframleiðslu sína. Þá þurfa ríki að skuldbinda sig til þess að hætta við leyfisveitingar fyrir ný olíu- og gasvinnsluverkefni í sinni lögsögu til að vera gjaldgeng í bandalagið. Ríki gætu fengið hálfa aðild að bandalaginu með því að takmarka olíu- og gasframleiðslu, þar á meðal með því að hætta fjármögnun á henni erlendis eða með því að hætta niðurgreiðslum á jarðefnaeldsneyti. Til stendur að kynna bandalagið á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow í Skotlandi í nóvember. Dan Jørgensen, loftslags-og orkumálaráðherra Danmerkur, segir Reuters að viðræður stand yfir við mörg ríki en of snemmt sé að segja hversu mörg þeirra ætli að ganga í bandalagið. Banna frekari vinnslu í Norðursjó Dönsk stjórnvöld ákváðu að banna frekar olíu- og gasvinnslu í Norðursjó og hætta núverandi vinnslu fyrir árið 2050. Olía hefur aldrei verið unnin í Kosta Ríka en þarlend stjórnvöld ætla að leggja til frumvarp um að það verði aldrei gert. Bruni á jarðefnaeldsneyti er aðaluppspretta gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Varað var við því að hnattræn hlýnun gæti náð 1,5°C strax á næsta áratug jafnvel þó að dregið yrði hratt úr losun í nýrri skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar sem kom út fyrr í þessum mánuði. Alþjóðaorkumálastofnunin segir að til þess að markmið Parísarsamkomulagsins um halda hlýnun innan við 1,5-2°C á þessari öld náist megi ekki ráðast í nein ný jarðefnaeldsneytisverkefni neins staðar á jörðinni.
Loftslagsmál Danmörk Kosta Ríka Bensín og olía Tengdar fréttir Sæjum árangur róttækra aðgerða fljótt en sumt væri breytt um ókomnar aldir Árangur af því að draga hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda yrði strax merkjanlegur í meðalhita jarðar innan tuttugu ára. Sumar loftslagsbreytingar héldu þó áfram í áratugi og jafnvel árþúsundir jafnvel þó að menn byrjuðu að fjarlægja gróðurhúsalofttegundir úr lofthjúpnum. 15. ágúst 2021 07:00 „Sturlun“ að halda óbreyttum takti í losun Jafnvel þó að losun gróðurhúsalofttegunda nái toppi fyrir miðja öldina og dragist saman um helming fyrir lok hennar færi hnattræn hlýnun vel umfram mörk Parísarsamkomulagsins. Íslenskur loftslagsfræðingur segir það „sturlun“ að halda óbreyttum takti í losun. 11. ágúst 2021 10:24 Megum engan tíma missa Við verðum að stöðva hlýnun Jarðar. Það eru svo sem ekki neinar nýjar fréttir, en skýrsla milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) rennir enn sterkari vísindalegum stoðum undir afleiðingar loftslagsbreytinga og alvarleika þeirra. 9. ágúst 2021 12:30 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Fleiri fréttir Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Sjá meira
Sæjum árangur róttækra aðgerða fljótt en sumt væri breytt um ókomnar aldir Árangur af því að draga hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda yrði strax merkjanlegur í meðalhita jarðar innan tuttugu ára. Sumar loftslagsbreytingar héldu þó áfram í áratugi og jafnvel árþúsundir jafnvel þó að menn byrjuðu að fjarlægja gróðurhúsalofttegundir úr lofthjúpnum. 15. ágúst 2021 07:00
„Sturlun“ að halda óbreyttum takti í losun Jafnvel þó að losun gróðurhúsalofttegunda nái toppi fyrir miðja öldina og dragist saman um helming fyrir lok hennar færi hnattræn hlýnun vel umfram mörk Parísarsamkomulagsins. Íslenskur loftslagsfræðingur segir það „sturlun“ að halda óbreyttum takti í losun. 11. ágúst 2021 10:24
Megum engan tíma missa Við verðum að stöðva hlýnun Jarðar. Það eru svo sem ekki neinar nýjar fréttir, en skýrsla milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) rennir enn sterkari vísindalegum stoðum undir afleiðingar loftslagsbreytinga og alvarleika þeirra. 9. ágúst 2021 12:30