Íslenski boltinn

Guðmann tók í lurginn á samherja sínum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Guðmanni Þórissyni og Herði Inga Gunnarssyni lenti saman í leik FH og Keflavíkur.
Guðmanni Þórissyni og Herði Inga Gunnarssyni lenti saman í leik FH og Keflavíkur. Stöð 2 Sport

Guðmann Þórisson hafði lítinn húmor fyrir því þegar Hörður Ingi Gunnarsson, samherji hans, var að dútla með knöttinn í eigin vítateig gegn Keflavík er liðin mættust í Kaplakrika. Guðmann lét Hörð Inga heyra það og bakvörðurinn svaraði fullum hálsi.

Farið var yfir atvikið í Pepsi Max Stúkunni að leik loknum en honum lauk með markalausu jafntefli.

„Ég ætla aðeins að ræða um varnarmenn FH. Keflvíkingar fengu einhver þrjú færi í einni sókninni,“ sagði Guðmundur Benediktsson áður en farið var yfir sókn Keflvíkinga.

„Hörður Ingi, ég veit ekki hvað hann var að brasa þarna og ég veit um annan sem veit það ekki heldur – Guðmann nennti þessu ekki. Það þurfti hreinlega að stíga inn í og taka Guðmann frá,“ sagði Guðmundur jafnframt er myndir rúlluðu af Pétri Viðarssyni að draga Guðmann í burtu.

Klippa: Stúkan: Rifrildi varnarmanna FH

„Boltinn var kominn í leik en þá sneri hann enn að herði og var aðeins að senda einhverjar pílur þarna,“ bætti Gumm i við.

„Guðmann er eins og fíllinn, hann gleymir ekkert. Ef hann er að skamma einhvern þá heldur hann áfram langt fram á kvöld. Ég er sammála því, þetta átti ekki síður að beinast að Eggerti. Hörður Ingi slökkti á sér, það er alveg ljóst en svo þarf hann bara að hætta. Þetta er búið og það verður að vera hægt að halda áfram með leikinn,“ sagði Atli Viðar Björnsson, fyrrum samherji Guðmanns hjá FH.

„Ég held þeir séu hættir núna,“ sagði Gummi að lokum. 


Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×