Erlent

Talíbanar verða dæmdir af gjörðum sínum

Heimir Már Pétursson skrifar
Biden hyggst ekki framlengja þann tíma sem bandarískir hermenn verða á flugvellinum í Kabúl.
Biden hyggst ekki framlengja þann tíma sem bandarískir hermenn verða á flugvellinum í Kabúl. epa/Yuri Gripas

Joe Biden, forseti Bandaríkjann,a segir að því fyrr sem bandarískar hersveitir verði farnar frá Afganistan því betra. Allt miðaðist við að standa við samkomulag Bandaríkjastjórnar og Talibana um að brottflutningi verði lokið hinn 31. ágúst.

BBC fréttastofan segir að nú þegar hafi hluti hersveita verið fluttur á brott en það hefði ekki áhrif á flutninga annarra frá landinu.

Í gær hefðu tæplega 71 þúsund manns verið flogið frá Kabúl-flugvelli frá því Talibanar náðu höfuðborginni á sitt vald. 

Biden segir Talibana hafa stigið skref til að að hjálpa við brottflutning fólks en alþjóðasamfélagið muni dæma þá af gjörðum þeirra. Enginn muni taka yfirlýsingar þeirra einar og sér trúarlegar.

Forsetinn segir að hætta verði loftbrúnni fljótlega vegna vaxandi ógnar frá liðsmönnum hryðjuverkasamtakanna Íslamska ríkið.


Tengdar fréttir

Mun ekki fresta brott­för frá Afgan­istan

Joe Biden Bandaríkjaforseti segist ekki ætla að fresta endanlegri brottför Bandaríkjahers frá Afganistan þrátt fyrir þrýsting frá leiðtogum sjö helstu iðnríkja heims, G-7. Þann 31. ágúst muni herinn þá hafa lokið störfum sínum í landinu og yfirgefið Afganistan.

Á­kvörðun stjórn­valda von­brigði fyrir af­ganska Ís­lendinga

Ríkisstjórnin samþykkti í dag að taka á móti allt að 120 afgönskum flóttamönnum eftir að Talibanar tóku völdin í landinu. Afganskur Íslendingur sem berst fyrir að fjölskyldum Afgana á Íslandi verði bjargað er ósáttur og segir niðurstöðuna vonbrigði.

Talibanar meina Afgönum brottför frá landinu

Zabihullah Mujahid, talsmaður Talibana, tilkynnti á blaðamannafundi rétt í þessu að afgönskum borgurum verði ekki leyft að fara á flugvöllinn í Kabúl. Hann biðlaði jafnframt til Bandaríkjamanna að hvetja Afgana ekki til að yfirgefa landið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×