Erlent

Mun ekki fresta brott­för frá Afgan­istan

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Biden hyggst ekki fresta brottför Bandaríkjamanna frá Afganistan. 
Biden hyggst ekki fresta brottför Bandaríkjamanna frá Afganistan.  getty/Anna Moneymaker

Joe Biden Bandaríkjaforseti segist ekki ætla að fresta endanlegri brottför Bandaríkjahers frá Afganistan þrátt fyrir þrýsting frá leiðtogum sjö helstu iðnríkja heims, G-7. Þann 31. ágúst muni herinn þá hafa lokið störfum sínum í landinu og yfirgefið Afganistan.

Þetta tilkynnti Biden á blaðamannafundi fyrir stuttu. Undanfarna viku hefur umfangsmikið verkefni staðið yfir hjá Bandaríkjaher að koma öllum bandarískum ríkisborgurum og starfsmönnum hersins úr landinu, frá því að Talibanar tóku þar völd. Fréttastofa AP greinir frá. 

Biden hefur verið beittur miklum þrýstingi af Bretum, Frökkum og Þjóðverjum um að seinka brottför en Talibanar hafa varað við því að verði dvölin framlengd verði afleiðingarnar miklar.

Undanfarna daga hafa Bandaríkjamenn spýtt í fólksflutninginn frá Afganistan eftir því sem staðan þar hefur orðið verri. Fregnir hafa borist af því að Talibanar skjóti á almenning og þúsundir sem hræðast refsingar Talibana reyna að flýja landið.

Nú síðast tilkynntu Talibanar að afgönskum borgurum verði ekki leyft að fara á flugvöllinn í Kabúl. Þá biðlaði talsmaður Talibana til Bandaríkjamanna að hvetja Afgana ekki til að yfirgefa landið.


Tengdar fréttir

Talibanar meina Afgönum brottför frá landinu

Zabihullah Mujahid, talsmaður Talibana, tilkynnti á blaðamannafundi rétt í þessu að afgönskum borgurum verði ekki leyft að fara á flugvöllinn í Kabúl. Hann biðlaði jafnframt til Bandaríkjamanna að hvetja Afgana ekki til að yfirgefa landið.

Þrýst á Biden að fresta brottför þrátt fyrir hótanir Talíbana

Leiðtogar sjö helstu iðnríkjaheims, G-7, funda í dag. Joe Biden forseti Bandaríkjanna er undir miklum þrýstingi frá Bretum, Frökkum og Þjóðverjum að seinka brottför hersveita sinna frá flugvellinum í Kabúl, höfuðborg Afganistans, til að hægt verði að koma fleirum út úr landinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×