Antonio í stuði er West Ham vann tíu leikmenn Leicester

Valur Páll Eiríksson skrifar
West Ham United v Leicester City - Premier League LONDON, ENGLAND - AUGUST 23: Michail Antonio of West Ham United celebrates after scoring their team's fourth goal during the Premier League match between West Ham United and Leicester City at The London Stadium on August 23, 2021 in London, England. (Photo by Michael Regan/Getty Images)
West Ham United v Leicester City - Premier League LONDON, ENGLAND - AUGUST 23: Michail Antonio of West Ham United celebrates after scoring their team's fourth goal during the Premier League match between West Ham United and Leicester City at The London Stadium on August 23, 2021 in London, England. (Photo by Michael Regan/Getty Images) Michael Regan/Getty Images

West Ham United vann 4-1 heimasigur á Leicester City í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í Lundúnum í kvöld. Leicester lék allan síðari hálfleikinn einum manni færri.

Spánverjinn Pablo Fornals kom West Ham í forystu eftir góðan samleik við Said Benrahma um miðjan fyrri hálfleik. Staðan var 1-0 þegar landi hans Ayoze Perez, í liði Leicester, fékk að líta beint rautt spjald á 40. mínútu leiksins.

West Ham var því manni fleiri allan síðari hálfleikinn en Benrahma skoraði annað mark West Ham, eftir stoðsendingu frá Michail Antonio, á 56. mínútu. Belginn Youri Tielemans minnkaði muninn fyrir Leicester á 69. mínútu en nær komust gestirnir ekki.

Antonio skoraði þriðja markið á 80. mínútu og það fjórða á 84. mínútu til að tryggja West Ham 4-1 sigur.

West Ham er þá með sex stig, fullt hús stiga, eftir tvo leiki en Leicester náði ekki að fylgja sínum sigri í fyrstu umferð eftir og er liðið með þrjú stig.

Bein lýsing

Leikirnir
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.