Ensku félögin hvergi hætt: Tottenham og Chelsea stefna á að bæta við sig Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. ágúst 2021 16:00 Adama gæti orðið leikmaður Tottenham á næstu dögum. Getty Images Þó enska úrvalsdeildin sé farin af stað á nýjan leik og mörg lið virðast sátt með leikmannahópa sína þá eru önnur enn að leita að týnda hlekknum til að tryggja gott gengi í vetur. Leikmannahópar knattspyrnuliða eru síbreytilegir og þá sérstaklega á Englandi þar sem gríðarlegir fjármunir eru til staða. Nú þegar tæp ein og hálf vika er til loka félagaskiptagluggans þar í landi er vert að fara yfir hvað gæti gerst á næstu dögum. Háværasta umræðan er auðvitað í kringum enska landsliðsfyrirliðann Harry Kane. Hann er leikmaður Tottenham Hotspur en virðist ekki hafa mikinn áhuga á að spila fyrir félagið og horfir hýru auga til Englandsmeistara Manchester City. Harry Kane is at The Molineux today. Tottenham are still convinced they ll be able to keep Harry at the club this summer - Man City will try again and again, Daniel Levy has always said no. #THFC and here Harry is, today. Spurs team. pic.twitter.com/ULwXhKUuQv— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 22, 2021 Kane er ekki eini framherjinn á markaðnum en Robert Lewandowski því yfir nýverið að hann vildi yfirgefa Þýskalandsmeistara Bayern. Það er þó talið að Lewandwoski verði áfram í herbúðum Bæjara út tímabilið. Einnig eru orðrómar á kreiki um að Cristiano Ronaldo vilji komast frá Juventus. Evrópumeistarar Chelsea hafa loks losað ítalska bakvörðinn Davide Zappacosta en hann hefur verið seldur til Atalanta fyrir tíu milljónir evra. Þá virðist Thomas Thuchel ekki hafa mikla trú á franska miðverðinum Kurt Happy Zouma. Sá er nú orðaður við West Ham United. Talið er að hann muni kosta í kringum 30 milljónir evra. Jules Koundé, landi Zouma, á að fylla skarð hans hjá Chelsea en þessi 22 ára gamli miðvörður ætti að smellpassa inn í þriggja manna vörn Chelsea-liðsins. Chelsea working on outgoings to try again for Jules Koundé as reported yesterday. #CFCIke Ugbo to Genk, done deal for 7.5m. Davide Zappacosta to Atalanta, done deal for 10m. Both permanent moves, medical in the next hours.West Ham are working on Zouma - updates soon.— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 23, 2021 Þá ku Tottenham Hotspur vilja fá hinn öskufljóta Adama Traoré í sínar raðir. Viðræður eru í gangi en það verður að koma í ljós hvort Wolves er til í að selja. Nuno Espírito Santo þjálfaði auðvitað Traoré hjá Wolves áður en hann fór til Tottenham og veit því hvað leikmaðurinn getur. Wolves hefur hins vegar ekki enn skorað mark í ensku úrvalsdeildinni og er ef til vill ekki tilbúið að láta leynivopn sitt af hendi svo glatt. Félagaskiptaglugginn lokar þann 2. september og má búast við að leikmannahópar stærstu liðanna muni breytast eitthvað fram að því. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fleiri fréttir Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjá meira
Leikmannahópar knattspyrnuliða eru síbreytilegir og þá sérstaklega á Englandi þar sem gríðarlegir fjármunir eru til staða. Nú þegar tæp ein og hálf vika er til loka félagaskiptagluggans þar í landi er vert að fara yfir hvað gæti gerst á næstu dögum. Háværasta umræðan er auðvitað í kringum enska landsliðsfyrirliðann Harry Kane. Hann er leikmaður Tottenham Hotspur en virðist ekki hafa mikinn áhuga á að spila fyrir félagið og horfir hýru auga til Englandsmeistara Manchester City. Harry Kane is at The Molineux today. Tottenham are still convinced they ll be able to keep Harry at the club this summer - Man City will try again and again, Daniel Levy has always said no. #THFC and here Harry is, today. Spurs team. pic.twitter.com/ULwXhKUuQv— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 22, 2021 Kane er ekki eini framherjinn á markaðnum en Robert Lewandowski því yfir nýverið að hann vildi yfirgefa Þýskalandsmeistara Bayern. Það er þó talið að Lewandwoski verði áfram í herbúðum Bæjara út tímabilið. Einnig eru orðrómar á kreiki um að Cristiano Ronaldo vilji komast frá Juventus. Evrópumeistarar Chelsea hafa loks losað ítalska bakvörðinn Davide Zappacosta en hann hefur verið seldur til Atalanta fyrir tíu milljónir evra. Þá virðist Thomas Thuchel ekki hafa mikla trú á franska miðverðinum Kurt Happy Zouma. Sá er nú orðaður við West Ham United. Talið er að hann muni kosta í kringum 30 milljónir evra. Jules Koundé, landi Zouma, á að fylla skarð hans hjá Chelsea en þessi 22 ára gamli miðvörður ætti að smellpassa inn í þriggja manna vörn Chelsea-liðsins. Chelsea working on outgoings to try again for Jules Koundé as reported yesterday. #CFCIke Ugbo to Genk, done deal for 7.5m. Davide Zappacosta to Atalanta, done deal for 10m. Both permanent moves, medical in the next hours.West Ham are working on Zouma - updates soon.— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 23, 2021 Þá ku Tottenham Hotspur vilja fá hinn öskufljóta Adama Traoré í sínar raðir. Viðræður eru í gangi en það verður að koma í ljós hvort Wolves er til í að selja. Nuno Espírito Santo þjálfaði auðvitað Traoré hjá Wolves áður en hann fór til Tottenham og veit því hvað leikmaðurinn getur. Wolves hefur hins vegar ekki enn skorað mark í ensku úrvalsdeildinni og er ef til vill ekki tilbúið að láta leynivopn sitt af hendi svo glatt. Félagaskiptaglugginn lokar þann 2. september og má búast við að leikmannahópar stærstu liðanna muni breytast eitthvað fram að því.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fleiri fréttir Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjá meira