Erlent

Þrettán ríki hafa sam­þykkt að taka við af­gönsku flótta­fólki

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Mikil ringulreið hefur verið á flugvellinum í Kabúl undanfarna daga.
Mikil ringulreið hefur verið á flugvellinum í Kabúl undanfarna daga. Getty/Aykut Karadag

Þrettán ríki hafa, að sögn utanríkisráðherra Bandaríkjanna, samþykkt að taka við afgönsku flóttafólki. Ísland er ekki meðal þeirra ríkja enn, en ríkisstjórninni hafa borist tillögur flóttamannanefndar um móttöku flóttafólks frá Afganistan hér á landi.

Tólf ríki til viðbótar við hin þrettán hafa samþykkt að fólk, sem er að flýja Afganistan geti, komið þar við áður en það snýr til lokaáfangastaðar síns.

Ríkin þrettán, sem hafa samþykkt að taka á móti flóttafólki, munu sum aðeins taka á móti þeim tímabundið eins og staðan er í dag. Það gæti þó breyst.

Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti þetta í dag. Ríkin sem hafa samþykkt að taka á móti Afgönum eru: Albanía, Kanada, Kólumbía, Kosta Ríka, Síle, Kósovó, Norður-Makedónía, Mexíkó, Pólland, Katar, Rúanda, Úkraína og Úganda.

Ríkin tólf sem samþykkt hafa að flóttamenn geti haft viðkomu þar eru: Barein, Bretland, Danmörk, Þýskaland, Ítalía, Kasakstan, Kúveit, Katar, Tadsíkistan, Tyrkland, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Úsbekistan.

Þá tóku Spánverjar á móti meira en hundrað manns á flótta frá Afganistan í morgun. Flugvélin sem bar flóttafólkið fór frá Kabúl til Dubai og þaðan til Spánar, en þetta var önnur flugvélin sem Spánverjar taka á móti.

Um borð í vélinni voru 110 manns, þar á meðal afganskar fjölskyldur. Felix Bolanos, ráðherra, tók á móti fólkinu á herflugvellinum í Madríd í morgun.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×