Talibanar sagðir hafa myrt og pyntað þjóðernisminnihluta Kjartan Kjartansson skrifar 20. ágúst 2021 10:44 Hazarar eru af mongólskum og miðasískum uppruna. Þeir eru um 9% afgönsku þjóðarinnar og hafa sætt ofsóknum af hálfu talibana í gegnum tíðina. Þeir eru flestir sjíamúslima en meirihluti Afgana eru sunníar. Vísir/EPA Vígamenn talibana frömdu fjöldamorð og pyntuðu fólk af þjóð hazara í Afganistan í síðasta mánuði, að sögn mannréttindasamtakanna Amnesty International. Vitni segja að þrír menn hafi verið pyntaðir til bana. Frá því að þeir sölsuðu undir sig höfuðborgina Kabúl um síðustu helgi hafa leiðtogar talibana lofað öllu fögru um að þeir vilji aðeins frið og að þeir ætli að virða mannréttindi Afgana. Margir Afganar eru þó fullir efasemda enda minnugir ógnarstjórnar talibana síðast þegar þeir voru við völd frá 1996 til 2001. Amnesty International segist hafa rétt við vitni og séð myndir af fjöldamorði sem talibanar frömdu í Ghazni-héraði í austanverðu Afganistan í byrjun júlí. Þeir hafi myrt níu karlmenn af þjóðflokki hazara, þriðja fjölmennasta þjóðarbrotinu í landinu. Samtökin krefjast þess að Sameinuðu þjóðirnar rannsaki morðin. Þorpsbúar lýsa því að þeir hafi flúið til fjalla þegar sló í brýnu á milli talibana og stjórnarhersins. Þegar þeir sneru aftur heim biðu talibanar sem höfðu farið ránshendi um heimili þeirra eftir þeim. Vitnin segja að talibanarnir hafi skotið sex menn til bana, suma þeirra í höfuðið. Þrír þeirra hafi verið pyntaðir til dauða, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Einn mannanna er sagður hafa verið kyrktur með eigin trefli og aðrir beittir hrottalegu ofbeldi. Agnes Callamard, aðalframkvæmdastjóri Amnesty, segir morðin áminningu um afrekaskrá talibana í gegnum tíðina og hrollvekjandi vísbendingu um hvernig stjórn þeirra í landinu verði. Samtök hennar telja að enn fleiri morð hafi verið framin en frásagnir berist ekki af þeim vegna þess að talibanar hafi víða skemmt fjarskiptasenda. Þúsundir Afgana hafa í örvæntingu reynt að flýja land í þessari viku af ótta við nýja stjórn talibana. Á annan tug þeirra hefur fallið í mannþröng og átökum við alþjóðaflugvöllinn í Kabúl þar sem fólk reyndi að komast um borð í flugvélar með öllum ráðum fyrr í vikunni. Afganistan Mannréttindi Tengdar fréttir Þúsundir freista þess að flýja Talibana Bandaríkjamenn reyna hvað þeir geta til að hraða flutningi á löndum sínum og flóttamönnum frá Afganistan áður en allt bandarískt herlið á að vera að fullu farið frá landinu hinn 31. ágúst. 20. ágúst 2021 10:19 Fara hús úr húsi í leit að skotmörkum Hermenn Talibana í Afganistan fara nú hús úr húsi í Kabúl í leit að einstaklingum sem störfuðu fyrir herlið Atlantshafsbandalagsins eða fyrrverandi ríkisstjórn landsins. 19. ágúst 2021 23:44 Mest lesið Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Frá því að þeir sölsuðu undir sig höfuðborgina Kabúl um síðustu helgi hafa leiðtogar talibana lofað öllu fögru um að þeir vilji aðeins frið og að þeir ætli að virða mannréttindi Afgana. Margir Afganar eru þó fullir efasemda enda minnugir ógnarstjórnar talibana síðast þegar þeir voru við völd frá 1996 til 2001. Amnesty International segist hafa rétt við vitni og séð myndir af fjöldamorði sem talibanar frömdu í Ghazni-héraði í austanverðu Afganistan í byrjun júlí. Þeir hafi myrt níu karlmenn af þjóðflokki hazara, þriðja fjölmennasta þjóðarbrotinu í landinu. Samtökin krefjast þess að Sameinuðu þjóðirnar rannsaki morðin. Þorpsbúar lýsa því að þeir hafi flúið til fjalla þegar sló í brýnu á milli talibana og stjórnarhersins. Þegar þeir sneru aftur heim biðu talibanar sem höfðu farið ránshendi um heimili þeirra eftir þeim. Vitnin segja að talibanarnir hafi skotið sex menn til bana, suma þeirra í höfuðið. Þrír þeirra hafi verið pyntaðir til dauða, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Einn mannanna er sagður hafa verið kyrktur með eigin trefli og aðrir beittir hrottalegu ofbeldi. Agnes Callamard, aðalframkvæmdastjóri Amnesty, segir morðin áminningu um afrekaskrá talibana í gegnum tíðina og hrollvekjandi vísbendingu um hvernig stjórn þeirra í landinu verði. Samtök hennar telja að enn fleiri morð hafi verið framin en frásagnir berist ekki af þeim vegna þess að talibanar hafi víða skemmt fjarskiptasenda. Þúsundir Afgana hafa í örvæntingu reynt að flýja land í þessari viku af ótta við nýja stjórn talibana. Á annan tug þeirra hefur fallið í mannþröng og átökum við alþjóðaflugvöllinn í Kabúl þar sem fólk reyndi að komast um borð í flugvélar með öllum ráðum fyrr í vikunni.
Afganistan Mannréttindi Tengdar fréttir Þúsundir freista þess að flýja Talibana Bandaríkjamenn reyna hvað þeir geta til að hraða flutningi á löndum sínum og flóttamönnum frá Afganistan áður en allt bandarískt herlið á að vera að fullu farið frá landinu hinn 31. ágúst. 20. ágúst 2021 10:19 Fara hús úr húsi í leit að skotmörkum Hermenn Talibana í Afganistan fara nú hús úr húsi í Kabúl í leit að einstaklingum sem störfuðu fyrir herlið Atlantshafsbandalagsins eða fyrrverandi ríkisstjórn landsins. 19. ágúst 2021 23:44 Mest lesið Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Þúsundir freista þess að flýja Talibana Bandaríkjamenn reyna hvað þeir geta til að hraða flutningi á löndum sínum og flóttamönnum frá Afganistan áður en allt bandarískt herlið á að vera að fullu farið frá landinu hinn 31. ágúst. 20. ágúst 2021 10:19
Fara hús úr húsi í leit að skotmörkum Hermenn Talibana í Afganistan fara nú hús úr húsi í Kabúl í leit að einstaklingum sem störfuðu fyrir herlið Atlantshafsbandalagsins eða fyrrverandi ríkisstjórn landsins. 19. ágúst 2021 23:44