Veður

Bongó á Norður- og Austurlandi í næstu viku

Eiður Þór Árnason skrifar
Þetta er ekki í fyrsta skipti í sumar sem Norðlendingar eru heppnari með veður en íbúar á suðvesturhorninu.
Þetta er ekki í fyrsta skipti í sumar sem Norðlendingar eru heppnari með veður en íbúar á suðvesturhorninu. Vísir/Vilhelm

Spáð er allhvassri austanátt syðst á landinu í dag en annars mun hægari vindi. Bjart veður verður norðaustan- og austanlands með hita að 18 til 20 stigum, en skýjað í öðrum landshlutum og fer að rigna seinni partinn, fyrst sunnantil.

Suðlæg átt, gola eða kaldi á morgun. Lítilsháttar væta á Suður- og Vesturlandi, en bjart og áfram hlýtt á norðaustanverðu landinu. Á sunnudag er útlit fyrir ákveðna sunnanátt með rigningu, en líklega verður þurrt norðaustanlands fram á kvöld.

Það hlýnar víðast hvar á landinu þegar líður á næstu viku en sólríkast verður á norðausturhelmingi landsins. Nær hiti hæst 23 til 25 stigum þar á miðvikudag samkvæmt spákorti Veðurstofu Íslands. Minna verður um sól á Suður- og Vesturlandi. Rignir víða um land á mánudag.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á sunnudag: Suðlæg eða breytileg átt 3-10 m/s og súld eða dálítil rigning með köflum, en þurrt og víða bjart á NA- og A-landi. Hiti 11 til 20 stig, hlýjast NA-til.

Á mánudag: Sunnan og suðaustan 5-13 og rigning, en úrkomulítið á NA-verðu landinu. Hiti 12 til 22 stig, hlýjast NA-lands.

Á þriðjudag: Suðlæg eða breytileg átt og dálítil rigning, en víða þurrt síðdegis. Áfram hlýtt í veðri.

Á miðvikudag: Suðaustanátt og léttskýjað, en skýjað S-til og líkur á súld við ströndina. Hiti 12 til 23 stig, hlýjast á N-landi.

Á fimmtudag og föstudag: Sunnanátt og lítilsháttar væta, en bjartviðri NA- og A-lands. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast NA-til.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×