Úrhelli og yfirvofandi aurskriður gera björgunarliði erfitt fyrir Atli Ísleifsson skrifar 17. ágúst 2021 10:48 Búist er við að 25 sentimetra úrkoma muni falla á þeim svæðum sem verst verða úti. Sömuleiðis er óttast að úrhellið komi til með að leiða til aurskriða. Getty Talsmenn haítískra yfirvalda segja tölu látinna vegna skjálftans mikla sem reið yfir á laugardag nú vera komna í 1.419 og þá er vitað um 6.900 manns sem hafi slasast. Ekki er vitað um nákvæman fjölda þeirra sem enn er saknað. Björgunarlið vinnur nú hörðum höndum að því að leita að fólki sem kann að vera grafið í rústum húsa eftir skjálftann og hefur hitabeltisstormurinn Grace sem nú hefur gengið á land gert mönnum erfitt fyrir. Búist er við að 25 sentimetra úrkoma muni falla á þeim svæðum sem verst verða úti. Sömuleiðis er óttast að úrhellið komi til með að leiða til mikilla aurskriða. Á myndskeiðum má sjá mikið úrhelli sem herjað hefur á íbúa á austurhluta eyjunnar Hispanjólu , þar sem Haítí er að finna, og er búist við að leið Grace muni svo liggja yfir skjálftasvæðin á vesturhlutanum. Erfitt gæti reynst að koma birgðum og hjálpargögnum til sumra svæðanna þar sem vegir hafa margir rofnað. Skjálftinn á laugardaginn mældist 7,2 að stærð og fylgdu fjölmargir eftirskjálftar í kjölfarið. Jarðskjálftinn átti upptök sín um 125 kílómetra vestur af Port-au Prince höfuðborg landsins. Um sjö þúsund heimili eru rústir einar og önnur fimm þúsund mikið skemmd. Haítí Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Stormur í kjölfar jarðskjálfta Hitabeltisstormurinn Grace skall á Haítí í gærkvöldi aðeins tveimur dögum eftir öflugan jarðskjálfta sem kostað hefur rúmlega fjórtán hundruð manns lífið. Um sex þúsund manns slösuðust og þúsundir bygginga eyðilögðust. 17. ágúst 2021 06:34 Í kapphlaupi við tímann að ná til nauðstaddra Hjálparstarfsmenn etja nú kapphlaup við tímann til að ná til nauðstaddra eftir jarðskjálftann mikla á Haíti áður en hitabeltisstormur gengur á land í kvöld. Forsætisráðherra landsins segir engan tíma mega missa. 16. ágúst 2021 14:47 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Sjá meira
Björgunarlið vinnur nú hörðum höndum að því að leita að fólki sem kann að vera grafið í rústum húsa eftir skjálftann og hefur hitabeltisstormurinn Grace sem nú hefur gengið á land gert mönnum erfitt fyrir. Búist er við að 25 sentimetra úrkoma muni falla á þeim svæðum sem verst verða úti. Sömuleiðis er óttast að úrhellið komi til með að leiða til mikilla aurskriða. Á myndskeiðum má sjá mikið úrhelli sem herjað hefur á íbúa á austurhluta eyjunnar Hispanjólu , þar sem Haítí er að finna, og er búist við að leið Grace muni svo liggja yfir skjálftasvæðin á vesturhlutanum. Erfitt gæti reynst að koma birgðum og hjálpargögnum til sumra svæðanna þar sem vegir hafa margir rofnað. Skjálftinn á laugardaginn mældist 7,2 að stærð og fylgdu fjölmargir eftirskjálftar í kjölfarið. Jarðskjálftinn átti upptök sín um 125 kílómetra vestur af Port-au Prince höfuðborg landsins. Um sjö þúsund heimili eru rústir einar og önnur fimm þúsund mikið skemmd.
Haítí Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Stormur í kjölfar jarðskjálfta Hitabeltisstormurinn Grace skall á Haítí í gærkvöldi aðeins tveimur dögum eftir öflugan jarðskjálfta sem kostað hefur rúmlega fjórtán hundruð manns lífið. Um sex þúsund manns slösuðust og þúsundir bygginga eyðilögðust. 17. ágúst 2021 06:34 Í kapphlaupi við tímann að ná til nauðstaddra Hjálparstarfsmenn etja nú kapphlaup við tímann til að ná til nauðstaddra eftir jarðskjálftann mikla á Haíti áður en hitabeltisstormur gengur á land í kvöld. Forsætisráðherra landsins segir engan tíma mega missa. 16. ágúst 2021 14:47 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Sjá meira
Stormur í kjölfar jarðskjálfta Hitabeltisstormurinn Grace skall á Haítí í gærkvöldi aðeins tveimur dögum eftir öflugan jarðskjálfta sem kostað hefur rúmlega fjórtán hundruð manns lífið. Um sex þúsund manns slösuðust og þúsundir bygginga eyðilögðust. 17. ágúst 2021 06:34
Í kapphlaupi við tímann að ná til nauðstaddra Hjálparstarfsmenn etja nú kapphlaup við tímann til að ná til nauðstaddra eftir jarðskjálftann mikla á Haíti áður en hitabeltisstormur gengur á land í kvöld. Forsætisráðherra landsins segir engan tíma mega missa. 16. ágúst 2021 14:47