Erlent

Stormur í kjölfar jarðskjálfta

Heimir Már Pétursson skrifar
Konur standa í rigningunni í fjöldahjálparstöð í Les Cayes.
Konur standa í rigningunni í fjöldahjálparstöð í Les Cayes. AP/Joseph Odelyn

Hitabeltisstormurinn Grace skall á Haítí í gærkvöldi aðeins tveimur dögum eftir öflugan jarðskjálfta sem kostað hefur rúmlega fjórtán hundruð manns lífið. Um sex þúsund manns slösuðust og þúsundir bygginga eyðilögðust.

Gífurleg rigning og stormur gengu yfir suðvesturhluta eyríkisins í gærkvöldi og nótt, sem einnig varð harðast úti í jarðskjálftanum. 

Veðurfræðingar vöruðu við því að úrkoman gæti orðið allt að 38 sentimetrar á sumum svæðum. 

Stormurinn gekk meðal annars yfir búðir sem settar voru upp í skyndi fyrir fólk eftir skjálftann og hafði fólk þar ekki í neitt skjól að venda í nótt. 

Bandaríska strandgæslan aðstoðaði í gær við flutning á slösuðu fólki frá Les Cayes í suðvesturhluta landsins, sem varð einna verst úti í skjálftanum, og hefur einnig flutt lækna og hjúkrunarlið ásamt lyfjum til svæðisins.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.