Mynd sýnir þéttpakkaða herflutningavél sem flaug á brott með hátt í sjö hundruð í einu frá Afganistan Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. ágúst 2021 23:31 Flugvél sambærileg þeirri sem flaug með 640 Afgani frá Afganistan á einu bretti. (U.S. Air Force photo/Tech. Sgt. Shane A. Cuomo) Talið er að 640 Afganir hafi komist frá Afganistan á einu bretti um borð í C-17 herflutningavél bandaríska flughersins í gær. Flugmenn vélarinnar tóku þá ákvörðun að taka á loft frekar en að reyna að koma flóttamönnunum úr vélinni sem höfðu skömmu áður fyllt vélina í örvæntingarfullri tilraun til þess að komast burt frá Afganistan. Varnarmálavefurinn Defense One hefur birt mynd, sem sjá má hér að neðan, sem sýnir hversu þéttpökkuð flugvélin, sem alla jafna er nokkuð rúmgóð, var. Í fyrstu var talið að um átta hundruð manns hefðu troðið sér um borð en heimildarmenn Defense One innan stjórnkerfis Bandaríkjanna segja að 640 Afganir hafi verið taldir út úr vélinni á áfangastað. JUST IN: "The Crew made the decision to go" — Inside RCH 871, which saved 640 from the Taliban ... from @TaraCopp and me https://t.co/r4YvGqJZ4b pic.twitter.com/CI1mAmqjHT— Marcus Weisgerber (@MarcusReports) August 16, 2021 Mikil örvænting hefur gripið um sig í Afganistan eftir að Talibanar tóku völdin þar í gær, þegar höfuðborgin Kabúl féll. Margir óttast um örlög sín og hefur flugvöllurinn í Kabúl verið þéttsetinn þar sem fjölmargir hafa reynst að komast um borð í þær flugvélar sem koma nú starfsliði alþjóðastofnana og sendiráða, auk annarra, á brott. Sýna myndir á samfélagsmiðlum meðal annars örvæntingarfullar tilraunir til þess að komast um borð í slíkar vélar. Kabul Airport runway today. No words needed. pic.twitter.com/8SfzEOprUZ— Shiv Aroor (@ShivAroor) August 16, 2021 Svo virðist sem að það sé það sem gerst hafi þegar C-17 flugvélin varð yfirfull af Afgönum samkvæmt vef Defense One. Hefur vefurinn eftir heimildarmönnum sínum að tekin hafi verið ákvörðun um að taka á loft í stað þess að reyna að koma flóttamönnunum úr vélinni. C-17 vélar eru gríðarstórar. Lengd þeirra er 53 metrar, vænghaf 51,75 metrar og stélhæð 16,8 metrar. Tóm vegur vélin um 128 tonn en hámarksþyngd við flugtak rúm 265 tonn. Þess má geta að vél af þessari tegund flaug með hvalinn Keikó til Vestmannaeyja árið 1998. Fréttir af flugi Afganistan Bandaríkin Tengdar fréttir Varði ákvörðunina og skellti skuldinni á ráðamennina sem flúðu Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, varði ákvörðun sína um að draga bandarískt herlið frá Afganistan er hann ávarpaði bandarísku þjóðina í kvöld. Hann segist standa við ákvörðunina en viðurkennir að Talibanar hafi náð völdum hraðar en gert hafði verið ráð fyrir. Það sé hins vegar ráðamönnum í Afganistan að kenna. 16. ágúst 2021 21:41 Talibanar hljómi eins og ótrúverðugur ofbeldismaki sem lofi bót og betrun Íslenskur sérfræðingur sem starfað hefur í Afganistan hefur ekki mikla trú á því að tangarhald Talibana á Afganistan verði mildara en fyrir um tveimur áratugum, líkt og talsmenn Talibana hafa ýjað að. 16. ágúst 2021 20:33 Vitað um sjö íslenska ríkisborgara í Kabúl Íslenskum stjórnvöldum er kunnugt um sjö íslenska ríkisborgara sem staddir eru í Kabúl í Afganistan. 16. ágúst 2021 18:35 Ringulreið og skert réttindi nú þegar Talibanar hafa tekið völdin Mikil ringulreið hefur ríkt á alþjóðaflugvellinum í Kabúl eftir að Talibanar tóku völdin í Afganistan í gær. Öryggis- og varnarmálafræðingur segir borgarbúa hrædda og halda sig heima. 16. ágúst 2021 17:01 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira
Varnarmálavefurinn Defense One hefur birt mynd, sem sjá má hér að neðan, sem sýnir hversu þéttpökkuð flugvélin, sem alla jafna er nokkuð rúmgóð, var. Í fyrstu var talið að um átta hundruð manns hefðu troðið sér um borð en heimildarmenn Defense One innan stjórnkerfis Bandaríkjanna segja að 640 Afganir hafi verið taldir út úr vélinni á áfangastað. JUST IN: "The Crew made the decision to go" — Inside RCH 871, which saved 640 from the Taliban ... from @TaraCopp and me https://t.co/r4YvGqJZ4b pic.twitter.com/CI1mAmqjHT— Marcus Weisgerber (@MarcusReports) August 16, 2021 Mikil örvænting hefur gripið um sig í Afganistan eftir að Talibanar tóku völdin þar í gær, þegar höfuðborgin Kabúl féll. Margir óttast um örlög sín og hefur flugvöllurinn í Kabúl verið þéttsetinn þar sem fjölmargir hafa reynst að komast um borð í þær flugvélar sem koma nú starfsliði alþjóðastofnana og sendiráða, auk annarra, á brott. Sýna myndir á samfélagsmiðlum meðal annars örvæntingarfullar tilraunir til þess að komast um borð í slíkar vélar. Kabul Airport runway today. No words needed. pic.twitter.com/8SfzEOprUZ— Shiv Aroor (@ShivAroor) August 16, 2021 Svo virðist sem að það sé það sem gerst hafi þegar C-17 flugvélin varð yfirfull af Afgönum samkvæmt vef Defense One. Hefur vefurinn eftir heimildarmönnum sínum að tekin hafi verið ákvörðun um að taka á loft í stað þess að reyna að koma flóttamönnunum úr vélinni. C-17 vélar eru gríðarstórar. Lengd þeirra er 53 metrar, vænghaf 51,75 metrar og stélhæð 16,8 metrar. Tóm vegur vélin um 128 tonn en hámarksþyngd við flugtak rúm 265 tonn. Þess má geta að vél af þessari tegund flaug með hvalinn Keikó til Vestmannaeyja árið 1998.
Fréttir af flugi Afganistan Bandaríkin Tengdar fréttir Varði ákvörðunina og skellti skuldinni á ráðamennina sem flúðu Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, varði ákvörðun sína um að draga bandarískt herlið frá Afganistan er hann ávarpaði bandarísku þjóðina í kvöld. Hann segist standa við ákvörðunina en viðurkennir að Talibanar hafi náð völdum hraðar en gert hafði verið ráð fyrir. Það sé hins vegar ráðamönnum í Afganistan að kenna. 16. ágúst 2021 21:41 Talibanar hljómi eins og ótrúverðugur ofbeldismaki sem lofi bót og betrun Íslenskur sérfræðingur sem starfað hefur í Afganistan hefur ekki mikla trú á því að tangarhald Talibana á Afganistan verði mildara en fyrir um tveimur áratugum, líkt og talsmenn Talibana hafa ýjað að. 16. ágúst 2021 20:33 Vitað um sjö íslenska ríkisborgara í Kabúl Íslenskum stjórnvöldum er kunnugt um sjö íslenska ríkisborgara sem staddir eru í Kabúl í Afganistan. 16. ágúst 2021 18:35 Ringulreið og skert réttindi nú þegar Talibanar hafa tekið völdin Mikil ringulreið hefur ríkt á alþjóðaflugvellinum í Kabúl eftir að Talibanar tóku völdin í Afganistan í gær. Öryggis- og varnarmálafræðingur segir borgarbúa hrædda og halda sig heima. 16. ágúst 2021 17:01 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira
Varði ákvörðunina og skellti skuldinni á ráðamennina sem flúðu Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, varði ákvörðun sína um að draga bandarískt herlið frá Afganistan er hann ávarpaði bandarísku þjóðina í kvöld. Hann segist standa við ákvörðunina en viðurkennir að Talibanar hafi náð völdum hraðar en gert hafði verið ráð fyrir. Það sé hins vegar ráðamönnum í Afganistan að kenna. 16. ágúst 2021 21:41
Talibanar hljómi eins og ótrúverðugur ofbeldismaki sem lofi bót og betrun Íslenskur sérfræðingur sem starfað hefur í Afganistan hefur ekki mikla trú á því að tangarhald Talibana á Afganistan verði mildara en fyrir um tveimur áratugum, líkt og talsmenn Talibana hafa ýjað að. 16. ágúst 2021 20:33
Vitað um sjö íslenska ríkisborgara í Kabúl Íslenskum stjórnvöldum er kunnugt um sjö íslenska ríkisborgara sem staddir eru í Kabúl í Afganistan. 16. ágúst 2021 18:35
Ringulreið og skert réttindi nú þegar Talibanar hafa tekið völdin Mikil ringulreið hefur ríkt á alþjóðaflugvellinum í Kabúl eftir að Talibanar tóku völdin í Afganistan í gær. Öryggis- og varnarmálafræðingur segir borgarbúa hrædda og halda sig heima. 16. ágúst 2021 17:01