Mynd sýnir þéttpakkaða herflutningavél sem flaug á brott með hátt í sjö hundruð í einu frá Afganistan Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. ágúst 2021 23:31 Flugvél sambærileg þeirri sem flaug með 640 Afgani frá Afganistan á einu bretti. (U.S. Air Force photo/Tech. Sgt. Shane A. Cuomo) Talið er að 640 Afganir hafi komist frá Afganistan á einu bretti um borð í C-17 herflutningavél bandaríska flughersins í gær. Flugmenn vélarinnar tóku þá ákvörðun að taka á loft frekar en að reyna að koma flóttamönnunum úr vélinni sem höfðu skömmu áður fyllt vélina í örvæntingarfullri tilraun til þess að komast burt frá Afganistan. Varnarmálavefurinn Defense One hefur birt mynd, sem sjá má hér að neðan, sem sýnir hversu þéttpökkuð flugvélin, sem alla jafna er nokkuð rúmgóð, var. Í fyrstu var talið að um átta hundruð manns hefðu troðið sér um borð en heimildarmenn Defense One innan stjórnkerfis Bandaríkjanna segja að 640 Afganir hafi verið taldir út úr vélinni á áfangastað. JUST IN: "The Crew made the decision to go" — Inside RCH 871, which saved 640 from the Taliban ... from @TaraCopp and me https://t.co/r4YvGqJZ4b pic.twitter.com/CI1mAmqjHT— Marcus Weisgerber (@MarcusReports) August 16, 2021 Mikil örvænting hefur gripið um sig í Afganistan eftir að Talibanar tóku völdin þar í gær, þegar höfuðborgin Kabúl féll. Margir óttast um örlög sín og hefur flugvöllurinn í Kabúl verið þéttsetinn þar sem fjölmargir hafa reynst að komast um borð í þær flugvélar sem koma nú starfsliði alþjóðastofnana og sendiráða, auk annarra, á brott. Sýna myndir á samfélagsmiðlum meðal annars örvæntingarfullar tilraunir til þess að komast um borð í slíkar vélar. Kabul Airport runway today. No words needed. pic.twitter.com/8SfzEOprUZ— Shiv Aroor (@ShivAroor) August 16, 2021 Svo virðist sem að það sé það sem gerst hafi þegar C-17 flugvélin varð yfirfull af Afgönum samkvæmt vef Defense One. Hefur vefurinn eftir heimildarmönnum sínum að tekin hafi verið ákvörðun um að taka á loft í stað þess að reyna að koma flóttamönnunum úr vélinni. C-17 vélar eru gríðarstórar. Lengd þeirra er 53 metrar, vænghaf 51,75 metrar og stélhæð 16,8 metrar. Tóm vegur vélin um 128 tonn en hámarksþyngd við flugtak rúm 265 tonn. Þess má geta að vél af þessari tegund flaug með hvalinn Keikó til Vestmannaeyja árið 1998. Fréttir af flugi Afganistan Bandaríkin Tengdar fréttir Varði ákvörðunina og skellti skuldinni á ráðamennina sem flúðu Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, varði ákvörðun sína um að draga bandarískt herlið frá Afganistan er hann ávarpaði bandarísku þjóðina í kvöld. Hann segist standa við ákvörðunina en viðurkennir að Talibanar hafi náð völdum hraðar en gert hafði verið ráð fyrir. Það sé hins vegar ráðamönnum í Afganistan að kenna. 16. ágúst 2021 21:41 Talibanar hljómi eins og ótrúverðugur ofbeldismaki sem lofi bót og betrun Íslenskur sérfræðingur sem starfað hefur í Afganistan hefur ekki mikla trú á því að tangarhald Talibana á Afganistan verði mildara en fyrir um tveimur áratugum, líkt og talsmenn Talibana hafa ýjað að. 16. ágúst 2021 20:33 Vitað um sjö íslenska ríkisborgara í Kabúl Íslenskum stjórnvöldum er kunnugt um sjö íslenska ríkisborgara sem staddir eru í Kabúl í Afganistan. 16. ágúst 2021 18:35 Ringulreið og skert réttindi nú þegar Talibanar hafa tekið völdin Mikil ringulreið hefur ríkt á alþjóðaflugvellinum í Kabúl eftir að Talibanar tóku völdin í Afganistan í gær. Öryggis- og varnarmálafræðingur segir borgarbúa hrædda og halda sig heima. 16. ágúst 2021 17:01 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Sjá meira
Varnarmálavefurinn Defense One hefur birt mynd, sem sjá má hér að neðan, sem sýnir hversu þéttpökkuð flugvélin, sem alla jafna er nokkuð rúmgóð, var. Í fyrstu var talið að um átta hundruð manns hefðu troðið sér um borð en heimildarmenn Defense One innan stjórnkerfis Bandaríkjanna segja að 640 Afganir hafi verið taldir út úr vélinni á áfangastað. JUST IN: "The Crew made the decision to go" — Inside RCH 871, which saved 640 from the Taliban ... from @TaraCopp and me https://t.co/r4YvGqJZ4b pic.twitter.com/CI1mAmqjHT— Marcus Weisgerber (@MarcusReports) August 16, 2021 Mikil örvænting hefur gripið um sig í Afganistan eftir að Talibanar tóku völdin þar í gær, þegar höfuðborgin Kabúl féll. Margir óttast um örlög sín og hefur flugvöllurinn í Kabúl verið þéttsetinn þar sem fjölmargir hafa reynst að komast um borð í þær flugvélar sem koma nú starfsliði alþjóðastofnana og sendiráða, auk annarra, á brott. Sýna myndir á samfélagsmiðlum meðal annars örvæntingarfullar tilraunir til þess að komast um borð í slíkar vélar. Kabul Airport runway today. No words needed. pic.twitter.com/8SfzEOprUZ— Shiv Aroor (@ShivAroor) August 16, 2021 Svo virðist sem að það sé það sem gerst hafi þegar C-17 flugvélin varð yfirfull af Afgönum samkvæmt vef Defense One. Hefur vefurinn eftir heimildarmönnum sínum að tekin hafi verið ákvörðun um að taka á loft í stað þess að reyna að koma flóttamönnunum úr vélinni. C-17 vélar eru gríðarstórar. Lengd þeirra er 53 metrar, vænghaf 51,75 metrar og stélhæð 16,8 metrar. Tóm vegur vélin um 128 tonn en hámarksþyngd við flugtak rúm 265 tonn. Þess má geta að vél af þessari tegund flaug með hvalinn Keikó til Vestmannaeyja árið 1998.
Fréttir af flugi Afganistan Bandaríkin Tengdar fréttir Varði ákvörðunina og skellti skuldinni á ráðamennina sem flúðu Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, varði ákvörðun sína um að draga bandarískt herlið frá Afganistan er hann ávarpaði bandarísku þjóðina í kvöld. Hann segist standa við ákvörðunina en viðurkennir að Talibanar hafi náð völdum hraðar en gert hafði verið ráð fyrir. Það sé hins vegar ráðamönnum í Afganistan að kenna. 16. ágúst 2021 21:41 Talibanar hljómi eins og ótrúverðugur ofbeldismaki sem lofi bót og betrun Íslenskur sérfræðingur sem starfað hefur í Afganistan hefur ekki mikla trú á því að tangarhald Talibana á Afganistan verði mildara en fyrir um tveimur áratugum, líkt og talsmenn Talibana hafa ýjað að. 16. ágúst 2021 20:33 Vitað um sjö íslenska ríkisborgara í Kabúl Íslenskum stjórnvöldum er kunnugt um sjö íslenska ríkisborgara sem staddir eru í Kabúl í Afganistan. 16. ágúst 2021 18:35 Ringulreið og skert réttindi nú þegar Talibanar hafa tekið völdin Mikil ringulreið hefur ríkt á alþjóðaflugvellinum í Kabúl eftir að Talibanar tóku völdin í Afganistan í gær. Öryggis- og varnarmálafræðingur segir borgarbúa hrædda og halda sig heima. 16. ágúst 2021 17:01 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Sjá meira
Varði ákvörðunina og skellti skuldinni á ráðamennina sem flúðu Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, varði ákvörðun sína um að draga bandarískt herlið frá Afganistan er hann ávarpaði bandarísku þjóðina í kvöld. Hann segist standa við ákvörðunina en viðurkennir að Talibanar hafi náð völdum hraðar en gert hafði verið ráð fyrir. Það sé hins vegar ráðamönnum í Afganistan að kenna. 16. ágúst 2021 21:41
Talibanar hljómi eins og ótrúverðugur ofbeldismaki sem lofi bót og betrun Íslenskur sérfræðingur sem starfað hefur í Afganistan hefur ekki mikla trú á því að tangarhald Talibana á Afganistan verði mildara en fyrir um tveimur áratugum, líkt og talsmenn Talibana hafa ýjað að. 16. ágúst 2021 20:33
Vitað um sjö íslenska ríkisborgara í Kabúl Íslenskum stjórnvöldum er kunnugt um sjö íslenska ríkisborgara sem staddir eru í Kabúl í Afganistan. 16. ágúst 2021 18:35
Ringulreið og skert réttindi nú þegar Talibanar hafa tekið völdin Mikil ringulreið hefur ríkt á alþjóðaflugvellinum í Kabúl eftir að Talibanar tóku völdin í Afganistan í gær. Öryggis- og varnarmálafræðingur segir borgarbúa hrædda og halda sig heima. 16. ágúst 2021 17:01