Talibanar hljómi eins og ótrúverðugur ofbeldismaki sem lofi bót og betrun Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. ágúst 2021 20:33 Talibanar hafa aftur náð völdum í Afganistan, tuttugu árum eftir að þeir voru hraktir á brott. EPA/JALIL REZAYEE Íslenskur sérfræðingur sem starfað hefur í Afganistan hefur ekki mikla trú á því að tangarhald Talibana á Afganistan verði mildara en fyrir um tveimur áratugum, líkt og talsmenn Talibana hafa ýjað að. Talibanar hafa endanlega náð yfirráðum í Afganistan á nýjan leik eftir að hermenn á þeirra vegum tóku yfir höfuðborgina Kabúl. Mikil ringulreið hefur ríkt á alþjóðaflugvellinum í Kabúl eftir að Talibanar tóku völdin í Afganistan í gær. Þúsundir manna flykktust að flugvellinum í þeirri von að geta flúið land. Friðrik Jónsson, núverandi formaður BHM starfaði í Afganistan fyrir Atlantshafsbandalagið og Sameinuðu þjóðirnar. Hann ræddi stöðuna í Afganistan í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Þróunin næstu daga verður væntanlega þannig að örvænting, ringulreið og kaos, sérstaklega á meðal afgönsku þjóðarinnar, heldur áfram,“ sagði Friðrik. Líklegt væri að Talibanar myndu hleypa starfsmönnum alþjóðasamtaka og sendiráða úr landi, svo að þeir gætu klárað að mynda nýja stjórn. Þegar Talibanar voru við völd í Afganistan á árunum 1996-2001 var staða kvenna afar bágborin. Friðrik reiknar ekki með öðru en að það sama verði upp á teningnum nú. „Hvað varðar stöðu kvenna og stúlkna í Afganistan þá bíður þeirra ekkert gott. Talsmenn Talibana hafa haldið því fram að þeir ætli nú að vera skárri núna en síðast en það hljómar svona svolítið eins og ofbeldismaki úr sambandi sem lofar bót og betrun. Ég verð að játa því miður að ég hef ekki mikla trú á því að það verði neitt skárra en síðast þegar þeir verði við völd,“ sagði Friðrik. Þannig að þú sérð fyrir þér ofbeldi og grimmd? „Já, það eru vörumerki Talibana. Það er þannig sem þeir halda völdum. Þeir hafa alltaf rekið ógnarstjórn. Það er þannig sem þessi í raun fáliðaði miðað við fjölda stjórnarhersins hefur komist upp með það sem þeir hafa komist upp með.“ Afganistan Tengdar fréttir Vitað um sjö íslenska ríkisborgara í Kabúl Íslenskum stjórnvöldum er kunnugt um sjö íslenska ríkisborgara sem staddir eru í Kabúl í Afganistan. 16. ágúst 2021 18:35 Ringulreið og skert réttindi nú þegar Talibanar hafa tekið völdin Mikil ringulreið hefur ríkt á alþjóðaflugvellinum í Kabúl eftir að Talibanar tóku völdin í Afganistan í gær. Öryggis- og varnarmálafræðingur segir borgarbúa hrædda og halda sig heima. 16. ágúst 2021 17:01 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Fleiri fréttir Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Sjá meira
Talibanar hafa endanlega náð yfirráðum í Afganistan á nýjan leik eftir að hermenn á þeirra vegum tóku yfir höfuðborgina Kabúl. Mikil ringulreið hefur ríkt á alþjóðaflugvellinum í Kabúl eftir að Talibanar tóku völdin í Afganistan í gær. Þúsundir manna flykktust að flugvellinum í þeirri von að geta flúið land. Friðrik Jónsson, núverandi formaður BHM starfaði í Afganistan fyrir Atlantshafsbandalagið og Sameinuðu þjóðirnar. Hann ræddi stöðuna í Afganistan í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Þróunin næstu daga verður væntanlega þannig að örvænting, ringulreið og kaos, sérstaklega á meðal afgönsku þjóðarinnar, heldur áfram,“ sagði Friðrik. Líklegt væri að Talibanar myndu hleypa starfsmönnum alþjóðasamtaka og sendiráða úr landi, svo að þeir gætu klárað að mynda nýja stjórn. Þegar Talibanar voru við völd í Afganistan á árunum 1996-2001 var staða kvenna afar bágborin. Friðrik reiknar ekki með öðru en að það sama verði upp á teningnum nú. „Hvað varðar stöðu kvenna og stúlkna í Afganistan þá bíður þeirra ekkert gott. Talsmenn Talibana hafa haldið því fram að þeir ætli nú að vera skárri núna en síðast en það hljómar svona svolítið eins og ofbeldismaki úr sambandi sem lofar bót og betrun. Ég verð að játa því miður að ég hef ekki mikla trú á því að það verði neitt skárra en síðast þegar þeir verði við völd,“ sagði Friðrik. Þannig að þú sérð fyrir þér ofbeldi og grimmd? „Já, það eru vörumerki Talibana. Það er þannig sem þeir halda völdum. Þeir hafa alltaf rekið ógnarstjórn. Það er þannig sem þessi í raun fáliðaði miðað við fjölda stjórnarhersins hefur komist upp með það sem þeir hafa komist upp með.“
Afganistan Tengdar fréttir Vitað um sjö íslenska ríkisborgara í Kabúl Íslenskum stjórnvöldum er kunnugt um sjö íslenska ríkisborgara sem staddir eru í Kabúl í Afganistan. 16. ágúst 2021 18:35 Ringulreið og skert réttindi nú þegar Talibanar hafa tekið völdin Mikil ringulreið hefur ríkt á alþjóðaflugvellinum í Kabúl eftir að Talibanar tóku völdin í Afganistan í gær. Öryggis- og varnarmálafræðingur segir borgarbúa hrædda og halda sig heima. 16. ágúst 2021 17:01 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Fleiri fréttir Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Sjá meira
Vitað um sjö íslenska ríkisborgara í Kabúl Íslenskum stjórnvöldum er kunnugt um sjö íslenska ríkisborgara sem staddir eru í Kabúl í Afganistan. 16. ágúst 2021 18:35
Ringulreið og skert réttindi nú þegar Talibanar hafa tekið völdin Mikil ringulreið hefur ríkt á alþjóðaflugvellinum í Kabúl eftir að Talibanar tóku völdin í Afganistan í gær. Öryggis- og varnarmálafræðingur segir borgarbúa hrædda og halda sig heima. 16. ágúst 2021 17:01