Ringulreið og skert réttindi nú þegar Talibanar hafa tekið völdin Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 16. ágúst 2021 17:01 Stjórnarher Afganistans gekk ekkert að halda aftur af leiftursókn Talibana. EPA/JALIL REZAYEE Mikil ringulreið hefur ríkt á alþjóðaflugvellinum í Kabúl eftir að Talibanar tóku völdin í Afganistan í gær. Öryggis- og varnarmálafræðingur segir borgarbúa hrædda og halda sig heima. Talibanar hafa átt í átökum við stjórnvöld í tuttugu ár en frá því herlið NATO og Bandaríkjanna var kallað heim fyrr á árinu hefur sókn þeirra verið afar hröð. Brynja Huld Óskarsdóttir, öryggis- og varnarmálafræðingur sem starfaði fyrir NATO í Afganistan, segir að mögulega hafi afganski herinn og ríkisstjórnin ekki verið í stakk búin til að missa þennan stuðning. „Það eru fjórir dagar síðan bandaríska leyniþjónustan sagði í það minnsta 30 daga þar til Talibanar myndu umkringja Kabúl og það tæki þá 90 daga að ná tökum á borginni. Eins og við höfum öll séð, sem höfum fylgst með fréttum undanfarna daga, þá tók þetta innan við 10 daga. Það eru bara 10 dagar frá því þeir tóku fyrstu héraðshöfuðborgina,“ segir Brynja. Brynja Huld Óskarsdóttir minnir á að það hafi aðeins tekið Talibana tíu daga frá því þeir náðu valdi á fyrstu héraðshöfuðborginni og þar til þeir náðu valdi í landinu öllu. Nú þurfi landsmenn að fylgja reglum og túlkun Talibana á kóraninum, sem sé sú öfgafyllsta í heimi. Þetta þýði til dæmis afar skert réttindi kvenna. Brynja segir ringulreið nú ríkja í landinu. Ófremdarástand á flugvellinum „Staðan í Kabúl í dag er sú að það er örtröð á Hamid Kharzai-flugvellinum. Það var búið að setja upp loftbrú í gær til að koma starfsfólki vestrænna sendiráða úr landi og til stóð að flytja líka Afgani sem hafa verið að vinna fyrir vestrænt herlið eða sendiráð. Sú loftbrú féll niður í nótt. Það eru einhver herflug að koma og fara eftir að lokað var fyrir almenn flug í gær. En það sem af er degi er meira að segja óöruggt fyrir herflugin að koma og fara því það er svo mikil ringulreið á flugvellinum í Afganistan.“ Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hélt neyðarfund vegna stöðunnar í dag og breska þingið hefur verið kallað saman svo fátt eitt sé nefnt. En ef til vill eru þessi viðbrögð alþjóðasamfélagsins of sein, segir Brynja. Ólíklegt sé að vesturlönd ákveði að fara aftur inn með herlið í landið til að berjast við Talibana. Kabul Airport runway today. No words needed. pic.twitter.com/8SfzEOprUZ— Shiv Aroor (@ShivAroor) August 16, 2021 Afganistan NATO Tengdar fréttir Vitað um einn Íslending enn í Afganistan Utanríkisráðuneytið þekkir til eins Íslendings sem sé enn staddur í Afganistan. Vonir séu bundnar við að hann komist fljótlega út landi. 16. ágúst 2021 12:41 Harmleikurinn í Afganistan og ábyrgð okkar Eftir tuttugu ára hersetu Bandaríkjanna og Nató er Afganistan aftur komið undir stjórn Talibana. Stjórnarherinn sem naut þjálfunar og hergagna frá Bandaríkjunum var þrjá daga að tapa stríðinu og forsetinn hefur flúið land. 16. ágúst 2021 12:01 Boða til neyðarfundar vegna ástandsins í Afganistan Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna hittast á neyðarfundi á morgun til þess að ræða fall Afganistans í hendur talibana. Vestræn ríki reyna nú að forða borgurum sínum frá landinu í dauðans ofboði en breski varnarmálaráðherrann viðurkennir að ekki allir muni komast burt. 16. ágúst 2021 11:34 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Sjá meira
Talibanar hafa átt í átökum við stjórnvöld í tuttugu ár en frá því herlið NATO og Bandaríkjanna var kallað heim fyrr á árinu hefur sókn þeirra verið afar hröð. Brynja Huld Óskarsdóttir, öryggis- og varnarmálafræðingur sem starfaði fyrir NATO í Afganistan, segir að mögulega hafi afganski herinn og ríkisstjórnin ekki verið í stakk búin til að missa þennan stuðning. „Það eru fjórir dagar síðan bandaríska leyniþjónustan sagði í það minnsta 30 daga þar til Talibanar myndu umkringja Kabúl og það tæki þá 90 daga að ná tökum á borginni. Eins og við höfum öll séð, sem höfum fylgst með fréttum undanfarna daga, þá tók þetta innan við 10 daga. Það eru bara 10 dagar frá því þeir tóku fyrstu héraðshöfuðborgina,“ segir Brynja. Brynja Huld Óskarsdóttir minnir á að það hafi aðeins tekið Talibana tíu daga frá því þeir náðu valdi á fyrstu héraðshöfuðborginni og þar til þeir náðu valdi í landinu öllu. Nú þurfi landsmenn að fylgja reglum og túlkun Talibana á kóraninum, sem sé sú öfgafyllsta í heimi. Þetta þýði til dæmis afar skert réttindi kvenna. Brynja segir ringulreið nú ríkja í landinu. Ófremdarástand á flugvellinum „Staðan í Kabúl í dag er sú að það er örtröð á Hamid Kharzai-flugvellinum. Það var búið að setja upp loftbrú í gær til að koma starfsfólki vestrænna sendiráða úr landi og til stóð að flytja líka Afgani sem hafa verið að vinna fyrir vestrænt herlið eða sendiráð. Sú loftbrú féll niður í nótt. Það eru einhver herflug að koma og fara eftir að lokað var fyrir almenn flug í gær. En það sem af er degi er meira að segja óöruggt fyrir herflugin að koma og fara því það er svo mikil ringulreið á flugvellinum í Afganistan.“ Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hélt neyðarfund vegna stöðunnar í dag og breska þingið hefur verið kallað saman svo fátt eitt sé nefnt. En ef til vill eru þessi viðbrögð alþjóðasamfélagsins of sein, segir Brynja. Ólíklegt sé að vesturlönd ákveði að fara aftur inn með herlið í landið til að berjast við Talibana. Kabul Airport runway today. No words needed. pic.twitter.com/8SfzEOprUZ— Shiv Aroor (@ShivAroor) August 16, 2021
Afganistan NATO Tengdar fréttir Vitað um einn Íslending enn í Afganistan Utanríkisráðuneytið þekkir til eins Íslendings sem sé enn staddur í Afganistan. Vonir séu bundnar við að hann komist fljótlega út landi. 16. ágúst 2021 12:41 Harmleikurinn í Afganistan og ábyrgð okkar Eftir tuttugu ára hersetu Bandaríkjanna og Nató er Afganistan aftur komið undir stjórn Talibana. Stjórnarherinn sem naut þjálfunar og hergagna frá Bandaríkjunum var þrjá daga að tapa stríðinu og forsetinn hefur flúið land. 16. ágúst 2021 12:01 Boða til neyðarfundar vegna ástandsins í Afganistan Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna hittast á neyðarfundi á morgun til þess að ræða fall Afganistans í hendur talibana. Vestræn ríki reyna nú að forða borgurum sínum frá landinu í dauðans ofboði en breski varnarmálaráðherrann viðurkennir að ekki allir muni komast burt. 16. ágúst 2021 11:34 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Sjá meira
Vitað um einn Íslending enn í Afganistan Utanríkisráðuneytið þekkir til eins Íslendings sem sé enn staddur í Afganistan. Vonir séu bundnar við að hann komist fljótlega út landi. 16. ágúst 2021 12:41
Harmleikurinn í Afganistan og ábyrgð okkar Eftir tuttugu ára hersetu Bandaríkjanna og Nató er Afganistan aftur komið undir stjórn Talibana. Stjórnarherinn sem naut þjálfunar og hergagna frá Bandaríkjunum var þrjá daga að tapa stríðinu og forsetinn hefur flúið land. 16. ágúst 2021 12:01
Boða til neyðarfundar vegna ástandsins í Afganistan Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna hittast á neyðarfundi á morgun til þess að ræða fall Afganistans í hendur talibana. Vestræn ríki reyna nú að forða borgurum sínum frá landinu í dauðans ofboði en breski varnarmálaráðherrann viðurkennir að ekki allir muni komast burt. 16. ágúst 2021 11:34