Enski boltinn

Souness ekki yfir sig hrifinn af fernunni hjá Pogba

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Umdeildur.
Umdeildur. vísir/Getty

Franski miðjumaðurinn Paul Pogba gaf fjórar stoðsendingar í 5-1 sigri Manchester United á erkifjendunum í Leeds United í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Man Utd lék við hvern sinn fingur í leiknum en sérfræðingar SkySports voru ekki á sama máli um hver hefði skinið skærast í sóknarleik Manchester liðsins.

Sérfræðingarnir voru Graeme Souness, fyrrum leikmaður og stjóri Liverpool, og Micah Richards, fyrrum leikmaður Man City.

„Fyrir mér var stjarna leiksins Greenwood. Fyrir svo ungan strák fannst mér frammistaða hans stórkostleg,“ sagði Souness og uppskar í kjölfarið hlátur frá Richards sem benti á að Pogba hefði lagt upp fjögur mörk í leiknum.

„Við gerum kröfu á það frá 100 milljón punda leikmanni,“ svaraði Souness sem hefur verið gjarn á að gagnrýna Pogba við ýmis tilefni í gegnum tíðina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×