Íslenski boltinn

Sjáðu öll sautján mörkin í tveimur leikjum Vals og Breiðabliks í sumar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Valskonan Elín Metta Jensen skoraði í fyrri leiknum en var í banni í þeim síðari. Blikinn Agla María Albertsdóttir hefur skorað í báðum leikjum sumarsins.
Valskonan Elín Metta Jensen skoraði í fyrri leiknum en var í banni í þeim síðari. Blikinn Agla María Albertsdóttir hefur skorað í báðum leikjum sumarsins. Vísir/Elín Björg

Er enn einn markaveislan á leiðinni í kvöld? Ef það er eitthvað að marka fyrra innbyrðis leiki liðanna í sumar þá er von á mikilli skemmtun í stórleik kvöldsins.

Sjáðu öll sautján mörkin í tveimur leikjum Vals og Breiðabliks í sumar: Mætast í úrslitaleik mótsins í kvöld

Er enn einn markaveislan á leiðinni í kvöld? Ef það er eitthvað að marka fyrra innbyrðis leiki liðanna í sumar þá er von á mikilli skemmtun í stórleik kvöldsins.

Klippa: Sautján mörk í tveimur leikjum Vals og Breiðabliks

Breiðablik tekur á móti Val í Pepsi deild kvenna í kvöld en það hefur ekki vantað mörkin í tveimur leikjum liðanna í sumar.

Blikar hafa unnið báða leikina, 7-3 í deildinni og 4-3 í bikarnum og verða að vinna í kvöld ætli þær að halda Íslandsmeistarabikarnum í Kópavoginum.

Sautján mörk í tveimur leikjum, ellefu frá Blikum og sex frá Val, gera 8,5 mörk í leik. Valskonur hafa ekki fengið neitt úr þessum tveimur leikjum þrátt fyrir að skora í þeim þrjú mörk í leik.

Valskonur hafa fjögurra stiga forskot á toppnum og geta því náð sjö stiga forystu með sigri í Smáranum í kvöld. Það fer því ekkert á milli mála að Valskonur geta svo gott sem tryggt sér Íslandsbikarinn með sigri.

Leikurinn hefst klukkan 19.15 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Helena Ólafsdóttir hitar upp fyrir leikinn með Mist Rúnarsdóttur frá klukkan 19.00 og Guðmundur Benediktsson lýsir.

Vísir hefur tekið saman öll sautján mörkin í þessum tveimur leikjum liðanna og má sjá þau hér fyrir ofan.

Mörkin í leikjunum tveimur í sumar:

  • Valur 3-7 Breiðablik í Pepsi Max deildinni
  • 1-0 Sigríður Lára Garðarsdóttir
  • 1-1 Kristín Dís Árnadóttir
  • 1-2 Tiffany Janea Mc Carty
  • 1-3 Taylor Marie Ziemer
  • 1-4 Sjálfsmark Vals (Mary Alice Vignola)
  • 1-5 Agla María Albertsdóttir
  • 1-6 Tiffany Janea Mc Carty
  • 1-7 Karitas Tómasdóttir
  • 2-7 Elísa Viðarsdóttir
  • 3-7 Elín Metta Jensen
  • --
  • Breiðablik 4-3 Valur í Mjólkurbikarnum
  • 1-0 Agla María Albertsdóttir
  • 2-0 Selma Sól Magnúsdóttir
  • 2-1 Mary Alice Vignola
  • 2-2 Ída Marín Hermannsdóttir
  • 3-2 Taylor Marie Ziemer
  • 3-3 Fanndís Friðriksdóttir
  • 4-3 Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir



Fleiri fréttir

Sjá meira


×