Valta yfir stjórnarherinn: Ríkisstjórnin býðst til að deila völdum með Talibönum Samúel Karl Ólason skrifar 12. ágúst 2021 12:45 Vígamenn Talibana á götum Ghazni. EPA/NAWID TANHA Vígamenn Talibana náðu í morgun tökum á þeirra tíundu héraðshöfuðborg í Afganistan. Á undanfarinni viku virðast Talibanar hafa valtað yfir stjórnarher landsins og sveitir stríðsherra sem styðja ríkisstjórnina. Verstu spár Bandaríkjamanna um mögulegt fall ríkisstjórnar Afganistans hafa versnað til muna á undanförnum dögum. AFP fréttaveitan segir að ríkisstjórn Ashraf Ghani, forseta Afganistans, hafi boðið Talibönum í dag samkomulag um að deila völdum og hætta átökunum sem geisa nú víða í Afganistan. Í heildina eru héraðshöfuðborgirnar 34 en borgin Ghazni, sem Talibanar tóku í morgun er í einungis 130 kílómetra fjarlægð frá Kabúl, höfuðborg landsins. Harðir bardagar geisa í nokkrum borgum til viðbótar. Frá því Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í vor að hann myndi kalla alla hermenn Bandaríkjanna heim frá Afganistan hefur Talibönum vaxið ásmegin í landinu. Vígamenn þeirra hafa lagt undir sig stóra hluta landsins. Sjá einnig: Biden segir Afgana þurfa að berjast fyrir landinu sínu Talibanar hafa svo sótt í sig veðrið á undanförnum vikum og stjórna nú stórum hlutum landsins. Þar til fyrir viku síðan hafa þeir þó ekki stjórnað neinum héraðshöfuðborgum. AP fréttaveitan segir hraða sóknar Talibana hafa vakið spurningar um það hve lengi stjórnarherinn geti yfir höfuð haldið aftur af þeim. Hér má sjá kort frá AFP fréttaveitunni sem sýnir þróun síðustu vikna. The Taliban's increasing hold over Afghanistan.#AFPgraphics map showing parts of Afghanistan under government control and territories under the influence of the Taliban, from April to August pic.twitter.com/sPjEzgqXFO— AFP News Agency (@AFP) August 12, 2021 Ríkisstjórinn handtekinn Fjölmargir hafa þurft að flýja heimili sín og hafa farið til Kabúl eða til nágrannaríkja Afganistans. Sjá einnig: Þúsundir leita skjóls í Kabúl en enda á götunni Heimildarmenn AP segja ríkisstjóra og lögreglustjóra Ghazni hafa samið við Talibana um að þeir fengju að yfirgefa borgina í kjölfar uppgjafar. Myndbönd hafa stutt þær fregnir og í morgun bárust einnig fréttir um að ríkisstjórinn hafi verið handtekinn af ríkisstjórn Afganistans. Hér má sjá sjónarpsfrétt AP um ástandið í Afganistan. Rætt er við sérfræðing um ríkið sem segir ríkisstjórn landsins í mikilli hættu. Hún njóti lítils stuðnings erlendra ríkja en Talibanar njóti enn stuðnings bakhjarla sinna eins og Pakistans, Írans og Rússlands. Fall Ghazni felur meðal annars í sér að stjórnarherinn mun eiga erfiðara með flutning birgða og liðsauka frá Kabúl. Tvær herstöðvar við jaðar Ghazni eru þó sagðar enn í höndum stjórnarhersins. Safna bandarískum vopnum Samhliða sókn þeirra hafa Talibanar sleppt fjölda vígamanna úr fangelsum og komið höndum yfir fjölmörg vopn og hertæki stjórnarhersins. Hér má sjá myndir sem Talibanar hafa verið að deila á samfélagsmiðlum. Þær sýna að þeir hafa lagt hald á fjölda vopna sem Bandaríkjamenn útveguðu stjórnarhernum. Þar á meðal er dróni og skriðdreki. I rest my case. pic.twitter.com/qHWERz3nvH— Oryx (@oryxspioenkop) August 12, 2021 Ríkisstjórn Bidens vinnur nú að því að beita Talibana þrýstingi og reyna að fá þá til viðræðna við ríkisstjórn Ashrafs Ghani. Talibanar eru með skrifstofur í Katar en þar hafa nú erindrekar frá Bandaríkjunum, Rússlandi, Kina, Evrópusambandinu, Sameinuðu þjóðunum, nágrönnum Afganistans og fleiri ríkjum komið saman. Sjá einnig: Talibanar með pálmann í höndunum Í frétt Washington Post segir að vonir séu bundnar við að sá þrýstingur muni duga til og Talibanar muni setjast aftur við samningaborðið. Bandarískir erindrekar óttast þó að það sé þegar of seint. Map of Afghanistan locating the cities that have fallen to the Taliban in the past week pic.twitter.com/G90vRMD6HM— AFP News Agency (@AFP) August 12, 2021 Úr mánuðum í daga Í nýlegri skýrslu sem leyniþjónustur Bandaríkjanna gáfu út í júní, kom fram að óttast var að ríkisstjórnin gæti fallið á sex til tólf mánuðum. Sú skýrsla hefur nú verið uppfærð og er nú talið að ríkisstjórnin gæti fallið á þrjátíu til níutíu dögum. Árangur Talibana í norðurhluta landsins hefur komið sérstaklega á óvart. Þar hafa stríðsherrar hliðhollir ríkisstjórninni í Kabúl farið með völd og landshlutinn hefur verið einn sá friðsælasti í Afganistan og andspyrna við Talibana verið mikil. Óttast upprisu al-Qaeda Bandaríkjamenn hafa sömuleiðis áhyggjur af því að nái Talibanar aftur völdum í Afganistan gætu forsvarsmenn al-Qaeda notað landið aftur til að byggja upp hryðjuverkasamtökin á nýjan leik. Það sama gæti átti við Íslamska ríkið. Talibanar voru reknir frá völdum í innrás Bandaríkjanna árið 2001. Það var í kjölfar þess að Talibanar höfðu staðið þétt við bakið á Al-Qaeda, hryðjuverkasamtökunum sem gerðu árás á Tvíburaturnana svokölluðu. Samkvæmt frétt NBC News óttast forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna að án nokkurrar viðveru í landinu yrði erfitt fyrir þá að koma í veg fyrir endurreisn al-Qaeda. Bæði vegna takmarkaðrar getu til upplýsingaöflunar og til árása. Afganistan Hernaður Tengdar fréttir Þúsundir leita skjóls í Kabúl en enda á götunni Þúsundir manna hafa flúið heimili sín víðs vegar um Afganistan undan stórsókn Talibana til höfuðborgarinnar Kabúl. 12. ágúst 2021 06:47 Hver borgin fellur á fætur annarri Vígamenn Talibana hafa hert tök sín á yfirráðasvæðum þeirra í norðurhluta Afganistans og virðast þeir vera að undirbúa sig fyrir það að stjórna svæðum þessum til lengri tíma. Stjórnarher landsins á undir högg að sækja en Bandaríkjamenn segja það á ábyrgð Afgana sjálfra að verjast Talibönum. 10. ágúst 2021 13:14 Reyndu að myrða varnarmálaráðherrann og heita fleiri árásum á leiðtoga Talibanar gerðu í gær bíræfna tilraun til að ráða varnarmálaráðherra Afganistans af dögum og heita frekari árásum á leiðtoga ríkisstjórnar landsins. Bismillah Khan Mohammadi, ráðherrann, var ekki heima og verðir fluttu fjölskyldu hans á brott. 4. ágúst 2021 11:01 Forseti Afganistan kennir brottför Bandaríkjahers um versnandi ofbeldi Ashraf Ghani, forseti Afganistan, hefur kennt skyndilegri og snöggri brottför Bandaríkjahers um versnandi ofbeldi í landinu. Her Afganistan á nú í erfiðum átökum við herskáa Talíbana. 2. ágúst 2021 21:13 Hafa áhyggjur af auknum árásum á almenna borgara Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa miklar áhyggjur af fregnum af auknum árásum á almenna borgara í Afganistan. Sameinuðu þjóðirnar segja þær árásir hafa náð nýjum hæðum að undanförnu samhliða stórri sókn Talibana, sem hafa lagt undir sig stóran hluta landsins síðustu mánuði. 28. júlí 2021 22:31 Lofa öllu fögru en halda áfram að ógna og myrða Talibanar munu ekki semja um frið fyrr en Ashraf Ghani, núverandi forseti, fer frá völdum og ný ríkisstjórn verði mynduð. Þeir segjast ekki vilja stjórna einir þar sem engum hafi tekist það til lengri tíma. 24. júlí 2021 09:02 Talibanar skutu 22 hermenn sem gáfust upp Vígamenn Talibana tóku minnst 22 afganskra sérsveitarmenn af lífi eftir að þeir gáfust upp. Þetta var í bænum Dawlat Abad í síðasta mánuði en myndbönd af aftökunni hafa verið í dreifingu á samfélagsmiðlum. 13. júlí 2021 16:49 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Innlent Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Sjá meira
Verstu spár Bandaríkjamanna um mögulegt fall ríkisstjórnar Afganistans hafa versnað til muna á undanförnum dögum. AFP fréttaveitan segir að ríkisstjórn Ashraf Ghani, forseta Afganistans, hafi boðið Talibönum í dag samkomulag um að deila völdum og hætta átökunum sem geisa nú víða í Afganistan. Í heildina eru héraðshöfuðborgirnar 34 en borgin Ghazni, sem Talibanar tóku í morgun er í einungis 130 kílómetra fjarlægð frá Kabúl, höfuðborg landsins. Harðir bardagar geisa í nokkrum borgum til viðbótar. Frá því Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í vor að hann myndi kalla alla hermenn Bandaríkjanna heim frá Afganistan hefur Talibönum vaxið ásmegin í landinu. Vígamenn þeirra hafa lagt undir sig stóra hluta landsins. Sjá einnig: Biden segir Afgana þurfa að berjast fyrir landinu sínu Talibanar hafa svo sótt í sig veðrið á undanförnum vikum og stjórna nú stórum hlutum landsins. Þar til fyrir viku síðan hafa þeir þó ekki stjórnað neinum héraðshöfuðborgum. AP fréttaveitan segir hraða sóknar Talibana hafa vakið spurningar um það hve lengi stjórnarherinn geti yfir höfuð haldið aftur af þeim. Hér má sjá kort frá AFP fréttaveitunni sem sýnir þróun síðustu vikna. The Taliban's increasing hold over Afghanistan.#AFPgraphics map showing parts of Afghanistan under government control and territories under the influence of the Taliban, from April to August pic.twitter.com/sPjEzgqXFO— AFP News Agency (@AFP) August 12, 2021 Ríkisstjórinn handtekinn Fjölmargir hafa þurft að flýja heimili sín og hafa farið til Kabúl eða til nágrannaríkja Afganistans. Sjá einnig: Þúsundir leita skjóls í Kabúl en enda á götunni Heimildarmenn AP segja ríkisstjóra og lögreglustjóra Ghazni hafa samið við Talibana um að þeir fengju að yfirgefa borgina í kjölfar uppgjafar. Myndbönd hafa stutt þær fregnir og í morgun bárust einnig fréttir um að ríkisstjórinn hafi verið handtekinn af ríkisstjórn Afganistans. Hér má sjá sjónarpsfrétt AP um ástandið í Afganistan. Rætt er við sérfræðing um ríkið sem segir ríkisstjórn landsins í mikilli hættu. Hún njóti lítils stuðnings erlendra ríkja en Talibanar njóti enn stuðnings bakhjarla sinna eins og Pakistans, Írans og Rússlands. Fall Ghazni felur meðal annars í sér að stjórnarherinn mun eiga erfiðara með flutning birgða og liðsauka frá Kabúl. Tvær herstöðvar við jaðar Ghazni eru þó sagðar enn í höndum stjórnarhersins. Safna bandarískum vopnum Samhliða sókn þeirra hafa Talibanar sleppt fjölda vígamanna úr fangelsum og komið höndum yfir fjölmörg vopn og hertæki stjórnarhersins. Hér má sjá myndir sem Talibanar hafa verið að deila á samfélagsmiðlum. Þær sýna að þeir hafa lagt hald á fjölda vopna sem Bandaríkjamenn útveguðu stjórnarhernum. Þar á meðal er dróni og skriðdreki. I rest my case. pic.twitter.com/qHWERz3nvH— Oryx (@oryxspioenkop) August 12, 2021 Ríkisstjórn Bidens vinnur nú að því að beita Talibana þrýstingi og reyna að fá þá til viðræðna við ríkisstjórn Ashrafs Ghani. Talibanar eru með skrifstofur í Katar en þar hafa nú erindrekar frá Bandaríkjunum, Rússlandi, Kina, Evrópusambandinu, Sameinuðu þjóðunum, nágrönnum Afganistans og fleiri ríkjum komið saman. Sjá einnig: Talibanar með pálmann í höndunum Í frétt Washington Post segir að vonir séu bundnar við að sá þrýstingur muni duga til og Talibanar muni setjast aftur við samningaborðið. Bandarískir erindrekar óttast þó að það sé þegar of seint. Map of Afghanistan locating the cities that have fallen to the Taliban in the past week pic.twitter.com/G90vRMD6HM— AFP News Agency (@AFP) August 12, 2021 Úr mánuðum í daga Í nýlegri skýrslu sem leyniþjónustur Bandaríkjanna gáfu út í júní, kom fram að óttast var að ríkisstjórnin gæti fallið á sex til tólf mánuðum. Sú skýrsla hefur nú verið uppfærð og er nú talið að ríkisstjórnin gæti fallið á þrjátíu til níutíu dögum. Árangur Talibana í norðurhluta landsins hefur komið sérstaklega á óvart. Þar hafa stríðsherrar hliðhollir ríkisstjórninni í Kabúl farið með völd og landshlutinn hefur verið einn sá friðsælasti í Afganistan og andspyrna við Talibana verið mikil. Óttast upprisu al-Qaeda Bandaríkjamenn hafa sömuleiðis áhyggjur af því að nái Talibanar aftur völdum í Afganistan gætu forsvarsmenn al-Qaeda notað landið aftur til að byggja upp hryðjuverkasamtökin á nýjan leik. Það sama gæti átti við Íslamska ríkið. Talibanar voru reknir frá völdum í innrás Bandaríkjanna árið 2001. Það var í kjölfar þess að Talibanar höfðu staðið þétt við bakið á Al-Qaeda, hryðjuverkasamtökunum sem gerðu árás á Tvíburaturnana svokölluðu. Samkvæmt frétt NBC News óttast forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna að án nokkurrar viðveru í landinu yrði erfitt fyrir þá að koma í veg fyrir endurreisn al-Qaeda. Bæði vegna takmarkaðrar getu til upplýsingaöflunar og til árása.
Afganistan Hernaður Tengdar fréttir Þúsundir leita skjóls í Kabúl en enda á götunni Þúsundir manna hafa flúið heimili sín víðs vegar um Afganistan undan stórsókn Talibana til höfuðborgarinnar Kabúl. 12. ágúst 2021 06:47 Hver borgin fellur á fætur annarri Vígamenn Talibana hafa hert tök sín á yfirráðasvæðum þeirra í norðurhluta Afganistans og virðast þeir vera að undirbúa sig fyrir það að stjórna svæðum þessum til lengri tíma. Stjórnarher landsins á undir högg að sækja en Bandaríkjamenn segja það á ábyrgð Afgana sjálfra að verjast Talibönum. 10. ágúst 2021 13:14 Reyndu að myrða varnarmálaráðherrann og heita fleiri árásum á leiðtoga Talibanar gerðu í gær bíræfna tilraun til að ráða varnarmálaráðherra Afganistans af dögum og heita frekari árásum á leiðtoga ríkisstjórnar landsins. Bismillah Khan Mohammadi, ráðherrann, var ekki heima og verðir fluttu fjölskyldu hans á brott. 4. ágúst 2021 11:01 Forseti Afganistan kennir brottför Bandaríkjahers um versnandi ofbeldi Ashraf Ghani, forseti Afganistan, hefur kennt skyndilegri og snöggri brottför Bandaríkjahers um versnandi ofbeldi í landinu. Her Afganistan á nú í erfiðum átökum við herskáa Talíbana. 2. ágúst 2021 21:13 Hafa áhyggjur af auknum árásum á almenna borgara Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa miklar áhyggjur af fregnum af auknum árásum á almenna borgara í Afganistan. Sameinuðu þjóðirnar segja þær árásir hafa náð nýjum hæðum að undanförnu samhliða stórri sókn Talibana, sem hafa lagt undir sig stóran hluta landsins síðustu mánuði. 28. júlí 2021 22:31 Lofa öllu fögru en halda áfram að ógna og myrða Talibanar munu ekki semja um frið fyrr en Ashraf Ghani, núverandi forseti, fer frá völdum og ný ríkisstjórn verði mynduð. Þeir segjast ekki vilja stjórna einir þar sem engum hafi tekist það til lengri tíma. 24. júlí 2021 09:02 Talibanar skutu 22 hermenn sem gáfust upp Vígamenn Talibana tóku minnst 22 afganskra sérsveitarmenn af lífi eftir að þeir gáfust upp. Þetta var í bænum Dawlat Abad í síðasta mánuði en myndbönd af aftökunni hafa verið í dreifingu á samfélagsmiðlum. 13. júlí 2021 16:49 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Innlent Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Sjá meira
Þúsundir leita skjóls í Kabúl en enda á götunni Þúsundir manna hafa flúið heimili sín víðs vegar um Afganistan undan stórsókn Talibana til höfuðborgarinnar Kabúl. 12. ágúst 2021 06:47
Hver borgin fellur á fætur annarri Vígamenn Talibana hafa hert tök sín á yfirráðasvæðum þeirra í norðurhluta Afganistans og virðast þeir vera að undirbúa sig fyrir það að stjórna svæðum þessum til lengri tíma. Stjórnarher landsins á undir högg að sækja en Bandaríkjamenn segja það á ábyrgð Afgana sjálfra að verjast Talibönum. 10. ágúst 2021 13:14
Reyndu að myrða varnarmálaráðherrann og heita fleiri árásum á leiðtoga Talibanar gerðu í gær bíræfna tilraun til að ráða varnarmálaráðherra Afganistans af dögum og heita frekari árásum á leiðtoga ríkisstjórnar landsins. Bismillah Khan Mohammadi, ráðherrann, var ekki heima og verðir fluttu fjölskyldu hans á brott. 4. ágúst 2021 11:01
Forseti Afganistan kennir brottför Bandaríkjahers um versnandi ofbeldi Ashraf Ghani, forseti Afganistan, hefur kennt skyndilegri og snöggri brottför Bandaríkjahers um versnandi ofbeldi í landinu. Her Afganistan á nú í erfiðum átökum við herskáa Talíbana. 2. ágúst 2021 21:13
Hafa áhyggjur af auknum árásum á almenna borgara Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa miklar áhyggjur af fregnum af auknum árásum á almenna borgara í Afganistan. Sameinuðu þjóðirnar segja þær árásir hafa náð nýjum hæðum að undanförnu samhliða stórri sókn Talibana, sem hafa lagt undir sig stóran hluta landsins síðustu mánuði. 28. júlí 2021 22:31
Lofa öllu fögru en halda áfram að ógna og myrða Talibanar munu ekki semja um frið fyrr en Ashraf Ghani, núverandi forseti, fer frá völdum og ný ríkisstjórn verði mynduð. Þeir segjast ekki vilja stjórna einir þar sem engum hafi tekist það til lengri tíma. 24. júlí 2021 09:02
Talibanar skutu 22 hermenn sem gáfust upp Vígamenn Talibana tóku minnst 22 afganskra sérsveitarmenn af lífi eftir að þeir gáfust upp. Þetta var í bænum Dawlat Abad í síðasta mánuði en myndbönd af aftökunni hafa verið í dreifingu á samfélagsmiðlum. 13. júlí 2021 16:49